Bjarni Randver Sigurvinsson stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands á ráðstefnu Al-Risalah-samtakanna í Svíþjóð, nóvember 2014. Al-Risalah-samtökin reka Stofnun múslima á Íslandi sem er söfnuður salafista (wahabisma). Al-Risalah-samtökin hafa notið fjárhagsstuðnings frá öðrum sádískum félagasamtökum, Al-Haramain, en sá félagsskapur er á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök.

Gestapenni

Þessi grein eftir Christine Douglass-Williams birtist upphaflega í Morgunblaðinu 23. maí 2017.

Varnaðarorð til Íslendinga

Þið eruð í vanda. Þið eruð of fá í stóru landi til að hafa það opið, eins og hingað til, fyrir íslamskri yfirburðahyggju. Góðvild ykkar við að taka á móti innflytjendum blekkir ykkur, en þið verðið að átta ykkur á hvernig veröldin er. Talsmenn íslamskrar yfirburðahyggju munu vera ykkur stimamjúkir og láta sem þeir unni ykkur, en þeir blekkja, til þess að ná ykkur á sitt vald. Þeir leitast vísvitandi við að vekja hjá ykkur sektarkennd þegar þið dragið í efa réttmæti illvirkja í nafni trúar þeirra víða um heim, í stað þess að bæta fyrir þau og horfast í augu við nútímann.

Íslendingar, þið hafið líkt og aðrir Vesturlandabúar hneigst til að bjóða minnihlutahópa velkomna og komið á stjórnskipun þar sem lýst er yfir jafnræði allra fyrir lögum. Ég er að uppruna jafnt Skoti, þeldökk, kínversk og indversk, og upplifði engann kulda á Íslandi nema af gnauði vindsins.

Þið hafið nú þegar mosku í smáríki ykkar, sem kostuð er af Sádi-Arabíu, land sem styður wahabisma – villimannlegt hugmyndakerfi sem tekur undir karllæga, múslimska yfirburðahyggju og mannrétindabrot samkvæmt sharíalögum.

Íslendingar, farið varlega. Ráðskast er með ykkur. Berjist fyrir frelsi ykkar, takið vel þeim sem bjóða börnum ykkar farsæla framtíð og leyfið ekki íslamskri yfirburðahyggju, ágjörnum stjórnmálamönnum og stýrðum fjölmiðlum að eyðileggja verk forfeðra ykkar og það góða sem þau hafa leitt til.

Til stendur að byggja aðra mosku í höfðuðstað ykkar, Reykjavík. Ykkur er sagt að sharía sé skaðlaus, en sharía er lagalegt guðræðiskerfi sem kveður m.a. á um að fólk sem gengur af trúnni, samkynhneigðir og guðlastarar skuli líflátnir. Að konur séu körlum óæðri, og að konur skuli hylja sig að fullu samkvæmt Kóraninum (24:31 og 33:59).

Íslamismi er forskrift fyrir íslam í heild. Engin lög eru æðri íslömskum lögum. Samkvæmt þeim eru landvinningar skylda og krafa.

Allt frá falli Ósmannaveldisins hafa leiðtogar íslams leitast við að endurheimta fyrri dýrðardaga, íslömsk yfirráð og drottnunarvald.

En hvað getið þið þá gert? Til að byrja með, þá getið þið hafnað tilhæfulausum ásökunum um „íslamsfóbíu“. Aðrir minnihlutahópar hafa ekki uppi ásakanir gegn ykkur, nema þeir séu gegnsýrðir af íslömskum áróðri.

Enginn annar hópur leitast við að brjóta aðra undir sig eða gerir sig sekan um grimmileg mannréttindabrot um heim allan, og hrópar um leið að hann sé fórnarlamb „nýlendustefnu“ og „heimsvaldastefnu“.

Þið og aðrar vestrænar þjóðir verðið að rísa upp og verja stjórnskipun ykkar. Frelsisréttindi voru goldin dýru verði.

Þegar þið heimilið múslimum að taka þátt í umræðufundum, gangið fyrst úr skugga um að þeir séu múslimar af því tagi sem taka vel spurningum, fjölhyggju og fjölbreytni, og sem skilja að braut fjölmenningar liggur í báðar áttir. Þeir verða að hafna sharíalögum í öllum þeirra myndum.

Ayaan Hirsi Ali rithöfundur segir um bók Christine Douglass-Williams The Challenge of Modernizing Islam: Reformers Speak Out and the Obstacles They Face:

This well-written book should not be ignored. With elegance and determination, Christine Douglass-Williams documents a variety of Muslim reformers, of a wide range of backgrounds and persuasions. These courageous men and women should be as well-known as human rights dissidents Solzhenitsyn, Sakharov, and Havel were during the Cold War. Through a series of probing interviews and careful reflection, Douglass-Williams draws out the nature of reformers’ inner struggles and ideals, contrasting them with the beliefs of Islamist’s. This book is highly recommended for those wishing to learn more about Muslim reformers, and it is a must-read for US policymakers who wish to understand the challenge of Islamism in America and the world today.

― Ayaan Hirsi Ali, research fellow at the Hoover Institution at Stanford University and Founder of the AHA Foundation

Á öllum tímum voru múslimar sem vildu lifa í samræmi við sinn eigin tíma, en voru myrtir fyrir að ganga af trúnni. Þeir skildu að vefengja varð óumbreytileika kennisetninganna og þrúgun hinna afluktu opinberu sjónarmiða, jafnt sem ulema (ráðandi öfl innan íslam) og alla stríðsmenn íslamsks einræðis.

Stjórnmálamenn ykkar og fjölmiðlar búa við ótta. Margir hafa ásakað Robert Spencer, saklausan mann, um hatur, og byggja á orðum og gerðum illmennisins Anders Breivik.

Hvers konar undarlegt hugarfar hefur sá sem einfaldlega fylgir orðum nýnasitísks morðingja að óathuguðu máli?

Íslendingar, farið varlega. Ráðskast er með ykkur. Berjist fyrir frelsi ykkar, takið vel þeim sem bjóða börnum ykkar farsæla framtíð og leyfið ekki íslamskri yfirburðahyggju, ágjörnum stjórnmálamönnum og stýrðum fjölmiðlum að eyðileggja verk forfeðra ykkar og það góða sem þau hafa leitt til.

Konur og stúlkur um alla Evrópu hafa sætt nauðgunum vegna þeirra kennisetninga, að múslimskir menn geti nýtt sér trúlausar konur að vild. Fólk sem ekki er Múhameðstrúar hefur verið rænt og það barið, og árásir jíhadista hafa skilið eftir sig slóð limlestinga og sorga.

Í djúpi hugans kann að búa nagandi ótti um að þú gætir sjálf(ur) verið dag nokkurn í sporum nefnds Roberts Spencer, sem eitrað hefur verið fyrir og gerður djöfli líkastur, ef ekki eitthvað þaðan af verra. Því meiri áhrifum sem óvinir frelsis og lýðræðis ná, því meiri hætta steðjar að saklausu fólki.

Konur og stúlkur um alla Evrópu hafa sætt nauðgunum vegna þeirra kennisetninga, að múslimskir menn geti nýtt sér trúlausar konur að vild. Fólk sem ekki er Múhameðstrúar hefur verið rænt og það barið, og árásir jíhadista hafa skilið eftir sig slóð limlestinga og sorga.

Án andspyrnu munu íslamistar vega að þér, sama hve þeir brosa til þín nú. Verið á verði. Veitið athygli því sem predikað er í moskunum, því oft eru jíhad, hatur og meintir yfirburðir islams þar vegsömuð.

Enginn vinsamlegur múslimi mun nokkru sinni ásaka þig um íslamsfóbíu, vegna þess að þeir vita að þeirri ásökun er ætlað a að hefta málfrelsi þitt og rétt þinn til að vefengja íslam.

Íslendingar, það er bráðnauðsynlegt að velja sér vini af kostgæfni, rétt eins og vinsemd er mikilvæg.

Christine Douglass-Williams skrifar greinar fyrir Jihad Watch. Christine hefur fengið fjölda verðlauna fyrir útvarpsþætti sína, þ. á m. alþjóðleg verðlaun. Hún er höfundur The Challenge of Modernizing Islam: Reformers Speak Out and the Obstacles They Face og var tilnefnd sem fulltrúi Kanadastjórnar í Office of Religious Freedoms. Þá er hún í stjórn Canadian Race Relations Foundation, stofnunar á vegum kanadískra stjórnvalda sem berst gegn kynþáttafordómum, og fyrir bættum samskiptum fólks af ólíku þjóðerni.

Höfundur

Christine Douglass-Williams

er rithöfundur og þáttagerðastjórnandi

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.