Vakur birtir öll gögn er varðar kæru Roberts Spencers til Siðanefndar Læknafélags Íslands á hendur Hjalta Má Björnssyni lækni
Hjalti Már Björnsson læknir: Bráðameðferð eða vítavert gáleysi og fúsk?

Hjalti Már Björnsson læknir við bráðadeild Landspítalans fór fram á að farið yrði með allar upplýsingar sem hér eru veittar sem trúnaðarmál. Vitnaði í því sambandi til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Siðanefnd Læknafélags Íslands (LÍ), sem vísaði kæru Roberts Spencers frá, taldi að ekki ætti að birta úrskurð hennar á innrivef heimasíðu LÍ eins og lög félagsins kveða á um, né í Læknablaðinu eins og dæmi eru um að sé gert.

34. gr. laga LÍ um tilkynningu og birtingu úrskurðar siðanefndar er svohljóðandi: ,,Nefndin sendir málsaðilum og stjórn LÍ staðfest endurrit úrskurðar jafnskjótt og hann hefur verið kveðinn upp. Stjórn LÍ birtir alla úrskurði siðanefndar á innrivef heimasíðu LÍ. Við birtingu skal gæta nafnleyndar.“ 40. gr. laga LÍ fjallar einnig um nafnleynd og birtingu úrskurða siðanefndar. Þar segir: ,,Siðanefnd mælir fyrir um það í úrskurði hvort forsendur og úrskurðarorð úrskurðar skuli birt í Læknablaðinu og hvort nafnleyndar skuli þá gætt eða ekki.“

Siðanefndin segir ástæðuna fyrir því að hún birti ekki úrskurðinn sé að þar er ,,getið um atriði sem háð eru þagnarskyldu“. Ekki verður með góðu móti séð hvaða atriði er átt við. Robert Spencer fór aldrei fram á þagnarskyldu í siðanefndarmálinu gegn Hjalta Má Björnssyni bráðalækni. Spencer gerir enga athugasemd við að trúnaður ríki um upplýsingar sem Hjalti Már kunni að veita, t.d. um starfsaðstöðu hans hjá Landspítalanum sem gæti útskýrt skort á hlutlægum, tímaskráðum lífsmarkamælingum. Allar persónulegar upplýsingar sem koma fram í úrskurði Siðanefndar LÍ varði hins vegar Spencer sjálfan og því veitir hann Vakri fullt leyfi til að birta öll tiltæk gögn málsins. Mikilvægt er að það ríki gagnsæi um kæruna, svör ákærða, frásögn vitna, gögn Landspítala um meðferðina og úrskurð siðanefndar LÍ. Aðeins þannig geta þeir sem hafa áhuga myndað sér hlutvanda skoðun á málinu.

Aðdragandi kærunnar

Þann 8. ágúst 2017 sendi Robert Spencer Siðanefnd Læknafélags Íslands kæru á hendur Hjalta Má Björnssyni, lækni á bráðadeild Landspítalans, vegna ætlaðra brota á 1., 6., 9. og 15. gr. siðareglna LÍ. Aðdragandi kærunnar var að hinn 11. maí, 2017 hélt Spencer fyrirlesturinn Íslam og framtíð evrópskrar menningar á ráðstefnu í Grand hótel Reykjavík. Eftir fyrirlesturinn fór hann, Christine Williams, sem janframt var ræðumaður á ráðstefnunni, öryggisvörður þeirra og nokkrir skipuleggjendur ráðstefnunnar á veitingahús til að fagna vel heppnaðri ráðstefnu. Þar heilsaði honum ungur maður sem sagðist vera aðdáandi hans og bauð Spencer upp á drykk, sem hann þáði. Stuttu síðar kom annar ungur Íslendingur og ávarpaði hann með nafni, tók í hönd hans og sagði: “Fuck you!”

Hjalti Már Björnsson (til hægri á myndinni) starfar sem bráðalækn­ir á bráðamót­töku Landspít­al­ans. Hjalti Már er jafnframt lektor við læknadeild Háskóla Íslands og kennir þar námskeið um notkun heilbrigðisupplýsingakerfa í klínískri vinnu og mikilvægi skráningar í þágu öryggis, gæða og rannsókna. Robert Spencer (til vinstri á myndinni) er trúarbragðafræðingur og höfundur fjölda bóka um jíhad og pólitíska hugmyndafræði íslams. Spencer hefur haldið fyrirlestra við marga af helstu háskólum Bandaríkjanna og kennt námskeið fyrir bandaríska dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneyti Þýskalands, Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (United States Central Command) og sameiginlega sérsveit yfirvalda gegn hryðjuverkum (Joint Terrorism Task Force). Robert Spencer er forstöðumaður Jihad Watch og rannsóknarfélagi við David Horowitz Freedom Center.

Spencer kveðst hafa tekið þessu sem skilaboð um að yfirgefa staðinn. Um það bil 15 mínútum síðar, er hann var kominn á hótelið, fann hann fyrir dofa í andliti, höndum, og fótum.

,,Ég byrjaði að skjálfa og kastaði upp,“ skrifar Spencer í kærunni. ,,Hjartslátturinn var það ör að mér leið eins og ég væri í lífshættu. Ég upplifði gífurlegan kvíða og vissi að eitthvað hræðilegt væri að. Mér var ljóst að einhver hafi laumað ólyfjan í drykkinn minn meðan ég var á veitingastaðnum.“

Í kjölfarið fór Spencer á bráðamóttöku Landspítalans í fylgd Christine Williams, Pat Fisco lífverði og Valdimari Jóhannessyni sem kom að skipulagningu ráðstefnunnar. Strax við komuna á bráðamóttöku Landspítalans lýsir Spencer því yfir að honum hafi verið byrlað eitur. Hann kveðst aldrei hafa upplifað aðra eins vanlíðan á ævinni.

Kvíðakast eða eitrun af völdum MDMA?

Hjalti Már Björnsson bráðalæknir var á öðru máli. Spencer hafi ekki orðið fyrir hættulegri eitrun, einkenni Spencers hafi stafað af kvíðakasti. ,,Við komu á bráðamóttöku sýndi Hr Spencer að mati undirritaðs dæmigerð einkenni kvíðakasts,“ skrifar hann í greinargerð sinni til Siðanefndar LÍ. ,,Hann gekk um gólf, ofandaði mjög og virtist mjög hræddur um að hann hafi orðið fyrir eitrun. Lýst er í móttökuskráningu hjúkrunarfræðings að hann hafi fengið kvíðakast meðan beðið var eftir lækni og var hann því tekinn inn á skoðunarherbergi fljótt.“ Christine Williams segist hafa margoft bent starfsfólki Landspítalans á að þetta væri ekki sá Spencer sem hún þekkti. Hún vissi fyrir víst að þetta væri allt annað en kvíðakast.

Williams segir í vitnisburði sínum til siðanefndar: ,,Spencer var sendur í þvagprufu. Læknirinn kom einhverjum klukkustundum síðar og ég fylgdist náið með samskiptum hans við Spencer. Ég hafði áhyggjur af því að skilja Spencer eftir einan með lækninum, sem vildi ræða einslega við hann, því mér fannst þessi læknir einstaklega kuldalegur og fráhrindandi; auk þess sem mér fannst að starfsfólkið héldi að hann væri með kvíðakast vegna streitu sem ég vissi að var ekki raunin … Hann talaði viðstöðulaust um allskyns atburði og uppákomur í lífi sínu, en virtist ekki vera stressaður heldur miklu frekar gersamlega ofvirkur. Við reyndum að róa hann og ég sagði ítrekað við Valdimar, Pat og hjúkrunarkonuna á vakt að þetta líktist ekki herra Spencer. Ég hafði aldrei séð hann svona.”

MDMA (3,4-Methyl​enedioxy​methamphetamine), öðru nafni alsæla (ecstasy) eða e-tafla, var fyrst skráð sem megrunarlyf árið 1912 af þýsku lyfjafyrirtæki en fór ekki á markað svo vitað sé. Á áttunda áratugnum fór að bera á notkun þess í Bandaríkjunum hjá ungu fólki. Sumir læknar og sálfræðingar voru hrifnir af efninu og fullyrtu að það gæfi góða raun í sálfræðimeðferð. Þegar MDMA var bannað í Bandaríkjunum árið 1985 voru það einkum sálfræðingar, læknar og áhugafólk um notkun skynbreytandi efna sem mótmælti banninu. Þýski mannfræðingurinn Christian Rätsch (til hægri á myndinni) hefur mikla þekkingu — bæði persónulega og fræðilega — á notkun vímuefna af margvíslegu tagi. Rätsch segir MDMA hafa blandaða verkun, að hluta amfetamínlíka (örvandi) og að hluta lýsergíðlíka (s.s. LSD sem er skynörvandi). Líkurnar á því að MDMA valdi vanlíðan, kvíða eða ofsahræðslu aukist verulega ef einstaklingurinn sem innbyrðir lyfið gerir það án þess að vita af því eða hefur enga reynslu af því, eins og var í tilviki Roberts Spencers.

Hjalti Már Björnsson bráðalæknir (til vinstri á myndinni) virðist ekki hafa haft neinar áhyggjur af því þótt MDMA og amfetamín hafi mælst í lífsýni Spencers. ,,Ég myndaði mér þá skoðun um nóttina þegar ég sinnti Hr. Spencer,“ segir í greinargerð hans, ,,að ekki væri um hættuleg einkenni að ræða.“ ,,Það sem skipti máli var að hann var með stöðug lífsmörk og án hættulegra einkenna þegar hann útskrifaðist frá Landspítala,“ fullyrðir Hjalti. Vandinn við þessa yfirlýsingu er að Hjalti lagði ekki fram nein gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu að Spencer hafi verið með ,,stöðug lífsmörk“ og ,,án hættulegra einkenna“ þegar hann útskrifaðist. Engar upplýsingar eru að finna í skráningarkerfi Landspítalans um neinar lífsmarkamælingar sem hann gerði. Hvorki mælingar á púls, öndunarhraða, blóðþrýstingi eða hjartalínuriti (EKG). Hjalti neitaði að svara öllum spurningum um lífsmarkamælingar sínar. Jón Baldursson yfirlæknir við gæða- og sýkingarvarnadeild Landspítala hefur staðfest að engin gögn um lífsmarkaskráningu Hjalta Más læknis séu að finna hjá spítalanum.

Hjalti Már segir að í fyrstu lífsmörkum sem skráð eru kl. 01:12 var Spencer með púls upp á 139 slög á mínútu og samkvæmt lífsmarkaskráningu hjúkrunarfræðings með öndunatíðni 30 sinnum á mínútu. Hjalti getur þessi ekki í greinargerð sinni til Siðanefndar LÍ, en samkvæmt bráðasjúkraskrá var Spencer með mjög háan blóðþrýsting (svonefndan háþrýsting); efra gildi mælist 161 og neðri gildi 113. Heilablóðfall er alvarlegasta afleiðing háþrýstings. Við komu voru teknar blóðprufur og Spencer gefinn vökvi í æð. Blóðrannsóknir á honum sýndu lækkað natríum í sermi eða 126 mmól/lítra.

,,Neitaði Hr Spencer inntöku lyfja sem líklega væru til að valda hyponatremiu,“ segir í greinargerð Hjalta. ,,Að mati undirritaðs var líklegast að lágt natríumgildi skýrðist af því að hann hafði drukkið mikið vatn skömmu fyrir komu. Því fékk hann ráðleggingar um að takmarka vökvainntöku sem líklega myndi lagfæra natríumgildi. Einnig var tekin þvagprufa við komu sem reynist jákvæð fyrir amfetamíni og MDMA.“

Hýpónatremía stafar í stuttu máli af natríumskorti í blóði (skorti á saltsteranum aldósteróni sem hefur megin hlutverk í stýringu saltjafnvægis líkamans) og eru nokkur dauðsföll í notkun MDMA rakin til þess.

Hjalti Már virðist ekki hafa áhyggjur af því. Hann vísar grunsemdum Spencers að honum hafi verið byrlað eitur á bug og hunsar niðurstöður lyfjaprófs sem sýndi jákvæða svörun fyrir MDMA og amfetamíni í lífsýni Spencers.

Öll einkenni Spencers hin sömu og fylgja ofskömmtun af MDMA

Spencer segir í kæru sinni að það virðist hafa verið ásetningur Hjalta Más að telja honum trú um að ekki hafi verið eitrað fyrir honum. Hjalti hafi verið mjög óvinsamlegur og sagt honum það eitt að rítalín (metýlfenídat, virka efnið í rítalíni, sem er örvandi lyf skylt amfetamíni) hefði greinst í lífsýni hans. Hjalti hafi dregið í efa þau ummæli Spencers að hann hefði aldrei tekið inn rítalín. ,,Hjalti Már sagðist vera þeirrar skoðunar,“ segir í kæru Spencer, ,,að lyfjaprófið sem var gert á mér hafi sýnt ranga niðurstöðu – án þess að útskýra hver sú niðurstaða hafi verið – og ég hafi einfaldlega fengið kvíðakast.“

Hegðun og ástand Spencers við komu á bráðamóttöku sem Hjalti lýsir hér að ofan, þ.e. eirðarleysi, oföndun, kvíði og hræðsla, kemur heim og saman við einkenni eftir inntöku stórs skammts af MDMA. ,,Það er sannreynt,“ segir Spencer, ,,að ofskömmtun MDMA og amfetamíns getur valdið kvíðakasti.“ Spencer vitnar í umsögn Nati­onal Institu­te on Drug Abuse (NIDA) í því sambandi: ,,Þegar MDMA er tekið inn í stórum skömmtum getur það valdið of háum blóðþrýstingi, svima, kvíðakasti, og í alvarlegum tilvikum meðvitundarleysi og krampa (leturbreyting RS).“1

,,Hversu líklegt er,“ spyr Spencer, ,,að ég hafi prófað jákvætt fyrir MDMA og sýnt öll helstu einkennin sem samfara eru ofskömmtun MDMA, en verið í raun bara með kvíðakast af ótilgreindu tilefni samfara fölsku jákvæðu þvagprófi?“

1) What are the effects of MDMA? NIH – National Institue on Drug Abuse.

,,Líkurnar á því að kvíðakast fylgi inntöku á MDMA aukast auðvitað allverulega ef persónan sem innbyrðir lyfið gerir það án þess að vita af því og hefur enga reynslu af því, eins og var í mínu tilviki,“ segir jafnframt í kæru Spencers.

Spencer vitnar í umsögn Þorkels Jóhannessonar (1929-2013), pró­fess­ors í lyfja­fræði og eit­ur­efna­fræðum við Há­skóla Íslands, um eiturhrif MDMA og amfetamíns:

,,MDMA og skyld amfetamínafbrigði hafa blandaða verkun. Verkunin er að hluta amfetamínlík og að hluta lýsergíðlík (LSD). Þannig hafa þau bæði örvandi verkun og valda rangskynjunum … Fyrstu áhrifunum hefur verið lýst sem örvandi … Neytandinn á mjög erfitt með að vera kyrr … MDMA veldur hraðari hjartslætti, blóðþrýstingshækkun og hækkun á líkamshita”. ,,Amfetamín …,“ segir dr. Þorkell Jóhannesson, ,,örvar öndun og frumlífsviðbrögð (öndunarstarfsemi, starfsemi hjarta og blóðrásar) í heilastofni … Ef óvanir taka stærri skammta … veldur það óróa, svima, kvíða og svefnleysi … Sömuleiðis ber á óþægilegum einkennum frá hjarta- og æðakerfi og meltingarfærum (leturbreyting RS).“2

2) Fíknefni og forvarnir. 2001. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, bls. 69-70 og bls. 52-53.

Styrkja starfsemi Vakurs og vefsíðu með fjárframlagi
Spencer segir að sem læknir ætti Hjalti Már að vita að skráð lífsmörk hans voru þau sömu og fylgja ofskömmtun MDMA. MDMA veldur hraðari hjartslætti, blóðþrýstingshækkun, eirðarleysi og þegar MDMA er tekið inn í stórum skömmtum getur það valdið of háum blóðþrýstingi, oföndun, vöðvakrampa, ógleði, uppköstum, óróa og kvíða. Allt eru þetta einkenni sem Spencer hefur.

Í Meðferðarseðli bráðadeildar Landspítalans kemur fram að þegar Spencer er beðinn um þvagprufu fyrir lyfjaleit ,,fær [hann] fylgd á wc en getur ekki pissað x2″. ,,Ég minnist þess að ég átti erfitt með að útvega þvagprufuna a.m.k. í fyrstu atrennu,“ segir Spencer í kærunni, ,,þurfti að gera nokkrar tilraunir áður en það tókst, síðar lærði ég að þetta er annað einkenni MDMA eitrunar.“3

3) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimild: ,,Urinary retention reported with MDMA …”, bls. 926-927. Sotiria Bexis & James R. Docherty. Effects of MDMA, MDA and MDEA on blood pressure, heart rate, locomotor activity and body temperature in the rat involve a-adrenoceptors. British Journal of Pharmacology (2006) 147, 926–934.

Þegar viðkemur inntöku skynörvandi lyfja er mikilvægt að hafa í huga svonefnt set og setting. Þá er átt við væntingar og hugarástand neytandans (set er stytting á mindset) og umhverfi, félagsskap, skammtastærð og styrkleika lyfsins (setting). Dr. Christian Rätsch (til hægri á myndinni) varar lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfólk og annað fagfólk, sérstaklega þá sem hafa jákvæða reynslu af inntöku efna á borð við LSD, MDMA eða ketamíns, að vanmeta aldrei hversu skelfileg áhrifin geta verið á suma. Rätsch rifjar upp að í tilraunum CIA og Bandaríkjahers með LSD á 6. áratug síðustu aldar hafi bandaríski vísindamaðurinn dr. Frank Olsen fyrirfarið sér með því að stökkva út um glugga af 10. hæð Statler-hótelsins í New York. Dr. Olsen var byrlað LSD í áfengum drykk í samkvæmi og upplifði gríðarlegt þunglyndi í kjölfarið. Í þessum tilraunum, sem gengu undir nafninu MK-ULTRA, var almennum borgurum, starfsmönnum leyniþjónustunnar, föngum og hermönnum gefið LSD til að athuga hvort nota mætti lyfið í hernaðarlegum tilgangi.

Hjalti Már Björnsson læknir (til vinstri á myndinni) fullyrðir að einkenni Spencers hafi liðið hjá eftir stutt spjall. ,,Taldi undirritaður í ljósi þessa einkennaleysis,“ skrifar Hjalti, ,,að það renndi stoðum undir greininguna kvíðakast fremur en að inntaka eða byrlun amfetamíns og MDMA hefði valdið fyrri einkennum.“ Spencer og þau sem fylgdu honum á spítalann segja enga breytingu hafa orðið á líðan hans eftir samtalið við Hjalta. Vitað er að aflýsa þurfti allri dagskrá Spencers á vegum Vakurs eftir eiturbyrlunina, vitni segja hann hafi verið illa haldinn þegar hann fór af landi brott, og fyrirlestri með Spencers eftir komuna til Bandaríkjanna þurfti enn fremur að aflýsa af heilsufarsástæðum.

Hypónatremía þ.e. natríumskortur er önnur skaðleg verkun sem inntaka MDMA getur valdið. Hefur leitt til dauða eins og áður var vikið að.4 Spencer tekur fram að þótt þvagprufan sem hann gaf hafi mælst jákvæð fyrir MDMA tengir Hjalti Már læknir það ekki við hypnótremíuna (natríumskortin).

4) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimild: ,,More common, ecstasy has led to serious hyponatremia and hyponatremia-associated deaths …”. Clin J Am Soc Nephrol. 2008 Nov;3(6):1852-60. The agony of ecstasy: MDMA (3,4-methylenedioxymethamphetamine) and the kidney, bls 1852. Sjá bls. 1 í PDF-skjalinu.

Læknisfræðilegt álit Hjalta Más ,,byggt á tæplega tveggja áratuga reynslu af störfum við lækningar,“ eins og hann segir í greinargerð sinni, er að Spencer hafi ímyndað sér að fyrir honum hafi verið eitrað, orðið hræddur, drukkið mikið af vatni til að skola út möguleg eiturefnin (það skýri lágt natríumgildi) og síðan fengið kvíðakast meðan beðið var eftir lækni. Þetta var sem sé, ef marka má Hjalta, allt saman byggt á tómum misskilningi.

,,Hjalti fullyrðir jafnvel,“ segir í kæru Spencers, ,,að niðurstaða eiturefnaprófsins, sem greindi MDMA og amfetamín í þvagprufunni sem ég gaf, væri ,,falskt jákvætt”. Samt sem áður eru einkenni sem ég hafði og hann nefnir, t.d. hár blóðþrýstingur, hypónatremía (natríumskortur), ofvirkni, hraðöndun o.fl., dæmigerðar aukaverkanir af inntöku afmetamíns og MDMA.“

,,Hversu líklegt er,“ spyr Spencer, ,,að ég hafi prófað jákvætt fyrir MDMA og sýnt öll helstu einkennin sem samfara eru ofskömmtun MDMA, en verið í raun bara með kvíðakast af ótilgreindu tilefni samfara fölsku jákvæðu þvagprófi?

Bandarískur læknir, sérfræðingur í bráðalækningum, tekur undir efasemdir Spencers og spyr:

,,Hvers vegna dregur Hjalti í efa niðurstöður hlutlægar greiningar á þvagi sem finnur metýlfenídet og MDMA í þvagprufunni, á sama tíma og skráð lífsmörk [Spencers] sýna hraðslátt, oföndun og natríum í sermi upp á 126? Sérstaklega í ljósi þess að hlutlæg greining þvagprufunnar, þ.e. að metýlfenídet og MDMA finnst, skýrir óviðeigandi seytingu aldósteróns sem er fylgikvilli inntöku MDMA. Auk þess sem vitað er að lyfhrif MDMA eykur líkamlega virkni (veldur ofvirkni og æsingi), hækkar líkamshita og ýtir þar með undir sjálfviljuga inntöku vatns.“

Af hverju tók Hjalti Már ekki mark á lyfjaprófinu?

Hjalti Már segir að þrátt fyrir að niðurbrotsefni af amfetamíni og MDMA hafi greinst í þvagsýni sem Spencer lét í té hafi niðurstaða lyfjaprófsins í raun verið ,,fölsk jákvæð“. Skýringin sem Hjalti gefur á því er að ,,samkvæmt lýsingu Hr Spencers“ er lyfjaprófið tekið innan við klukkustund eftir ,,meinta byrlun“ á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Spencer hafi farið þaðan beint upp á bráðamóttöku Landspítalans og þvagsýnið sem stixaðist jákvætt fyrir MDMA og amfetamíni verið tekið strax við komu Spencers. Lyfjaprófið hafi verið tekið of snemma frá ,,inntöku eða byrlun“ segir Hjalti og þess vegna væri niðurstaðan ekki marktæk.

Spencer segir að Hjalti hafi diktað upp lýsingu á því sem gerðist til að hylma yfir vanrækslu sína og brot á reglum um góða læknishætti. Engin gögn eru að finna í gagnaskrá Landspítalans um neitt sem Hjalti Már Björnsson bráðalæknir gerði sem flokkast gæti undir læknisfræðilega greiningu, læknisþjónustu eða bráðameðferð.

Hjalti segir í greinargerð sinni til siðanefndar LÍ:

,,Eftir að fyrirlestri hans lauk sagðist Hr Spencer hafa skellt í sig nokkrum drykkjum af sterku áfengi til að róa taugarnar. Eftir það hafi komið upp að honum maður og hreytt í hann ókvæðisorðum, við það hafi hann orðið mjög hræddur um að fyrst slíkur maður sem greinilega var óvinveittur honum hafi komist nálægt honum gæti hann einnig hafa laumað einhverju í drykk hans. Eftir það sagðist hann hafa drukkið mikið af vatni til að skola út möguleg eiturefni en komið strax til skoðunar á Landspítala … Almennt tekur um 2-5 klst frá inntöku um munn þar til afmetamín og MDMA fara að greinast í þvagprufu með þeim aðferðum sem notaðar eru á bráðamóttöku Landspítala. Þar sem sýnin voru jákvæð á bráðamóttöku innan þessa 2-5 klst, bendir það frekar til þess að efnin hafi verið innbyrt fyrr eða að sýnin hafi verið falskt jákvæð.“

Spencer andmælir þessari athurðarás sem hann segir Hjalta hafa hannað til að réttlæta fúsk sitt og vítavert kæruleysi. Engin gögn eru að finna í gagnaskrá Landspítalans um neitt sem Hjalti gerði sem flokkast gæti undir læknisfræðilega greiningu, læknisþjónustu eða bráðameðferð. ,,Ég sagði honum aldrei að ég hafi drukkið áfengi til að róa taugarnar … Við fórum á veitingahúsið til að halda upp á velgengnina, en ekki til að róa taugarnar,“ segir Spencer. Spencer segir vitni (föruneyti og leigubílstjóra) geti staðfest að hann hafi hvorki verið æstur eða spenntur eftir ráðstefnuna. ,,Ég var mjög ánægður og rólegur,“ skrifar Spencer. Enda ekki tilefni til annars. Ekkert neikvætt kom upp á segir hann. Fyrirlesturinn gekk vonum framar, ráðstefnan var ákaflega vel sótt — um 500 manns mættu — og það var mikil og jákvæð stemning í salnum.

Hjalti Már Björnsson segir í læknabréfi sínu að ekki hafi verið um hættulega eitrun að ræða. Þótt MDMA og amfetamín hafi mælst í þvagi Roberts Spencers hafi einkenni hans stafað af kvíðakasti. Kvíðakastið megi rekja til þess að maður hafi komið upp að honum, ,,hreytt í hann ókvæðisorðum, við það hafi hann orðið mjög hræddur um að fyrst slíkur maður sem greinilega var óvinveittur honum hafi komist nálægt honum gæti hann einnig hafa laumað einhverju í drykk hans,“ segir Hjalti í greinargerð sinni. ,,Hvers vegna ætti ég að fá kvíðakast eftir vel heppnaðan fund á Grand hótel Reykjavík,“ spyr Spencer. ,,Erindum okkar vel tekið, fundurinn var vel sóttur og fór friðsamlega fram. Okkur var sagt að fámenn og tiltölulega friðsöm mótmæli hafi verið fyrir utan, en við urðum ekki vör við þau. Þá kom til mín ungur maður á veitingahúsinu, tók í hendina á mér og hreytti út úr sér: ,,Fuck you!“ Átti það atvik að skýra kvíðakast mitt? Af hverju fékk ég ekki kvíðakast þegar jíhadistar með alvæpni réðust á samkomu okkar fyrir ári síðan, hófu skothríð og voru loks felldir af sérsveitarmönnum? Jíhadistarnir voru vopnaðir Kalashnikov AK-47 hríðskotabyssum, og sprengjusérfræðingar lögreglunnar leituðu af tímasprengjum í nágrenninu. Ég var helsta skotmark hryðjuverkamannanna. Af hverju fékk ég ekki kvíðakast meðan á því stóð? Hugmynd Hjalta um að ég hafi fengi kvíðakast í framhaldi af frábærum fundi og dónaskap á veitingahúsi gengur auðvitað ekki upp.“

Í kærunni lýsir Spencer Íslendingunum tveimur sem hann mætti á veitingahúsinu: ,,Þar heilsaði mér ungur maður, sagðist vera aðdáandi minn, og bauð mér upp á drykk, sem ég þáði. Stuttu síðar kom annar ungur Íslendingur, kallaði mig með nafni, tók í höndina á mér og sagði: “Fuck you!”. Spencer tekur ekki fram í kærunni hvorn Íslendinginn hann grunar um að hafa byrlað sér ólyfjan. Hjalti Már virðist gera ráð fyrir, út frá því sem hann les í kærunni, að það hljóti að vera maðurinn sem hreytti í hann ókvæðisorðum. Fullyrðir að Spencer hafi sagt sér það. Spencer neitar að hafa haldið því fram. Sá sem er líklegastur, að mati Spencers, til að hafa laumað einhverju í glasið sitt er sá sem sagðist vera aðdáandi hans. Hann var í allan stað vingjarnlegur og bauð Spencer upp á drykk sem hann þáði. Spencer skýrði lögreglunni frá því daginn eftir þegar hann kærði verknaðinn og hefur ævinlega verið samkvæmur sjálfum sér með það í greinum og fréttaviðtölum.

Hvers vegna heldur Hjalti Már læknir því fram að Spencer hafi sagt sér að maðurinn sem ,,hreytti í hann ókvæðisorðum … maður sem greinilega var óvinveittur honum“ hafi laumað einhverju í drykk hans? Leiða má líkum að því að Hjalti Már hafi lesið frétt DV og sett missögn blaðamanns í greinargerð sína.

Hvers vegna heldur Hjalti Már því fram að Spencer hafi sagt sér að maðurinn sem ,,hreytti í hann ókvæðisorðum … maður sem greinilega var óvinveittur honum“ hafi laumað einhverju í drykk hans? ,,Hjalti hefur sennilega ályktað það út frá frásögn minni í kærunni,“ skrifar Spencer. Önnur skýring er að Hjalti Már hafi lesið það í fréttinni, ,,Eitrað fyrir umdeildum fyrirlesara á Íslandi“, sem DV birti 16. maí 2017. Þar segir: ,,Hann segir nokkuð ljóst að maðurinn sem sagst hafi verið mikill aðdáandi hans, sé það ekki í raun og veru af Facebook-síðunni að dæma. Hann veit ekki hvor það er sem á að hafa eitrað fyrir honum en telur þó líklegra að það sé sá sem sagði honum að fara til fjandans (leturbr. mín).“*

*Síðast skoðað 12. nóv. 2018 kl. 16:07.

Frétt DV byggir á grein sem Spencer skrifar í Frontpage Mag fyrr um daginn. Svo virðist sem blaðamaður DV hafi misskilið frásögn Spencers, því þar segir: ,, … one of these local Icelanders who had approached me (probably the one who said he was a big fan, as he was much closer to me than the “F**k you” guy) had dropped drugs into my drink“ (leturbr. mín). Leiða má líkum að því að Hjalti Már hafi lesið frétt DV og sett missögn blaðamanns í greinargerð sína. Spencer segist ekki hafa upplýst Hjalta Má um það hvorn manninn hann grunaði um verknaðinn. Ósennilegt er að Spencer hafi fullyrt eitt við Hjalta Má um það, en sagt allt annað við lögregluna daginn eftir.

Hjalti fullyrðir sem sagt að Spencer hafi sagt sér í tveggja manna tali, þegar ekki eru vitni af samskiptum þeirra, að hann hafi ,,orðið mjög hræddur um að fyrst slíkur maður sem greinilega var óvinveittur honum hafi komist nálægt honum gæti hann einnig hafa laumað einhverju í drykk hans“. ,,Eftir það,“ skrifar Hjalti, ,,sagðist hann hafa drukkið mikið af vatni til að skola út möguleg eiturefni en komið strax til skoðunar á Landspítala.“ Hjalti fullyrðir að þvagsýni Spencers sem stixaðist jákvætt fyrir amfetamíni og MDMA hafi verið tekið strax við komu. ,,Samkvæmt lýsingu Hr Spencers,“ skrifar hann, ,,er það því tekið innan við klst eftir meinta byrlun.“ Hjalti segir að það taki um 2-5 klst. frá inntöku um munn þar til MDMA og amfetamín fari að greinast í þvagprufu með þeim aðferðum sem notaðar eru á bráðamóttöku Landspítala. Lyfjaprófið hafi því verið tekið of snemma, hafi sýnt mæliskekkju, væri ,,falskt jákvætt“, ómarktækt að mati Hjalta.
Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

,,Óumdeilt er að við erum ekki sammála um það sem fram fór á bráðadeild þessa nótt. Rétt er hvað það varðar að hafa í huga að sá sem heldur fram staðreynd ber sönnunarbyrði fyrir henni. Staðhæfingar Hr. Spencers eru ósannaðar,“ skrifar Hjalti Már Björnsson bráðalæknir í málsvörn sinni fyrir Siðanefnd Læknafélags Íslands. Málsvörn Hjalta Más er fjórskipt: 1) Lyfjaprófið sem gaf jákvæða svörun fyrir MDMA og amfetamíni var ,,falskt jákvætt“ því það var tekið of snemma frá ,,inntöku eða byrlun“. Hjalti hefur ekki vilja útskýra hvers vegna hann lét ekki gera nýtt lyfjapróf, fyrst hann taldi það sem fyrir lá ómarktækt. 2) Upplýsingar sem Hjalti segir Spencer hafi gefið sér í tveggja manna samtali sem engin vitni eru að. Þessar upplýsingar stangast á við framburð vitna um atburðarásina og framburð Spencers í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir. 3) Spencer sýndi eðlileg lífsmörk eftir stutt spjall fullyrðir Hjalti og var

einkennislaus þegar hann útskrifast af Landspítala. Engar upplýsingar eru að finna í skráningarkerfi Landspítalans um neinar lífsmarkamælingar sem Hjalti gerði. 4) Hjalti segir fráleitt að hafa leynt Spencer upplýsingum um að MDMA hefði fundist í þvagsýni hans en síðan tiltaka það í skriflegu læknabréfi sem hann lét afhenda honum. Það kemur fram á meðferðarseðli bráðadeildar Landspítalans sem Anna Chemysh hjúkrunarfræðingur fyllir út áður en Hjalti Már semur læknabréfið sitt. Segir ekkert til um hvort Hjalti hafi upplýst Spencer um það. Vitni segja að engin orð voru höfð um það á Landspítalnum né á leið þeirra aftur á hótelið. Spencer kemur á bráðamóttöku Landspítalans og heldur statt og stöðugt fram að fyrir honum hafi verið eitrað. Hjalti segir það rangt. Er líklegt að Spencer hefði þagað um niðurstöðu lyfjaprófsins við samferðamenn sína, niðurstöðu sem staðfestir að grunur hans var á rökum reistur?

Spencer segir Hjalta dikta upp lýsingu á því sem gerðist til að hylma yfir brot sín á reglum um góða læknishætti. Tilgangur hans er að rýra trúverðugleika lyfjaprófsins og renna stoðum undir greininguna kvíðakast fremur en að byrlun amfetamíns og MDMA hafi valdið einkennum sínum. Spencer segist ekki hafa tjáð Hjalta að hann hafi orðið óttasleginn á veitingahúsinu og brunað beint þaðan á bráðamóttöku Landspítalans. Hvað þá heldur að eiturbyrlunin hafi átt sér stað innan við klukkustund frá því að hann lét þvagsýnið í té. Það væri einfaldlega ekki í samræmi við staðreyndir málsins, eins og fylgdarlið hans á skemmtistaðnum, leigubílstjórinn sem ók honum og fleira fólk getur vitnað um. Spencer segist hafa liðið vel á veitingahúsinu og þrátt fyrir dónaskap í einum gestanna farið þaðan í góðu skapi. Leigubílstjóri hafi sótt hann kl. 22:50 og ekið honum að hótelinu þar sem hann gisti.

Það var ekki fyrr en á hótelið var komið að hann upplifði fyrst eitureinkenni eins og dofa, þyngsl fyrir brjósti, öndunarerfiðleika, fór að skjálfa og kastaði upp. Spencer finnur fyrir hröðum hjartslætti og ógnvænlegri vanlíðan sem ágerist og ákveður loks að leita sér lækninga á slysavarðstofu. Strax við komuna á bráðadeild Landspítalans segist hann vera hræddur um að hafa orðið fyrir eitrun og er fljótlega sendur í lyfjapróf. Hjalti segir lyfjaprófið ekki marktækt því of skammur tími hafi liðið frá því að ,,meint byrlun“ átti sér stað og skimun fyrir inntöku lyfja reynist jákvæð fyrir amfetamíni og MDMA. Hvernig veit Hjalti Már læknir að of stuttur tími er liðinn svo hægt sé að skera úr um það? Jú Spencer sagði honum það, fullyrðir Hjalti.

,,Ef rétt er að ég hafi sagt Hjalta að mér hafi verið byrlað eitur innan við klukkustund áður en ég kom á bráðadeildina, og hann talið að eiturefnaprófið væri fyrir vikið ekki marktækt, af hverju lét hann þá ekki gera annað lyfjapróf? Ég var á sjúkrahúsinu til kl. 04:44.“

Miðað við framburð leigubílstjórans sem sótti hann á veitingahúsið telur Spencer að honum hafi verið byrluð ólyfjan á að giska kl. 20:30, sem er a.m.k. tveimur og hálfri klukkustund áður en þvagprufan er tekin. Í kæru sinni biður hann Hjalta um að upplýsa hvenær lyfjaprófið var tekið og fer fram á að fá afrit af rannsóknarskýrslu Landspítalans á niðurstöðum greiningarinnar. ,,Klukkan hvað nákvæmlega var þvagsýnið tekið,“ spyr Spencer. ,,Hjalti hlýtur að hafa aðgang að þeim upplýsingum?“ Þrátt fyrir að Spencer ítreki þessa spurningu nokkrum sinnum í kærunni svarar Hjalti honum engu um það. Skýrsluna fékk Spencer ekki afhenta eins og önnur gögn sem beðið var um, eins og síðar verður vikið að.

,,Almennt tekur um 2-5 klst frá inntöku um munn þar til afmetamín og MDMA fara að greinast í þvagprufu með þeim aðferðum sem notaðar eru á bráðamóttöku Landspítala,“ segir Hjalti. Þau eru ekki 100% örugg segir hann, geta verið falskt jákvæð. Spencer segist hafa undir höndum tvær vísindarannsóknir, frá Bandaríkjunum og Belgíu, þar sem fjallað er um skimun eftir MDMA, amfetamíni o.fl. efnum í þvagi. Rannsóknir sýna að stór skammtur af MDMA getur greinst í þvagprufu eftir aðeins 25,6 mínútur. Að sögn bandarísku og belgísku vísindamannanna greinist inntaka af stórum skammti af MDMA í þvagi innan við klukkustund, og innan við 1 klst. og 20 mínútur þegar um inntöku lítils skammts er að ræða.5

5) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimildir: ,,MDMA and HMMA were first detected in urine as early as 0.42 h after oral administration of high dose MDMA“, bls. 6. Tsadik T. Abraham1, Allan J. Barnes o.fl. Urinary MDMA, MDA, HMMA, and HMA Excretion Following Controlled MDMA Administration to Humans. J Anal Toxicol. 2009 October ; 33(8): 439–446 og Karen Meert. How soon after intake can drug metabolites be detected in urine?, bls. 40. Universiteit Gent, 06/05/2011.

Hjalti Már Björnsson læknir segir í greinargerð sinni til siðanefndar að einkenni Spencers hafi að mestu liðið hjá fljótlega eftir komu á deildina. Því taldi hann ekki merki um að nein hættuleg eitrun hefði orðið og að engin merki væru um að Spencer væri í líkamlegri hættu. Spencer hafi útskrifast sáttur af deildinni. Þá fullyrðir Hjalti Már að fallið hafi vel á með þeim. Christine Douglass-Williams rithöfundur, sem var ræðumaður á ráðstefnunni ásamt Robert Spencer, fylgdi honum á bráðadeild spítalans og heim á hótelið eftir að Spencer var útskrifaður. Hún hefur aðra sögu að segja:

,,Spencer var útskrifaður af spítalanum skömmu eftir kl. 4 eftir að hafa dvalið þar um nóttina. Ég var enn áhyggjufull út af þessu og hringdi því í manninn minn til Kanada frá hótelinu. Maðurinn minn er lögreglumaður og bað mig um að sjá til þess að Robert Spencer fengi afrit af læknaskýrslunni. Ég minntist mörgum sinnum á að ég hefði áhyggjur af líðan Spencers og hefði illar bifur af lækninum sem meðhöndlaði hann. Ég sagði manninum mínum að mér fyndist Spencer vera of veikur til að útskrifast svona snemma af spítalanum, því hann kvartaði enn undan verki fyrir brjósti, ætti erfitt um öndun, og gæti ekki slakað á eða hvílt sig. Ég sagði í símtalinu að eina ástæðan fyrir því að ég krefðist þess ekki að Spencer færi aftur á spítalann væri vegna læknisins sem tók á móti okkur“.

Það kann að vera segir Spencer að lyfjaprófið sem notað var til að skima eftir lyfjainntöku í þessum rannsóknum sé ekki hið sama og notað er á Landspítalanum. Hann spyr því Hjalta hvaða tegund af lyfjaprófum séu notuð til eiturefnaskimunar á Landspítalnum og hver framleiðir þau? Hjalti Már bráðalæknir sá ekki ástæðu til að svara því. Samkvæmt meðferðarseðli bráðadeildar sem Jón Baldursson yfirlæknir við gæða- og sýkingarvarnadeild Landspítalans sendi Spencer í pósti var þvagsýnið tekið kl. 01:15, eða á að giska tveimur klukkustundum og 45 mínútum eftir að honum hafi verið byrluð efnin.

,,Ef rétt er,“ segir Spencer í kærunni, ,,að ég hafi sagt honum að mér hafi verið byrlað eitur innan við klukkustund áður en ég kom á bráðadeildina, og hann talið að eiturefnaprófið væri fyrir vikið ekki marktækt, af hverju lét hann þá ekki gera annað lyfjapróf? Ég var á sjúkrahúsinu til kl. 04:44. Ég fullyrti strax við komuna að mig grunaði að mér hafi verið byrlað eitur, og ég var með öll helstu eiturhrif ofskömmtunar á MDMA og/ eða amfetamíni. Var ekki eðlilegt að ganga úr skugga um það með ótvíræðum hætti hvort fyrra prófið hafi örugglega verið ,,falskt jákvætt”? Ekki síst í ljósi þess hversu alvarlegar afleiðingar talið er að MDMA geti valdið?“

Spurning Spencers af hverju Hjalti Már lét ekki gera annað lyfjapróf hlýtur að teljast eðlileg og réttmæt. Hjalti Már svarar henni þó ekki frekar en öðrum spurningum sem Spencer beinir til hans.

Spencer vitnar í dr. Þorkel Jóhannesson til að undirstrika hve alvarleg MDMA eitrun getur verið og í samræmi við góða læknishætti að gera aðra eiturefnaskimun ef Hjalti telur þá sem gerð var ófullnægjandi:

,,Vitað er að MDMA getur valdið sértækum skemmdum á sérótónínvirkum taugafrumum í miðtaugakerfinu í tilraunadýrum. Þetta kann að skýra rugl, geðdeyfð og kvíða sem sést hefur hjá sumum einstaklingum í vikur eftir töku MDMA, jafnvel aðeins í eitt skipti … Skaðsemi af völdum efnisins er margvísleg, s.s. alvarlegar skemmdir á lifur, hjarta, heila og nýrum. Þá getur efnið valdið heilablæðingu og hjartaáfalli. Vitað er að litlir skammtar af MDMA geta valdið bráðadauða í hjartveiku fólki og alvarlegum eitrunum eða dauða með hækkuðum líkamshita …”.6

(6) Fíknefni og forvarnir. 2001. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, bls. 70.

Í ljósi þess að MDMA getur valdið bráðadauða í hjartveiku fólki, heilablæðingu og hjartaáfalli furðar Spencer sig á því að af honum var ekki tekin nein heilsufarssaga. Bandarískur læknir spyr hvort spurt hafi verið um heilsufarssögu Spencers og mögulegir áhættuþættir úr fortíð hans kannaðir. ,,Ég minnist þess ekki að ég hafi verið spurður um neitt slíkt,“ segir Spencer. Bráðasjúkraskrá móttöku- og bráðadeildar Landspítalans sýnir að ekki var tekin nein heilsufarssaga af honum. ,,Það er mjög óvenjulegt,” fullyrðir bandaríski læknirinn. ,,Þessar upplýsingar ættu að hafa verið fengnar frá of þungum 55 ára gömlum manni með svonefnt ,,kvíðakast”, sem er með hraðslátt og mjög öra hraðöndun. Það hefði verið mjög mikilvægt til að útiloka mögulegt hjartadrep og/eða lungnablóðrek”.

Kraftaverkalæknir? Hjalti segist hafa læknað kvíðkastið á 8 mínútum

Hjalti Már læknir er þeirrar skoðunar að Spencer hafi fengið kvíðakast. Ástæða ofsakvíðans væri ótti Spencers um að eitrað hafi verið fyrir sér, árásir og álag sem fylgdi starfi hans og mikil þreyta eftir langt ferðalag til Íslands. Þetta kom fram að sögn Hjalta í samtali sem þeir áttu í einrúmi. Hjalti segist hafa bent Spencer á ,,að hann þyrfti að íhuga að breyta um áherslur í lífi sínu til að draga úr álagi“. Spencer telur þá greiningu að hann hafi fengið kvíðakast á engan hátt sannfærandi. Hann hafi aldrei fengið kvíðakast á ævinni og ætti ekki að fá það eftir velheppnaða ráðstefnu á Grand hótel. ,,Af hverju fékk ég ekki kvíðakast þegar jíhadistar með alvæpni réðust á samkomu okkar fyrir ári síðan, hófu skothríð og voru loks felldir af sérsveitarmönnum,“ spyr hann.

,,Af hverju fékk ég ekki kvíðakast þegar jíhadistar með alvæpni réðust á samkomu okkar fyrir ári síðan, hófu skothríð og voru loks felldir af sérsveitarmönnum,“ spyr Spencer.

Hjalti Már sendir alla út sem voru inn í stofu hjá sér og fer síðan að tala um streitu sem hrjái hann og hversu mikilvægt sé að hann hætti starfi sínu. ,,Hvetur mig til hætta því sem ég geri,“ segir Spencer, ,,án þess að neinar vísbendingar liggi fyrir að mér hafi nokkurn tímann þótt starf mitt neitt sérstaklega streituvaldandi.“ Þá segir Spencer að honum hafi ekki þótt flugfarið til Íslands þreytandi og fullyrti aldrei slíkt við Hjalta. ,,Ég kom til Íslands árla morguns 9. maí og hafði því nægan tíma til að hvíla mig fyrir fyrirlesturinn sem var haldinn um kvöldið 11. maí,“ segir í kærunni. Spencer telur það virðist hafa vera ásetningur Hjalta að telja sér trú um að ekki hafi verið eitrað fyrir sér og kvíðakastið væri til marks um að hann ætti að hætta að fjalla um hryðjuverk jíhadista.

Spencer innritast á bráðamóttöku Landspítalans kl. 01.01. Því er lýst í móttökuskráningu hjúkrunarfræðings að hann hafi fengið kvíðakast meðan beðið var eftir lækni. Hann er því fljótt tekinn inn á skoðunarherbergi. Klukkan 01:12 er Spencer með púlshraðann 139 slög/mín. og öndunartíðni upp á 30/mín. samkvæmt lífsmarkaskráningu hjúkrunarfræðings. Þá gerist að sögn Hjalta nokkuð sérstakt í herberginu. Við það að ræða við Spencer í átta mínútur róast hann mjög og kl. 01:20 er púlshraði hans kominn niður í 82 slög/mín. Hjalti segir um þennan undraverða bata Spencers eftir aðeins stutt spjall:

,,Ef Hr Spencer hefði verið með púls upp á 139 slög/mín við komu af völdum lyfja hefði púlsinn ekki verið kominn í 82 slög/mín átta mínútum síðar eftir spjall við undirritaðan. Það staðfestir einnig að samskipti okkar um nóttina voru vinsamleg, hann róaðist mjög eftir fyrsta viðtal við undirritaðan. Það er því alfarið rangt sem hann heldur fram í kæru sinni að ég hafi verið á einhvern hátt óvinsamlegur í viðtali við hann og er slík fullyrðing einfaldlega á skjön við lífsmörk eins og þau voru skráð eftir viðtalið (leturbr. mín).“

Í fyrri hluta kæru sinnar til Siðanefndar LÍ (dagsett 8. ágúst 2017) segir Robert Spencer að hugsanlega gætu pólitískar hvatir skýrt háttalag Hjalta Más Björnssonar læknis. Þann 29. ágúst 2017 sendi Hjalti greinargerð til siðanefndar og hafnar alfarið að hann hafi látið persónulegar stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á þá læknisþjónustu sem veitt var. ,,Á bráðamóttöku Landspítala veitir undirritaður öllum sjúklingum sömu þjónustu, óháð þjóðerni, kynferði, litarhætti, stjórnmálaskoðunum, sakaskrá, hárlit, eða nokkrum öðrum þáttum,“ segir Hjalti Már. ,,Stjórnmálaskoðanir mínar komu aldrei til tals í samskiptum okkar Hr Spencer og hann hefur því engar forsendur til að meta hverjar þær kunni að vera,“ skrifar Hjalti. Þann 12. september 2017, í síðari hluta kæru sinnar, útskýrir Spencer nánar tilgátu sína: ,,Það er rétt að við Hjalti ræddum aldrei stjórnmál. Ég var hins vegar mjög ringlaður yfir því hvers vegna hann kom svona illa fram við mig og leyndi mér mikilvægum upplýsingum. Veltu þessu mikið fyrir mér. Þegar ég var kominn heim aftur til Bandaríkjanna sendi íslenskur fésbókarnotandi skjáskot af fésbókarfærslu Hjalta til manns sem kom að skipulagningu ráðstefnunnar. Hann sendi hana áfram til mín og útskýrði hvað stæði þar. Hjalti talar þar um ,,hægri öfgahópa” og ,,íslenska rasista” o.fl. í tengslum við einhver stjórnmálasamtök á Íslandi sem ég þekki ekki, en mér skilst að hafi verið gagnrýnin á íslam. Ljóst er að ég er hvorki ,,rasisti” eða ,,hægri öfgamaður” en miðað við umfjöllun sumra íslenskra fjölmiðla um mig datt mér helst í hug að Hjalti áliti mig tilheyra þeim hópi? Því ályktaði ég að þessi framkoma hans, eða vanræksla sem ég tel vera, megi ef til vill rekja til þess (leturbr. mín).

Þann 13. nóvember 2017 sendi Hjalti Már læknir frá sér síðari hluta greinargerðar sinnar. Þar víkur hann aftur að þeirri spurningu hvort pólitísk viðhorf hafi ráðið læknisþjónustunni sem hann veitti. Hjalti horfir fram hjá skýringu Spencers og skrifar: ,,Rétt er að vekja athygli á því að Hr. Spencer leggur í einhverjum óljósum tilgangi fram persónulega facebookfærslu undirritaðs sem fjallar um rasista og pólitíska hægri öfgahópa eða fasista. Undirrituðum er ekki ljóst hvort Hr. Spencer tilheyri slíkum öfgahópi og það sé þá tilgangur framlagningarinnar að sýna fram á að undirrituðum sé í nöp við sig af þeirri ástæðu.“ Hjalti segir jafnframt: ,,Undirritaður hafði enga vitneskju um stjórnmálaskoðanir Hr. Spencers þegar honum var veitt læknisþjónusta né hef látið slíkt hafa áhrif á störf mín.“ Strax 2. maí 2017, níu dögum áður en Robert Spencer hélt fyrirlestur í Grand hótel Reykjavík, hófu íslenskir fjölmiðlar að fjalla um komu Spencers til landsins. Spencer var kynntur til sögunnar sem ,,rasisti“, ,,nasisti“, ,,fasisti“, ,,íslamófób“, ,,múslimahatari“, ,,öfgahægrimaður“, ,,leiðarljós Breiviks“, bækur hans ,,verið bannaðar víða um heim“, maður sem ,,hefur oftar en einu sinni komist í kast við lögin“, dreifir ,,fölskum fréttum og hatursáróðri“, ,,maðurinn sem varð Breivik að innblæstri“ o.fl. fullyrðingar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Fréttir af þessu tagi birtust í Kvennablaðinu, DV, Vísir, Morgunblaðinu, Eyjunni, Grapevine, Stundinni, Harmageddon X 977, fréttum Bylgjunnar og RÚV. Það má vel vera að umfjöllun fjölmiðla hafi alfarið farið fram hjá Hjalta, en fyrst Spencer telur sig mæta fjandskap af hans hálfu er ekki óeðlilegt að hann velti fyrir sér hvort útlegging fjölmiðla hafi haft eitthvað með viðmót Hjalta að gera.

Vandinn við þessa lýsingu Hjalta er að ekki eru til nein skráð gögn sem renna stoðum undir þá fullyrðingu að púls Spencers hafi lækkað niður í 82 slög á mínútu. Spencer spyr hvort Hjalti hafi tekið púlsinn sem sýndi 82 slög/mín sjálfur eða hvort hjúkrunarfræðingur hafi gert það. Hjalti svarar því ekki. Spencer segir mikilvægt að fá afrit af öllum mælingum sem gerðar voru á lífsmörkum hans meðan á dvöl hans stóð á bráðadeildinni. ,,Nauðsynlegt er að skjalfestar sannanir (með ,,log-in” skráningartíma!) verði lagðar fram um að hjartsláttur minn hafi lækkað frá 139 sl/mín til 82 sl/mín á innan við átta mínútum,“ skrifar Spencer. Þá þarf að útskýra hvernig þetta var mælt. ,,Með þreifingu? Með einhvers konar síriti sem kann einnig að hafa mælt blóðþrýsting, eða mögulega með súrefnismettunarmælir, þ.e. oxímeter festan við fingur sem les magn súrefnis í blóðinu? Almennt er mikilvægt að ég fái aðgang að öllum gögnum um mælingar á blóðþrýstingi sem gerðar voru, hvort sem það var gert handvirkt eða með sjálfvirku mælingartæki.“

Ekki er að finna í skráningarkerfi Landspítalans neinar upplýsingar um lífsmarkamælingar sem Hjalti gerði. Hvorki mælingar á púlshraða, öndunarhraða, blóðþrýstingi eða hjartalínurits (EKG). Jón Baldursson yfirlæknir innra eftirlits og gæðamála hefur staðfest að engin gögn séu að finna á bráðadeild Landspítalans um að púls Spencers hafi sýnt 82 slög/mín.

Spencer fær ekki umbeðinn gögn né svör við neinum spurninga sinna. Spencer bað Siðanefnd Læknafélags Íslands að krefja Hjalta Má lækni um frekari gögn eða afla þeirra sjálf til að upplýsa málið, en siðanefndin neitaði þeirri ósk. Ekki er að finna í skráningarkerfi Landspítalans neinar upplýsingar um lífsmarkamælingar sem Hjalti gerði. Hvorki mælingar á púlshraða, öndunarhraða, blóðþrýstingi eða hjartalínurits (EKG). Hjalti var ekki samvinnuþýður við Jón Baldursson yfirlæknir innra eftirlits og gæðamála Landspítalans þegar hann fór fram á að Hjalti léti af hendi gögn varðandi komu Spencers til spítalans. Jón hefur staðfest að engin gögn séu að finna á bráðadeild Landspítalans um að púls Spencers hafi sýnt 82 slög/mín. Þá tekur Hjalti fram í seinni hluta greinargerðar sinnar að Spencer hafi fengið afrit af öllum gögnum Landspítala um málið. Hjalti Már viðurkennir þar með að hann hafi ekkert í höndunum sem sýnir að púlshraði Spencers hafi verið kominn niður í 82 slög/mín.

Spencer gerir einnig athugasemd við þá fullyrðingu Hjalta að hann hafi róast mjög eftir samtalið þeirra. ,,Hið rétta er, eins og fólkið sem með mér kom getur vitnað um, þá var ég ekki með réttu ráði klukkustundum saman eftir komuna á spítalann. Ég bullaði á köflum tóma steypu. Óráð af þessu tagi er enn eitt einkennið sem fylgir inntöku of stórs skammts af MDMA. Ég var einnig mjög lengi að jafna mig á eitruninni og gerði það ekki að fullu fyrr en löngu eftir að ég var kominn aftur heim til Bandaríkjanna. Bæði Valdimar og Christine eru til vitnis um að ég var máttfarinn og þjakaður af geðdeyfð þegar ég yfirgaf Ísland þremur dögum síðar.“ Vitni segja að Spencer hafi verið enn með óráði eftir að Hjalti ræddi við hann einslega og fullyrðir að púlshraði Spencers hans hafi verið orðinn eðlilegur.

Spencer fær ekki umbeðinn gögn né svör við neinum spurninga sinna. Spencer bað Siðanefnd Læknafélags Íslands að krefja Hjalta Má lækni um frekari gögn eða afla þeirra sjálf til að upplýsa málið, en siðanefndin neitaði þeirri ósk.

Valdimar Jóhannesson segir t.d.: ,,Róbert var fljótlega tekinn til skoðunar og vorum við beðinn að halda okkur fyrir utan á meðan. Eftir nokkra stund var okkur leyft að fara inn til hans. Hann var mjög æstur og talaði tóma þvælu, hélt að hann væri að deyja … Þegar liðið var nokkuð á dvöl okkar á slysavarðstofunni, fór ég til Hjalta, sem ekki hafði verið í neinu sambandi við okkur, til þess að afla álits hans á ástandi Róberts. Hann tók mér afar kuldalega og sagðist ekki ræða ástands sjúklingsins nema við hann sjálfan og þar við sat. Þessi læknir býður af sér afar slæman þokka og lítill áhugi hjá mér að abbast meira upp á hann enda virtist það tilgangslaust.“

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Bráðameðferð eða lífi og heilsu Spencers stefnt í háska?

Sömu viku og Robert Spencer var á landinu birti DV frétt um að sérstaklega sterkt afbrigði af MDMA væri í umferð á Íslandi. Yfirskrift fréttarinnar er Ofursterkar e-pillur í umferð — Þrefalt sterkari en gengur og gerist – MDMA-efni sífellt að verða hreinni – Bylgja í Evrópu sem lætur á sér kræla á Íslandi. Þar kemur fram að MDMA væri flutt til landsins í duftformi eða kristöllum og pressað í töflur. Einnig að Landlæknisembættið varar við að aðeins ein e-tafla geti valdið eitrun sem leiðir til dauða. Rifjað er upp að á undanförnum árum eru dæmi um að íslensk ungmenni hafi látið lífið eftir neyslu e-taflna eða MDMA.

Vitnað er í bandarískan lækni og sérfræðing sem segir að sterkari e-töflur auki möguleikann á lífshættulegri ofskömmtun fyrir bæði reynda og óreynda neytendur. ,,Hætt er við að þeir sem hafi reynslu af vægari e-pillum eða MDMA-efnum hvers konar,“ segir í fréttinni, ,,noti sama magn af sterkara efni ef hann veit ekki að það sé helmingi öflugra.“ Þessi vanþekking kann einnig að skýra hvers vegna sumir Íslendingar efuðust um alvarleika eiturbyrlunarinnar sem Spencer varð fyrir og höfðu hana jafnvel í flimtingum í fésbókarfærslum og athugasemdakerfum netmiðla. Reynsla þeirra af inntöku MDMA og/eða amfetamíns er kannski allt önnur en það sem Spencer upplifði.

Hjalti Már Björnsson læknir segir í greinargerð sinni til Siðanefndar LÍ að einkenni Spencers hafi að mestu liðið hjá fljótlega eftir komu á deildina. Því taldi hann ekki merki um að nein hættuleg eitrun hefði orðið og engin merki væru um að Spencer væri í líkamlegri hættu. Í ljósi þessa einkennisleysis hafi hann útskrifað Spencer. Hjalti Már getur þó ekki sýnt fram á neina lífsmarkaskráningu sem staðfestir að Spencer hafi verið með ,,stöðug lífsmörk og án hættulegra einkenna þegar hann útskrifaðist frá Landspítala“.

Lífsmarkamælingar hjúkrunarfræðings skömmu eftir komu Spencers, blóðrannsókn og þvagstix fyrir lyfjaleit sýna niðurstöður sem teljast alvarlegar í læknisfræðilegu tilliti. Þau gögn eru til og Spencer hefur fengið afrit af þeim. Þegar kemur hins vegar að heilsufarsástandi Spencers er hann útskrifast — eftir að hafa verið á deildinni í 3 klst. og 43 mín. — eru engin skráð lífsmörk eða sjúkragögn, s.s. skýrslur, myndir og annað sem lýsir heilsufari sjúklings, að finna á Landspítalanum.

Þetta er afar óvenjulegt. Ekki síst ef haft er í huga að Hjalti kennir læknanemum við Háskóla Íslands notkun heilbrigðisupplýsinga í læknismeðferð og mikilvægi skráningar til að tryggja öryggi og gæði læknisþjónustu. Þá eru engin gögn að finna í skráningakerfi Landspítalans um neitt sem Hjalti gerði sem flokkast undir rannsókn eða læknisfræðilega greiningu á heilsufarsástandi Spencers.

Í kæru sinni til Siðanefndar LÍ tiltekur Robert Spencer spurningar sem bandaríski læknirinn, sem vitnað var í hér að framan, álítur nauðsynlegt að fá svör við:

 • Var einfalt hjartalínurit eða ECG tekið sem og einfaldur púlsoxímetri, og ef ekki, hvers vegna ekki? Sökum þess að Spencer, karlmaður í yfirvigt á miðjum aldri, mælist með háþrýsting og hefur einkenni eins og dofa, oföndun og kvíða telur bandaríski læknirinn mikilvægt að taka hjartalínurit (ECG) til að kanna eða útiloka kransæðisstíflu eða brátt hjartadrep.
 • Var gerð einhver magnmæling á MDMA og metýlfenídat sem fannst í lífsýni Spencer? Ef svo, hver var niðurstaðan, ef ekki, hvers vegna ekki? Ástæða er til að kanna það því vitað er að samverkun á metýlfenídat og MDMA eykur verulega líkur á eiturhrifum á hjarta- og æðakerfi.7
 • 7) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimild: ,,The combined use of methylphenidate and MDMA … potentially enhances cardiovascular and adverse effects.” Hysek CM, Simmler LD, Schillinger N, Meyer N, Schmid Y, Donzelli M, Grouzmann E, Liechti ME. Pharmacokinetic and pharmacodynamic effects of methylphenidate and MDMA administered alone or in combination. Int J Neuropsychopharmacol. 2014 Mar;17(3):371-81.

 • Vitað er að neysla áfengis samfara inntöku MDMA eykur möguleg eituráhrif MDMA. Í læknabréfi Hjalta Más og niðurstöðum blóðrannsóknar kemur fram að Spencer hafi neytt áfengis. Hefði ekki verið eðlilegt að taka aðra þvagprufu og skima nánar eftir inntöku lyfja í ljósi þess að eiturhrif MDMA magnast við neyslu áfengis?8
 • 8) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimild: ,,Alcohol can increase plasma levels of MDMA and potentiate MDMA toxicity”. Sjá einnig ,,Regarding the neurotoxic effects of MDMA in humans, the increase in MDMA plasma levels might have clinical significance taking into account that these substances are commonly coadministered.” Hernández-López C, Farré M, Roset PN, Menoyo E, Pizarro N, Ortuño J, Torrens M, Camí J, de La Torre R. 3,4-Methylenedioxymethamphetamine (ecstasy) and alcohol interactions in humans: psychomotor performance, subjective effects, and pharmacokinetics. J Pharmacol Exp Ther. 2002 Jan;300(1):236-44.

 • Hvers vegna var Spencer ekki upplýstur um að natríumskortur (hypnótremía) er þekkt eiturverkun MDMA, og ef natríumskorturinn hefði versnað gæti hann haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel valdið bráðadauða?9
 • Hjalti lætur ekki framkvæma neinar af þeim rannsóknum sem bandaríski læknirinn telur eðlilegt að gerðar hafi verið og þykir viðtekin venja á sjúkrahúsum á Vesturlöndum í sambærilegum tilvikum.

  9) Í kærunni til siðanefndar vísar Spencer í eftirfarandi heimild: Kalant H. The pharmacology and toxicology of „ecstasy“ (MDMA) and related drugs. CMAJ. 2001 Oct 2;165(7):917-28. Review: ,,This vogue among teenagers and young adults, together with the widespread belief that „ecstasy“ is a safe drug, has led to a thriving illicit traffic in it. But these drugs also have serious toxic effects, both acute and chronic, that resemble those previously seen with other amphetamines and are caused by an excess of the same sympathomimetic actions for which the drugs are valued by the users. Neurotoxicity to the serotonergic system in the brain can also cause permanent physical and psychiatric problems. A detailed review of the literature has revealed over 87 „ecstasy“-related fatalities, caused by hyperpyrexia, rhabdomyolysis, intravascular coagulopathy, hepatic necrosis, cardiac arrhythmias, cerebrovascular accidents, and drug-related accidents or suicide. The toxic or even fatal dose range overlaps the range of recreational dosage.”

 • Eru tiltækar í færslum bráðadeildar Landspítala hlutlægar, tímaskráðar lífsmarkamælingar sem sýna að púlshraði Roberst Spencers hafi lækkað frá 139 slög/mín til 82 slög/mín á innan við átta mínútum? Bandaríski læknirinn segir mikilvægt er að fá aðgang að öllum gögnum um mælingar á blóðþrýstingi sem gerðar voru, hvort sem það var gert handvirkt eða með sjálfvirku mælingartæki.
 • Var sjúklingurinn spurður um heilsufarssögu sína og mögulegir áhættuþættir úr fortíð hans kannaðir? Nauðsynlegt er að slíkar upplýsingar liggi fyrir svo að hægt sé að útiloka mögulegt hjartadrep og/eða lungnablóð.
 • Hvers vegna dregur Hjalti í efa niðurstöður hlutlægar greiningar á þvagi sem finnur metýlfenídet og MDMA í þvagprufunni, á sama tíma og skráð lífsmörk Roberts Spencers sýna hraðslátt, oföndun og natríum í sermi upp á 126? Sérstaklega vegna þess MDMA skýrir óviðeigandi seytingu aldósteróns sem er eitt sjúkdómseinkenna Spencers.

Hjalti Már svaraði engum spurninganna sem bandaríski læknirinn beinir til hans og lætur ekki framkvæma neinar af þeim rannsóknum sem hann telur eðlilegt að gerðar hafi verið og þykir viðtekin venja á sjúkrahúsum á Vesturlöndum í sambærilegum tilvikum.

Fékk Spencer upplýsingar um að MDMA hafi fundist við lyfjaleit?

Í síðustu greinargerð Hjalta Más Björnssonar bráðalæknis fullyrðir hann að Robert Spencer hafi leitað til lögreglunnar til að fá úr því skorið hvort hann hafi sjálfur innbyrt amfetamín og MDMA eða verið byrluð þau. ,,Það er hlutverk lögreglu að skera úr um hvort Hr. Spencer hafi sjálfur innbyrt efnin eða verið byrluð þau og leitaði Hr. Spencer sannarlega til lögreglunnar til að fá nánara mat á því,“ skrifar Hjalti. Báðir höfðu þeir skilað inn tveimur greinargerðum, og vildi Spencer fá tækifæri til að svara þessari nýju og óvæntu ásökun Hjalta. Spencers sagðist ekki geta setið undir brigslum um að lögreglan hafi verið fengin til að leggja mat á það hvort hann sjálfur hafi tekið inn umrædd vímuefni. Vildi fá að svara því með formlegum hætti. Siðanefnd LÍ hafnaði þeirri málaleitan á þeim forsendum að ,,Siðanefnd telur að sjónarmið aðila liggi fyrir í málinu“ og ítrekar ,,að ekki er óskað eftir umsögnum eða athugasemdum frá málsaðilum sjálfum“.

Spencer nær þó að svara dylgjum Hjalta þegar hann sendi siðanefnd vottaðar yfirlýsingar, tölvupósta frá sjónarvottum, lögreglu og starfsmanni Landspítala Íslands. Þar vitnar Spencer í tölvupóst frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem sýnir að aðdróttun Hjalta er tilhæfulaus. Í tölvupósti Gríms Grímssonar frá 10. ágúst 2017 kemur fram að rannsókn málsins væri lokið og málinu hafi verið vísað til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Verklagsreglur rannsóknarlögreglu kveða á um að vísa aldrei máli til ákærusviðs án þess að hún telji tilefni til ákæru. Það þýðir að rannsóknarlögreglan telji málið upplýst en ákærusvið lögreglu metur síðan hvort meiri líkur séu en minni á sakfellingu. Ef sönnunargögn þykja ekki nægileg til sakfellingar gefur ákærusvið ekki út ákæru. Eins og raunin varð í eiturbyrlunarmáli Roberts Spencers. Hvaðan hugmynd Hjalta Más er komin að Spencer hafi sjálfur tekið inn vímuefnin er mönnum mikil ráðgáta.

Spencer segir að Hjalti Már hafi, allan þann tíma sem hann dvaldi á bráðadeildinni, aldrei minnst á að MDMA hafi greinst í þvagsýni hans. ,,Ég uppgötvaði það ekki fyrr en ég hafði yfirgefið Landspítalann, var kominn aftur á hótelherbergi mitt og skoðaði læknaskýrsluna,“ segir í kærunni. Hjalti Már segir fráleitt af hans hálfu að leyna Spencer upplýsingum um að MDMA hefði fundist í þvagprufunni en síðan tiltaka það í skriflegu læknabréfi sem hann lét afhenda honum. ,,Læknabréfið einfaldlega sýnir fram á rangindi fullyrðinga Hr. Spencers. Enn þyngist þar með sönnunarbyrði Hr. Spencers,“ segir Hjalti Már í svari sínu.

Spencer segir vissulega skrýtið að Hjalti hafi leynt honum þessum upplýsingum og síðan sett þær í læknabréfið. Hann geti aðeins getið sér til um að Hjalti hafi vonast til að hann læsi ekki skýrsluna eða vissi ekki hvað MDMA væri. Hjalti hafi ekki komist hjá því að hafa þessar upplýsingar í læknabréfinu því niðurstaða þvagstix fyrir lyfjaleit eru ótvíræð segir Spencer. Hún komi fram á meðferðarseðli Landspítalans sem Anna Chemysh hjúkrunarfræðingur undirritar. Spencer segir ef satt væri að Hjalti hafi upplýst sig um að MDMA og/eða amfetamín hafi fundist í þvagsýninu hefði hann auðvitað sagt föruneyti sínu frá því. ,,Bæði hefði ég greint frá því meðan við vorum á spítalanum og rætt um það á leiðinni af spítalanum á hótelið mitt,“ segir Spencer.

,,Valdimar, eins Christine Williams og Pat Fisco, geta staðfest að í bílnum á leiðinni frá bráðadeild Landspítalans til hótelsins ræddi ég aldrei að MDMA og amfetamín hafi fundist í þvagprufunni sem ég gaf,“ skrifar Spencer. ,,Eitthvað sem ég hefði vissulega greint frá, því það staðfestir grun minn um að mér hafi verið byrluð ólyfjan. Enginn af þeim frétti af því fyrr en síðar, eftir að ég hafði rekist á það í læknaskýrslunni á hótelinu“.

Valdimar Jóhannesson og Christine Williams segja í vitnisburði sínum til Siðanefndar LÍ að það hafi ekki komið til tals fyrr en daginn eftir. Valdimar segir t.d. í yfirlýsingu sinni:

,,Læknirinn Hjalti sem var afar kuldalegur í viðmóti vildi ekki ræða við mig um ástand [Roberts Spencers]. Hann var beinlínis fjandsamlegur og leit raunar út sem hann gengi ekki heill til skógar, úfinn, alskeggjaður og ósnyrtilegur. Hann gaf ekkert út á að [Spencer] hefði fengið eitur og útskrifaði hann snemma morguns. Engin orð voru um að eiturefni hefðu fundist í þvagsýni þegar við keyrðum til baka á hótelið. Það vakti furðu allra daginn eftir þegar fram kom á útprentaðri skýrslu að þessi efni alsæla og amfetamín hafi verið í þvagsýninu.“

Hann gaf ekkert út á að [Spencer] hefði fengið eitur og útskrifaði hann snemma morguns. Engin orð voru um að eiturefni hefðu fundist í þvagsýni þegar við keyrðum til baka á hótelið. Það vakti furðu allra daginn eftir þegar fram kom á útprentaðri skýrslu að þessi efni alsæla og amfetamín hafi verið í þvagsýninu.

William Christine segir m.a. í yfirlýsingu sinni:

,,Á leið til hótelsins nefndi Spencer aldrei að læknirinn hefði fundið neina vísbendingu um eitrun í sýnunum. Ég fann svo til með honum, hann virtist vera mjög niðurdreginn. Hann fullyrti að honum hlyti að hafa verið gefið eitthvað, en þegar hann fer á spítalann segir læknirinn honum að hann geti ekki fundið neitt. Þegar við vorum komin á hótelið kvartaði Spencer yfir verki í brjósti, að hann ætti erfitt með öndun, gæti ekki slakað á og hvílt sig … Robert fann seinna meir læknaskýrsluna og sér þá að hann hafði innbyrt blöndu af amfetamíni og alsælu. Ég spurði Robert aftur hvort læknirinn hefði minnst á alsælu við hann. Nei sagði hann. Einkenni Spencers, eins og verkur fyrir brjósti, öndunarerfiðleikar og ógleði, héldu áfram uns við yfirgáfum Ísland, þótt einkennin hafi minnkað verulega með tímanum. Síðar fundum við út að kvíðakastið sem hann fékk var fylgifiskur alsælunnar.“

,,Ég vissi ekki hvað MDMA var, notaði því Google til að komast að því, og þegar mér varð ljóst að um ,,alsælu“ var að ræða, fór ég fyrst að skilja hvað hafði gerst. Kvíðakast er í raun og veru eitt af einkennum af of stórum skammti af MDMA. Vitandi það dró verulega úr undrun minni á þessu snögga áfalli sem ég varð fyrir,“ segir Spencer í kærunni. ,,Hvort MDMA og amfetamín hafi mælist í þvagi Hr Spencers vegna byrlunar, inntöku Hr. Spencers sjálfs eða að þvagpróf hafi verið falskt jákvæð skiptir ekki máli í læknisfræðilegu tilliti,“ fullyrðir Hjalti Már. ,,Það sem skipti máli,“ bætir hann við, ,,var að hann var með stöðug lífsmörk og án hættulegra einkenna þegar hann útskrifaðist frá Landspítala“.

Spencer segist hafa leitað til Landspítalans eftir læknismeðferð og læknisfræðilegri athugun en ekki ,,skoðun“ eða ,,áliti“ litað af persónulegu mati án undirstöðu í skráðum, hlutlægum læknisfræðilegum mælingum.

Hjalti Már segir jafnframt í greinargerð sinni að Spencer hafi beðið um ,,álit“ sitt hvort hann hefði orðið fyrir hættulegri eitrun. Hann segist vera læknir en ekki lögeglumaður og hafi myndað sér þá ,,skoðun“ að ekki væri um hættuleg einkenni að ræða. ,,Virðist það hafa verið rétt mat,“ skrifar Hjalti, ,,því Hr. Spencer hefur hvergi getið um skaðleg eftirköst þessa atburðar.“ Hjalti ítrekar að einkenni Spencers hafi stafað af kvíðakasti. ,,Hr. Spencer hefur fullan rétt til að vera ósammála því áliti,“ segir Hjalti, ,,en það breytir engu um mitt álit og það blasir við hversu fullkomlega órökrétt það er að krefjast nú refsingar undirritaðs fyrir að veita sitt álit.“

Spencer svarar því til að hann hafi leitað til Landspítalans eftir læknismeðferð og læknisfræðilegri athugun á heilsufari sínu en ekki ,,skoðun“ eða ,,áliti“ litað af persónulegu mati án undirstöðu í skráðum, hlutlægum læknisfræðilegum mælingum. Sjúkrahúsið er búið fullkomnustu rannsóknar- og lækningatækjum og örugglega starfsmaður þar sem sér um að skrá og geyma sjúkraskýrslur og önnur gögn um sjúklinga á heilbrigðisstofnuninni. ,,Ef rétt er að ég hafi útskrifast með stöðug lífsmörk og án hættulegra einkenna af hverju eru ekki til nein gögn um það á spítalanum,“ spyr Spencer.

Siðanefnd Læknafélags Íslands talin frá vinstri til hægri; Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari og formaður nefndarinnar, Hilma Hólm hjartalæknir, Nanna Briem geðlæknir og ákærði Hjalti Már Björnsson læknir á bráðadeild Landspítala. Siðanefnd LÍ tók ekki nema hluta kærunnar til meðferðar og vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum.

Úrskurður Siðanefndar LÍ í siðanefndarmáli nr. 2/2017

Siðanefnd Læknafélags Íslands (LÍ), Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, formaður, og læknarnir Hilma Hólm og Nanna Briem, vísuðu málinu frá með hliðsjón af 31. gr. laga LÍ. Þar segir um sönnun: ,,Nefndin tekur afstöðu til sönnunargildis framkominna yfirlýsinga og gagna, sem þýðingu hafa fyrir úrslit máls. Ef í máli eru sönnunaratriði, sem örðugt er að leysa úr undir rekstri málsins, eða mál er að öðru leyti ekki nægilega upplýst, getur nefndin vísað máli frá. Ef í máli er ágreiningur, sem ekki fellur undir valdsvið nefndarinnar, vísar hún málinu frá.“

Kæru Roberts Spencers á hendur Hjalta Má Björnssyni lækni vegna ætlaðra brota á siðareglum LÍ og andmælum Hjalta við kærunni má skipta í þrjá hluta:

 1. Fyrri hluti kæru Roberts Spencers, dagsett 8. ágúst 2017, og fyrri hluti greinargerðar Hjalta Más Björnssonar læknis, þar sem hann andmælir kærunni, dagsett 29. ágúst 2017.
 2. Síðari hluti kæru Spencers, dagsett 12. september 2017, þar sem farið er nánar út í forsendur kærunnar. Lýst er athugasemdum tveggja lækna við læknismeðferð Hjalta Más og spurningum sömu lækna sem Spencer telur nauðsynlegt að fá svör við. Síðari hluti greinargerðar Hjalta Más, dagsett 13. nóvember 2017, þar sem hann ítrekar fyrri andmæli við kæru Spencers, segir staðhæfingar Spencers ósannaðar. Hjalti svarar engum spurninganna sem beint eru til hans í seinni hluta kæru Spencers, en kynnir til sögunnar þá tilgátu að Spencer hafi leitað til lögreglunnar til að fá úr því skorið hvort hann hafi sjálfur innbyrt efnin eða verið byrluð þau. Þá fullyrðir Hjalti að Spencer ,,hafi augljóslega fengið afrit af öllum gögnum Landspítala um málið eins og hann sannarlega hefur rétt á“. Segist Hjalti ekki hafa neinu við það að bæta.
 3. Gögnin sem Spencer fékk frá Landspítalanum, en ekki síst hvaða gögn voru ekki tiltæk, t.d. hvort púlshraði Spencers hafi verið kominn niður í 82 slög/mín kl. 01.20. Fordómafull fésbókarfærsla Hjalta Más um Íslendinga sem hafa efasemdir um íslam, vitnisburður Valdimars Jóhannessonar og Christine Williams um heimsókn þeirra á bráðadeild Landspítalans, hvernig þeim þótti samskipti kærða við kæranda og upplifun þeirra á ástandi Spencers eftir að Hjalti staðhæfir að hann hafi verið ,,einkennislaus“ og með ,,stöðug lífsmörk“. Einnig tölvupóstar frá Jóni Baldurssyni yfirlækni og Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir afhendir engin gögn fullyrðingum sínum til staðfestingar.

Siðanefnd LÍ tók ekki nema hluta kærunnar til meðferðar og vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hún tekur ekki tillit til athugasemda og spurninga læknanna sem Spencer vitnar í, né því sem sjónarvottar hafa um málið að segja.

Siðanefndin kýs að fjalla eingöngu um fyrri hluta kærunnar, þ.e. atriði nr. 1. hér að ofan. Hún tekur ekki tillit til athugasemda og spurninga læknanna sem Spencer vitnar í, né því sem sjónarvottar hafa um málið að segja. Siðanefndin segir í úrskurði sínum: ,,Málsaðilum var hvorum um sig gefinn kostur á að gæta andmæla og bárust þau 12. september og 13. nóvember sl. Ekki þykir ástæða til að rekja þau hér. Þá var málsaðilum gefinn kostur á að ljúka gagnaöflun og leggja fram sýnileg sönnunargögn og frestur veittur til 1. des. sl.“ Erfitt er að skilja hvers vegna Siðanefnd LÍ þykir ekki ástæða til að rekja meginmál kærunnar eða átelja Hjalta Má fyrir að leggja ekki fram nein ,,sýnileg sönnunargögn“ máli sínu til sönnunar.

Robert Spencer byggir á því að Hjalti hafi brotið gegn 1., 6., 9., og 15. gr. siðareglna LÍ.

1. gr.: Læknir skal rækja starf sitt af vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi áhrifa.

Spencer heldur því fram að Hjalti Már hafi sýnt sér óvild og að pólitískar hvatir gætu hugsanlega skýrt háttalag hans. Siðanefnd staðhæfir að ekki séu vitni af samskiptum Hjalta Más og Spencers. Því stendur orð gegn orði. ,,Kæranda ber því að sanna það að kærði hafi verið óvinsamlegur í hans garð. Sú sönnun hefur að mati Siðanefndar ekki tekist,“ segir í úrskurðinum. Rétt er að engin vitni eru að tveggja manna tali málsaðila, samtali sem Hjalti átti frumkvæði að, eftir að hann vísað fylgdarliði Spencers fram á gang. Christine Williams og Valdimar Jóhannesson eru hins vegar vitni að samskiptum þeirra að öðru leyti og ber saman um að Hjalti hafi verið óvinsamlegur í garð Spencers. Siðanefndin horfir fram hjá þeim vitnisburði. Siðanefnd horfir einnig fram hjá fésbókafærslu Hjalta Más sem hann segir fjalla um ,,rasista og pólitíska hægri öfgahópa eða fasista“.

9. gr.: Læknir skýrir sjúklingi frá sjúkdómi hans, ástandi hans og horfum, nema sjúklingur óski þess sérstaklega að fá ekki þessar upplýsingar. Læknir má gefa aðstandendum sjúklings, að svo miklu leyti sem þagnarskylda hans leyfir, þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur, sem læknir telur nauðsynlegar.

Spencer segir að Hjalti hafi ekki tjáð honum þá staðreynd að MDMA hafi greinst í þvagi hans. Að mati siðanefndar hefur Spencer ekki tekist að sanna þessa fullyrðingu sína. ,,Þannig er ekkert,“ segir í úrskurðinum, ,,sem bendir til þess að kærði hafi verið að halda frá upplýsingum frá kæranda“. Enn kýs nefndin að horfa fram hjá framkomnum vitnisburði. Samkvæmt 31. gr. laga LÍ ber siðanefnd að taka afstöðu til sönnunargildis framkominna yfirlýsinga sem þýðingu hafa fyrir úrslit máls. Nefndin nefnir ekki yfirlýsingar Christine Williams og Valdimars Jóhannessonar um þetta atriði í úrskurði sínum né tekur hún afstöðu til sönnunargildis þeirra.

15. gr.: Læknir skal vera óvilhallur í vottorðagjöf. Í vottorði komi fram, hvert er tilefni þess og tilgangur og í því hlýðir að staðfesta það eitt, er máli skiptir hverju sinni og aðeins það, sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um.

Málinu er vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Í 30. gr. laga Læknafélags Íslands um starf siðanefndar segir: ,,Nefndin getur krafið aðila um frekari gögn eða aflað þeirra.” Af hverju kaus siðanefndin ekki að afla gagna í málinu eins og Spencer bað um? Ekki síst í ljósi þess að Hjalti Már Björnsson læknir er ekki samvinnuþýður og víkur sér undan því að svara eðlilegum spurningum.

Spencer er ósáttur við sjúkdómsgreiningu Hjalta Más og telur að læknabréfið sem Hjalti undirritar sé villandi miðað við efnagreininguna á sýnunum sem hann veitti. Hjalti notar natríumskort sem aðalgreiningu, þegar natríumskortur ætti í reynd að vera hliðargreining. Siðanefnd segir í úrskurði sínum að siðareglur LÍ gera ekki ráð fyrir því að nefndin endurskoði hvort sjúkdómsgreining lækna sé rétt eða röng. ,,Ágreiningur þessi fellur ekki undir valdsvið Siðanefndar,“ segir í úrskurðinum. Þá tekur siðanefnd fram: ,,Í málinu liggur ekkert vottorð fyrir frá kærða. Hins vegar liggur fyrir læknabréf hans sem er ekki vottorð.“ Aðspurð upplýsti siðanefndin að ágreiningur um sjúkdómsgreiningu falli undir valdsvið Landlæknis. Því má gera ráð fyrir að landlæknisembættið verði falið að úrskurða um hvort Hjalti Már hafi ,,staðfest það eitt, er máli skiptir hverju sinni og aðeins það, sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um“.

Málinu er vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Í 30. gr. laga Læknafélags Íslands um starf siðanefndar segir: ,,Nefndin getur krafið aðila um frekari gögn eða aflað þeirra.” Af hverju kaus siðanefndin ekki að afla gagna í málinu? Ekki síst í ljósi þess að Hjalti Már Björnsson læknir er ekki samvinnuþýður og víkur sér undan því að svara eðlilegum spurningum, eins og t.d.:

Af hverju lét hann ekki taka annað lyfjapróf, fyrst hann taldi það sem fyrir lá sýna mæliskekkju? Hvaða tegund af lyfjaprófum eru notuð til eiturefnaskimunar á Landspítala og hver framleiðir þau? Hvaða gögn eru tiltæk sem sýna að púlsinn hjá Spencer hafi farið niður í 82 slög/mín á 8 mínútum eftir stutt spjall við Hjalta? Hver tók þann púls? Með hvaða hætti var púlsinn tekinn? Hvernig stendur á því að vitni segja að Spencer hafi verið enn með óráði eftir að Hjalti ræddi við hann og púlsinn var orðinn eðlilegur að sögn Hjalta? Hvaða gögn eru tiltæk sem sýna að Spencer var með stöðug lífsmörk og án hættulegra einkenna þegar hann útskrifaðist frá Landspítala? Hvað hefur Hjalti fyrir sér í því að Spencer hafi leitað til lögreglunnar til að fá úr því skorið hvort eitrað hafi verið fyrir honum eða Spencer sjálfur, að eigin frumkvæði, tekið inn MDMA? Hvers vegna svarar Hjalti Már engum spurningum sem bandarískur læknir beinir til hans um læknismeðferðina?

Athyglisvert er að í úrskurði sínum úrskurðar Siðanefnd LÍ ekki um hvort Hjalti Már Björnsson læknir hafi gerst brotlegur gegn 6. gr. siðareglna Læknafélags Íslands.

6. gr. hljómar þannig:

6. gr.: Læknir skal við rannsóknir, ráðleggingar og meðferð byggja á fræðilegum niðurstöðum og/eða viðurkenndri reynslu.

Úrskurður um hvort háttsemi læknis brjóti gegn 6. gr. siðareglna LÍ fellur undir valdsvið siðanefndar og því hugsanlegt að vísa þurfi kærunni aftur til Siðanefndar LÍ.

Gögn siðanefndarmáls nr. 2/2017.

1. Kæra Roberts Spencers á hendur Hjalta Má Björnssyni — Fyrri hluti – 8. ágúst 2017

2. Andmæli Hjalta Más Björnssonar við kæru Roberts Spencers — Fyrri hluti – 29. ágúst 2017

3. Kæra Roberts Spencers á hendur Hjalta Má Björnssyni — Seinni huti – 12. september 2017

4. Viðauki vid seinni hluta kæru Roberts Spencers á hendur Hjalta Má Björnssyni – 12. september 2017

5. Gögn Landspítala um komu Roberts Spencers til bráðadeildar – 12. september 2017

6. Andmæli Hjalta Más Björnssonar við kæru Roberts Spencers — Seinni hluti – 13. nóvember 2017

7. Vottaðar yfirlýsingar um samskipta Hjalta Más Björnssonar og Roberts Spencers – 1. desember 2017

8. Úrskurður Siðanefndar LÍ í siðanefndarmáli nr. 2/2017 – 12. desember 2017

Höfundur
Sigurfreyr Jónasson

Höfundur er forritari og margmiðlunarfræðingur.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Vakur — Samtök um evrópska menningu hefur enga fasta tekjustofna. Vakur fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Vakurs er sjálfboðastarf. Vakur rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu. Allt söfnunarfé rennur óskipt til að greiða kostnað af starfsemi Vakurs. Sýndu samhug þinn í verki! Stórar eða litlar upphæðir, skiptir ekki höfuðmáli. Safnast þegar saman kemur.

ATHUGASEMDIR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.