Robert Spencer, sérfræðingur í íslömskum fræðum og umsjónarmaður vefsíðunnar Jihad Watch, og Christine Williams rithöfundur, sem starfar hjá kanadískri rík­is­stofn­un sem berst gegn kynþátta­for­dóm­um, voru með framsöguerindi á ráðstefnu Vakurs – Samtaka um evrópska menningu í Grand hótel Reykjavík, 11. maí síðast liðinn.

Samkvæmt frétt Mbl.is sóttu 500 manns fundinn, sem hlýtur að teljast óvenjugóð mæting í ljósi ófrægingarherferðar fjölmiðla í aðdraganda fundarins, og lítt dulbúinna hótana á fésbókinni um að ,,vel verður tekið á móti Robert Spencer“ og þeim ,,nasistum“ og ,,nýrasistum“ sem mæta á fyrirlesturinn.

Mótmælendur hrópuðu að gest­um ókvæðisorðum og ein­hverj­ir þeirra voru ógn­andi. Einn mótmælandinn hljóp t.d. að einum skipuleggjanda fundarins og öskraði framan í hann: ,,Ég á eftir að drepa þig!“

Það eina sem þótti skyggja á fundinn var framkoma mótmælenda fyrir utan Grand hótel. Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78 – félags hinsegin fólks á Íslandi stóðu fyrir mótmælunum.

Mótmælendur vörnuðu fólki inngöngu á fundinn

Sema Erla hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að um 50 manns hafi mætt á mótmælin. Hið rétta er að 59 manns söguðst ætla að mæta á mótmælin á fésbókarsíðu viðburðarins, en þegar til kastanna kom mættu á að giska 20 manns. Þetta er henni fullkunnugt um, eins og öðrum sem þar voru. Ekki þarf annað en að skoða ljósmyndir af mótmælunum til að ganga úr skugga um það.

Fámennið kom þó ekki í veg fyrir að mótmælendur urðu til vandræða. Í upphafi mótmælanna vörnuðu mótmælendur fólki inn­göngu á fund­inn, hrópuðu að gest­um ókvæðisorðum og ein­hverj­ir þeirra voru ógn­andi. Einn mótmælandinn hljóp t.d. að einum skipuleggjanda fundarins og öskraði framan í hann: ,,Ég á eftir að drepa þig!“

Örygg­is­verðir voru við inn­gang­inn til þess að halda mót­mæl­end­um frá fund­ar­mönn­um. Þrátt fyrir það þurfti að hringja í lögregluna til að hjálpa öryggisvörðum Vakurs að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að hindra fólki inngöngu á ráðstefnuna. Eftir að lögreglan mætti á svæðið færðist ró yfir mannskapinn.

Fund­ur­inn sjálfur fór aftur á móti mjög prúðmann­lega fram. Marg­ir fengu að tala og flest­ir virtu reglur sem gilda um svona fundi, lögðu fram mál­efna­leg­ar og kurt­eis­ar spurn­ing­ar.

Myndir frá mótmælunum

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.