Arndís Ósk Hauksdóttir sóknarprestur í Noregi sótti ráðstefnu Vakurs 11. maí síðast liðinn og greinir frá upplifun sinni af fyrirlestrunum með Robert Spencer og Christine Williams í viðtali við Edith Alvarsdóttur. Hún segir ógnvekjandi hvernig ákveðinn hópur Íslendinga beitir ofbeldi, þöggun og einelti í garð fólks sem gagnrýnir íslam.

Arndís Ósk hefur aðstoðað konur um árabil við að losna undan ofbeldi og kúgun, þar sem ungar múslimskar konur voru í meiri hluta, en var svipt þeim möguleika eftir að íslenskir ,,fjölmenningarsinnar“ hófu að áreita hana opinberlega.

Nefnir sem dæmi að íslenskir ,,fjölmenningarsinnar“ hafi reynt að fá hana rekna úr starfi sínu sem sóknarprestur í Noregi með ósannindum og rangfærslum í bréfaskrifum til norsku þjóðkirkjunnar. Þá kemur fram hvernig reynt var að kúga hótelið til að aflýsa ráðstefnunni og haft í hótunum við fólk sem mætti á ráðstefnuna.

Arndís Ósk hefur aðstoðað konur um árabil við að losna undan ofbeldi og kúgun, þar sem ungar múslimskar konur voru í meiri hluta, en var svipt þeim möguleika eftir að íslenskir ,,fjölmenningarsinnar“ hófu að áreita hana opinberlega.

Arndís Ósk segist aldrei hafa getað skilið hvers vegna þeir sem telji sig vera femínista geti varið hugmyndafræði íslam. Hún bendir á að hvergi viðgangist eins mikil kúgun og ofbeldi gegn konum eins og í löndum Múhameðstrúarmanna.

,,Hvar annars staðar þurfa konur að hylja á sér andlitið,“ spyr hún. ,,Hvar annars staðar mega þær ekki fara út nema í fylgd karlmanns í ættinni, þar sem verst er ástandið eins og í Sádi Arabíu mega þær ekki keyra bíl, þær mega ekki mennta sig, þær eru bara ekkert“.

Þá furðar sig hún á því hvers vegna Samtökin 78 hafi verið að mótmæla ráðstefnu Vakurs í ljósi þess að samkynhneigðir eru álitnir réttdræpir í íslam.

Sjá „Hef aldrei skilið hvers vegna femínistar verja Islam“.