Sema Erla er ómálefnaleg

YouTube – Lord Pepe

,,Sema er ómálefnaleg,“ segir Lord Pepe um ad hominem árás Semu Erlu Serdar, aðgerðasinna Samfylkingarinnar, á Tommy Robinson. Ad hominem rök eru nefnd persónurök eða persónuníð á íslensku. Þau felast í að ráðast á persónuna fremur en málflutning hennar, svo sem að kalla Tommy Robinson ,,pappakassa“ í stað þess að svara rökum hans.

Persónuníð er ekki nýtt fyrirbæri hjá Semu Erlu. Í grein sem hún skrifaði í Kvennablaðið 2. maí 2017 og ber yfirskriftina ,,Samtökin Vakur og Robert Spencer eiga ekkert erindi við íslenskan almenning“ færir hún engin rök fyrir fullyrðingum sínum, né nefnir hún nein dæmi þeim til stuðnings. Greinin er æsingaskrif, samsafn af fúkyrðum sem ætluð eru að vekja ótta, og spila inn á tilfinningar fólks. Hún fær þar, svo notuð séu hennar eigin orð um Robert Spencer, ,,að spúa hatri sínu og öfgum án þess að nokkur fái tækifæri til andsvara“.