Sigur fyrir málfrelsið!

YouTube – Dóri víkingur

,,Sigur fyrir málfrelsið,“ segir Dóri víkingur um hvernig málin hafa þróast með ráðstefnu Tommy Robinson á Íslandi. Áður hafði verið tilkynnt um að ráðstefnan yrði haldin í Salnum í Kópavogi þann 18. maí. Þremur klukkustundum eftir að miðasala á viðburðinn hafði verið sett upp á vefnum tix.is tók Salurinn ráðstefnuna hins vegar af dagskrá og úr miðasölu. Núna er ljóst að Tommy Robinson mun halda framsöguræðu á ráðstefnu um fjölmenningu og innflytjendamál sem haldin verður í salnum Gullteigur á Grand Hóteli þann 17. maí. Skemmt var fyrir miðasölunni og því verður frítt inn á ráðstefnuna.