Gestapenni

Þessi grein eftir Robert Spencer birtist upphaflega í Morgunblaðinu 30. maí 2017.

Leið vinstri manna liggur til Manchester

Rúmri viku eftir að ég fór frá Íslandi drap fjöldamorðingi 22 manns og særði 59 á tónleikum Ariana Grande í Manchester, Englandi. Vinir lýsa gjörningsmanninum, Salman Ramadan Abedi, sem ,,einlægum“ múslima í trúnni sem hafði lært utan að allan Kóraninn. Bresk stjórnvöld þekktu hann sem hryðjuverkaógn með samband við aðila sem safna liði fyrir Íslamska ríkið (ISIS).

Ég þekkti ekki til Salmans Abedi áður en hann myrti allar þessar litlu stúlkur, vini þeirra og fjölskyldumeðlimi á tónleikum Ariana Grande en þegar ég var nýlega á Íslandi ræddi ég um trúarkerfið sem hvetur fólk eins og Salman Abedi til ofbeldis.

Ég ræddi hvernig jíhad-hermdarverkamenn nota kennisetningar og orð íslams til að réttlæta ofbeldi og liðsafnað meðal friðsamra múslíma og hvernig texti Kóransins og íslömsk lög eru notuð til að höfða til múslima að heyja stríð gegn þeim sem ekki trúa á íslam.

Nánast allar umfjallanir vegna Íslandsheimsóknar minnar innihéldu upplýsingar um að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hefði nefnt mig oft í ávarpi sínu. Í engum þeirra var nefndur mismunur á þankagangi mínum og hans; né sú staðreynd að hann hóf undirbúning ódæðisverka á tíunda áratug síðustu aldar, áður en ég hefði birt nokkuð um jíhad-ógnina; né sú staðreynd að hann gagnrýndi mig í sömu yfirlýsingu fyrir að hvetja ekki til ofbeldis; né sú staðreynd að hann vitnaði í marga víða úr hinu hugmyndafræðilega litrófi, þar á meðal Barack Obama, Tony Blair og Condoleeza Rice, sem eru aldrei spurð um þátt sinn í að hvetja hann til drápa.

Vegna þessa komu íslenskir fjölmiðlar fram við mig eins og sjálfur Jósef Göbbels hefði komið í heimsókn. Varnaðarorð Reykjavik Grapevine: ,,Þekktur íslamófób með fyrirlestur á Grand Hotel, mótmæli líkleg.“ Eftir að ég fór sagði Iceland Monitor [Morgunblaðsins] að ,,US fyrirlesari og íslamófób Robert Spencer fjallaði um það sem hann nefndi ,,jíhad-ógn“ í Reykjavík nýlega“.

Meðan ég var þarna ásökuðu nokkrir fjölmiðlamenn mig um að varpa ósanngjörnum grunsemdum á lítið samfélag múslima á Íslandi og höfðu af því áhyggjur að múslimar yrðu fyrir árásum sjálftökumanna ,,réttlætisins“ í kjölfar fyrirlesturs míns.

Nánast allar umfjallanir vegna Íslandsheimsóknar minnar innihéldu upplýsingar um að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hefði nefnt mig oft í ávarpi sínu.

Í engum þeirra var nefndur mismunur á þankagangi mínum og hans; né sú staðreynd að hann hóf undirbúning ódæðisverka á tíunda áratug síðustu aldar, áður en ég hefði birt nokkuð um jíhad-ógnina; né sú staðreynd að hann gagnrýndi mig í sömu yfirlýsingu fyrir að hvetja ekki til ofbeldis; né sú staðreynd að hann vitnaði í marga víða úr hinu hugmyndafræðilega litrófi, þar á meðal Barack Obama, Tony Blair og Condoleeza Rice, sem eru aldrei spurð um þátt sinn í að hvetja hann til drápa.

Skilaboð íslenskra fjölmiðla voru ljós: Spencer er hættulegur maður. Verk hans eru hættuleg öryggi saklauss fólks. Hann talar um ógn þar sem enga slíka er að finna.

Tveimur vikum eftir að ég talaði í Reykjavík og vinstri maður eitraði fyrir mér, án efa með hvatningu til slíks vegna illgjarnrar umfjöllunar um mig í íslenskum fjölmiðlum, hefur þá nokkrum múslima verið misþyrmt af þeim sem hlustuðu á mig? Nei. Hefur maður haldinn ,,íslamófóbíu“ myrt nokkurn múslima nokkurs staðar?

Nei. En tuttugu og tveir eru látnir í Bretlandi fyrir hendi manns sem er birtingarmynd þess sem ég kallaði jíhad-ógn eins og Iceland Monitor setti það fram. Sú ógn er raunveruleg og vaxandi á alheimsvísu eins og 30.000 mannskæðar jíhad-árásir víða um heim síðan 9/11 (11. september 2001) sýna.

Þann 15. nóvember 2015 gerðu sjö jíhad-hermdarverkamenn sex árásir næstum samtímis. Fimm árásanna áttu sér stað í miðborg Parísar, á vinsælum skemmtistöðum. Sjötta árásin var við íþróttavöll í norðurhluta borgarinnar. 130 manns létust í þessum hryðjuverkaárásum og hundruðir særðust, þar af 80 lífshættulega. Ljósmyndin sýnir blóðbaðið við Le Carillon kaffihúsið í tíunda hverfi Parísar. Jíhadisti með hríðskotabyssu skaut á Le Carillon kaffihúsið og sneri sér síðan að veitingastaðnum Le Petit Cambodge hinum megin við götuna.

Anders Breivik var brjálæðingur, siðblindingi með ruglaða sýn á heiminn. Þeir sem eru þessu ósammála skyldu reyna að skýra þá staðreynd að þessi morðóði ,,íslamófób“ ráðgerði samvinnu við jíhad-hryðjuverkahópana Hamas og al-Qaeda. Hann spratt ekki upp úr einhverri ,,íslamófóbískri“ orðræðu. Þessu enn frekar til staðfestingar er að það hafa ekki verið neinir ,,íslamófóbískir“ morðingjar fyrir eða eftir hann.

Á umliðnu ári hafa verið jíhad-morðárásir í Orlandó í Flórída, Magnanville, Frakkland, Würzburg í Þýskalandi, Ansbach í Þýskalandi, Rouen í Frakklandi, í Ohio State University, Berlín og núna í Manchester. Ég tiltók aðeins árásir í Evrópu og Bandaríkjunum. Það voru margar aðrar af þessu tagi einnig. Í þessum tilvikum sem ég tiltók voru 90 manns sem múslimar drápu, en áeggjan til drápa fundu þeir í Kóraninum og súnna.

Ef íslensk stjórnvöld og fjölmiðlun vakna ekki upp til þessa raunveruleika fljótlega munu þau uppgötva hann sem óvægna reynslu í sínu eigin landi. Þegar tekist hefur að sverta eða þagga niður í hverjum andstæðingi jíhad-ógnar, hverjir munu þá verða eftir til að vara við?

Enginn hefur hlotið skaða vegna áeggjunar frá mér til illvirkja, — hvergi og aldrei. Ég hef aldrei hvatt til eða fallist á ofbeldi. Samt er ég sannfærður um að íslenskir fjölmiðlar voru mér miklu fjandsamlegri en þeir hefðu verið ef segjum jíhad-hryðjuverkamaður, leystur úr haldi í Guantanamo, hefði komið til þess að tala.

Mér er meinað að koma til Bretlands fyrir þann glæp að segja réttilega að íslam hafi kennisetningar um ofbeldi. Á sama tíma hafa Bretar hleypt inn mörgum sem boða jíhad-ofbeldi gegn vantrúuðum.

Bretland eins og Ísland trúir því ljóslega að jíhad-ógn sé ímyndun en að ógn vegna ,,íslamófóbíu“ sé raunveruleg.

Tala fallinna segir annað.

Og ef íslensk stjórnvöld og fjölmiðlun vakna ekki upp til þessa raunveruleika fljótlega munu þau uppgötva hann sem óvægna reynslu í sínu eigin landi. Þegar tekist hefur að sverta eða þagga niður í hverjum andstæðingi jíhad-ógnar, hverjir munu þá verða eftir til að vara við? Enginn og þá mun jíhad sækja fram án mótstöðu og óhindrað meðan þeir sem hefðu látið í hér heyra sitja þegjandi hjá vegna ótta við að vera vændir um ,,íslamófóbíu“.

Robert Spencer er forstöðumaður Jihad Watch og höfundur 16 bóka um íslam og jíhad, þar á meðal metsölubókanna The Politically Incorrect Guide to Islam (and the Crusades) og The Truth About Muhammad. Nýjasta bók hans er The Complete Infidel’s Guide to Iran. Hægt er að fylgjast með Robert Spencer á Twitter og Facebook.

Höfundur

Robert Spencer

er trúarbragðafræðingur og forstöðumaður Jihad Watch

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.