Harmageddon ræðir við Óskar Stein Ómarsson ritara Samfylkingarinnar um komu Roberts Spencer til landsins og meintan ,,hatursboðskap“ hans um múslima.

Óskar ríður ekki feitum hesti frá þessu viðtali. Svo virðist sem annar umsjónarmanna Harmageddons — Frosti Logason — hafi verið sæmilega vel að sér um umræðuefnið, t.d. horft á nokkur myndbönd með Spencer áður en hann fékk Óskar Stein í viðtal til sín.

Ekki verður farið nánar út í ýmsar rangfærslur og ósannandi sem Óskar Steinn ber á borð í þessu viðtali. Flest af því sem ritari Samfylkingarinnar nefnir í þessu útvarpsviðtali hafði áður komið fram í grein sem hann birti 2. maí s.l. undir yfirskriftinni ,,Bannað að koma til Bretlands — væntanlegur til Íslands í maí“.

Nægir þess vegna að benda á ítarlega umföllun Vakurs um grein Óskar Steins Ómarssonar hér.