Vísir — Stefán Ó. Jónsson

Frétt Stefáns Ó. Jónssonar ,,Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík“ birtist í Vísi, 2. maí kl. 13:29. Innihald fréttarinnar má skipta í tvennt. Fyrri parturinn byggir að öllu leyti á grein eftir Semu Erlu Serdar sem birtist í Kvennablaðinu fyrr um morguninn, og hin síðari er ber yfirskriftina ,,Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi“, kynnir samtökin Vakur og ráðstefnuna í Grand hótel. Ekki er tilefni til að gera athugasemd við þá lýsingu.

Stefán segir í ,,fréttinni“:

Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim.

Robert Spencer hefur aldrei komist í kast við lögin, ekki einu sinni fengið stöðumælasekt. Bækur hans hafa heldur ekki verið ,,bannaðar víða um heim“. Árið 2006 var rit hans The Truth About Muhammad bannað í Pakistan, og 2007 ákváðu stjórnvöld í Malasíu að banna bók hans Onward Muslim Soldiers. Þá er það upptalið.

Lygin, sem höfð var eftir Semu Erla Serdar, að Spencer hafi ,,oftar en einu sinni komist í kast við lögin“ var síðan endurtekin í fréttum Bylgjunnar 4. maí.

Robert Spencer hefur aldrei komist í kast við lögin, ekki einu sinni fengið stöðumælasekt. Þá hafa bækur hans ekki verið bannaðar víða um heim.

Stefán tiltekur að Spencer hafi verið meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem gegnir núna embætti forsætisráðherra. ,,Óttast var,“ segir Stefán ,,að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum“.

Aftur lepur Stefán lygina upp úr Serdar. Ákvörðunin var ekki rökstudd með því að Spencer væri einn ,,öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum“ heldur vegna ummæla sem Spencer lét falla í heimildarmyndinni Islam: What The West Needs To Know. Í bréfi sem honum barst frá breska innanríkisráðuneytinu eru eftirfarandi ummæli nefnd sem rökstuðningur fyrir banninu:

[Íslam] eru trúarbrögð eða trúarkerfi sem krefst stríðsreksturs gegn vantrúuðum til að koma á samfélagsgerð sem er fullkomlega ósamrýmaleg vestrænum samfélögum, [en] vegna þess að fjölmiðlar og ríkisstjórnir almennt vilja ekki horfast í augu við uppsprettu íslamskra hryðjuverka er þetta almennt ekki vitað.

Skjáskot af bréfi breska innanríkisráðuneytisins sem tilgreinir ástæðuna fyrir því að Robert Spencer var meinað að koma til Bretlands árið 2013.

Það þarf ekki að lesa lengi í Kóraninum eða kynna sér ítarlega hadíðsöfnin (textasafn sem fjallar um breytni og erfðavenjur Múhameðs) eða síra (ævisögu Múhameðs) til að uppgötva að þess orð Robert Spencer eru hárrétt. Í augum múslima er íslam ekki aðeins trú, heldur stjórnmálakerfi og löggjöf, sharía, sem hlýða skal í einu og öllu. Sharía er gefið í eitt skipti fyrir öll, ný löggjöf er óhugsandi, einungis túlkun lögmálsins kemur til greina.

Hugmyndafræði salafista, jíhadista og Bræðralags múslima hefur verið í mikilli sókn á Vesturlöndum s.l. áratugi. Söfnuðir salafista hafa meira segja komið sér vel fyrir á Íslandi. Sigmar Gabriel varakanslari Þýskalands, ráðherra í stjórn Angelu Merkel kanslara og formaður Flokks sósíaldemókrata (SPD) sagði nýlega að banna ætti moskur og starfsemi salafista í Þýskalandi.

Samkvæmt helgiritum múslima á íslam og samfélagið að vera ein órofa heild og sá er grundvöllur stjórnarhátta í ýmsum íslömskum ríkjum, t.d. í Sádi-Arabíu, Súdan, Íran, Írak, Afganistan, Pakistan, Brúnei, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar, Jemen og Máritaníu.

Þar tíðkast refsiaðferðir sharía-laga, á borð við afhöggvun handa og fóta vegna þjófnaðar og hýðingar eða grýtingar til dauða vegna kynlífs utan hjónabands. Dauðarefsing er til handa samkynhneigðum og þeim sem falla frá trúnni.

Ýmsar harðlínuhreyfingar eru við lýði bæði meðal súnníta og sjía í Egyptalandi, Pakistan, Sádi-Arabíu, Íran og víðar. Hugmyndafræði salafista, jíhadista og Bræðralags múslima hefur verið í mikilli sókn á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Söfnuðir salafista hafa meira segja komið sér vel fyrir á Íslandi.

Sigmar Gabriel varakanslari Þýskalands, ráðherra í stjórn Angelu Merkel kanslara og formaður Flokks sósíaldemókrata (SPD) sagði nýlega að banna ætti moskur og starfsemi salafista í Þýskalandi. Gabriel segir:

Það verður að banna moskur bókstafstrúarmanna [salafista], leysa upp hreyfingar þeirra og vísa ber prédikurum á þeirra vegum úr landi hið fyrsta. Þeir sem hvetja til ofbeldis eiga ekki að njóta þeirrar verndar sem felst í trúfrelsi.

Í frétt sinni hefur blaðamaður Vísis orðið ,,íslamsvæðing“ innan gæsalappa líkt og um samsæriskenningu sé að ræða. Hugtakið er engu að síður vel þekkt. Þegar rætt er um íslamsvæðingu er átt við róttækar breytingar á menningu og lýðfæðilegri samsetningu vestrænna þjóða. Í grein sem Clare Ellis birtir í The Occidental Quarterly, og byggir á doktorsritgerð hennar við New Brunswick-háskólann í Kanada, segir: ,,As trends indicate, European cities will be populated by a majority of non-Europeans by 2060, with the majority of European natives living in the suburbs and rural areas. If European low fertility rates and simultaneous large-scale high-fertility non-European immigration continue, then by the end of the twenty-first century indigenous Europeans are likely to become minorities as a whole within their own homelands. Similar situations are found in most European-based countries in the world. Pew research estimated that White Americans will be a minority in the United States by 2042 and Statistics Canada estimated that almost 40 percent of the Canadian population will be visible minorities by 2036″. (Clare Ellis. 2017. Demographic Engineering: Creating the Conditions for Civil War and Genocide in Europe, bls. 12. The Occidental Quarterly. 17. árg., 2. tbl.)

Breivik og stefnuyfirlýsingin

Stefán fullyrðir að skrif Spencers hafi verið Anders Breivik ,,mikill innblástur“. ,,Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna,“ skrifar Stefán, ,,vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam“.

Hið rétta er að Breivik hóf undirbúning að hryðjuverkum sínum áður en Spencer kom fram á sjónarsviðið með sína fyrstu bók um íslam. Að tala um Breivik sem ,,leiðarljós“ eða ,,innblástur“ hryðjuverkanna er því reginvitleysa.

Nafn Spencers kemur þar 46 sinnum fyrir, þar af birtist nafn hans 20 sinnum í þrettán greinum eftir Fjordman (pennanafn Norðmannsins Peder Jensen) sem Breivik birtir, og 25 sinnum í handriti af heimildarmyndinni Islam: What the West Needs to Know, sem er að finna í riti Breiviks.

Í hvert skipti sem Spencer tekur til máls í heimildarmyndinni eða er nefndur á nafn í greinum Fjordmans birtist nafn hans í stefnuyfirlýsingunni.

Að Breivik vísi ,,64 sinnum til skrifa Spencers“ er því ekki rétt og í hæsta máta villandi í þessu samhengi. Breivik nefnir sjálfur Spencer einu sinni á nafn í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar má finna nöfn ýmissa blaðamanna, rithöfunda, heimspekinga, stjórnmálafræðinga, félagsfræðinga og hagfræðinga. Þar eru nöfn eins Barrack Obama, Wilhelm Reich, Erich Fromm, Ayan Rand, John Stuart Mill, George Orwell, Adam Smith, Ayyan Hirsi Ali, Vladimar Pútín, Gandhi og fjölda annarra. Auðvitað er ekki hægt að gera neitt af þessu fólki ábyrgt fyrir voðaverkum Breiviks í Útey.

Þetta hefði Stefán Ó. Jónsson geta kannað sjálfur á örfáum mínútum, því stefnuyfirlýsing Breiviks er auðfundin á netinu, í stað þess að ganga að því sem vísu að Sema Erla Serdar og /eða ritari Samfylkingarinnar Óskar Steinn Ómarssonar fari rétt með.

Robert Spencer

Maajid Nawaz

Ayaan Hirsi Ali

Pamela Geller

David Horowitz

Daniel Pipes

Southern Poverty Law Center og ,,and-múslimska öfgafólkið“

Þá segir blaðamaður Vísis (eins og Sema Erla Serdar), að Spencer sé einn af stofnendum samtakanna American Freedom Defense Initiative (AFDI). AFDI hafi verið flokkaður sem ,,öfga- og haturshópur“, í anda samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahópa. Hvorug nefna þó að það eru Southern Poverty Law Center (SPLC) samtökin sem flokka AFDI með þessum hætti.

SPLC geta tæpast talist óháð samtök með hlutlægni og upplýsingar að leiðarljósi. Öðru fremur. Þau eru þekkt af því að nota ,,haturslista“ sína til að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum, eða fólki og hópum sem forystumenn SPLC álíta að minnsta kosti vera andstæðinga sína.

Southern Poverty Law Center hefur verið tekið sem skínandi dæmi um hvernig sumir vinstrimenn hafa tekið höndum saman við íslamista í baráttu sinni fyrir pólitískum áhrifum. David Horowitz lýsir þessu bandalagi vel í bókinni Unholy Alliance: Radical Islam And The American Left, og fleiri bækur og fræðiritgerðir hafa verið skrifaðar um efnið.

,,The Southern Poverty Law Center is a far-Left group, not a neutral observer,“ skrifar Robert Spencer, ,,and it uses its “hate group” list to demonize those whose political views it opposes, by lumping them in with the likes of the KKK and neo-Nazis.“

Það sem AFDI vann sér til hnjóðs, að mati Southern Poverty Law Center, var að skipuleggja auglýsingaherferð til að vekja athygli á þjáningum múslima í löndum er lúta stjórn íslamista. Samtökin vildu þrýsta á að bandarísk stjórnvöld hættu efnahagslegum stuðningi við lönd þar sem börn eru hneppt í þrældóm, samkynhneigðir hengdir fyrir kynhneigð sína, og fórnarlömb nauðgana pyntuð eða tekin af lífi.

Southern Poverty Law Center hefur verið tekið sem dæmi um hvernig sumir vinstrimenn hafa tekið höndum saman við íslamista í baráttu sinni fyrir pólitískum áhrifum. David Horowitz lýsir þessu bandalagi vel í bókinni Unholy Alliance: Radical Islam And The American Left, og fleiri bækur og fræðiritgerðir hafa verið skrifaðar um efnið.

Árið 2016 birti SPLC lista yfir 15 ,,and-múslimskt öfgafólk“, eins og samtökin nefna þau, en þar með stimpluðu samtökin sig endanlega út sem marktækur aðili í umræðunni. Á þeim lista má finna, auk Roberts Spencers, kvennréttindakonuna Ayaan Hirsi Ali, og þekkta gagnrýnendur íslamskrar öfahyggju á borð við umbótasinnann Maajid Anwaz, David Horowitz, Pamelu Geller og dr. Daniel Pipes.

Bandaríski rithöfundurinn og taugavísindamaðurinn Sam Harris lýsir vinstrimönnum með blæti fyrir íslam ágætlega þegar hann segir:

These people are part of what Maajid Nawaz has termed the “regressive Left”—pseudo-liberals who are so blinded by identity politics that they reliably take the side of a backward mob over one of its victims. Rather than protect individual women, apostates, intellectuals, cartoonists, novelists, and true liberals from the intolerance of religious imbeciles, they protect theocrats from criticism.1

1) Sean Illing. 2015. Sam Harris talks Islam, ISIS, atheism, GOP madness: ‘We are confronting people, in dozens of countries, who despise more or less everything that we value’. Salon 25. nóvember.

Sjá grein Stefán Ó. Jónssonar Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.