Dr. Ólafur Ísleifsson segist ekki hafa orðið var við neina ,,hatursorðræðu“ á ráðstefnu Vakurs þar sem Christine Williams og Robert Spencer fluttu erindi. Um 500 manns mættu á ráðstefnuna og Ólafur segir að góð mæting feli í sér þau skilaboð að fólk láti ekki kúga sig til þess að hætta að tjá sig.

Lítill hópur manna mætti einnig til þess að mótmæla því að fyrirlestranir færu fram en Ólafur segir að mótmælin hafi lítil áhrif haft á þá sem sóttu fyrirlesturinn.

,,Menn skulu átta sig á því að þetta er Ísland,“ segir Ólafur, ,,þetta er land frjáls borins fólks og þetta er land þar sem fólk lætur ekki bjóða sér að það sé ákveðið fyrir það hvernig það hugsar, hvernig það talar eða hverjir fá að taka til máls og hverjir ekki, og þessi mikla fundarsókn felur einnig þessi skilaboð í sér“.

Sjá nánar Segir góða mætingu á fyrirlestur Robert Spencer sýna fram á að fólk láti ekki kúga sig.