Aino Järvelä sparkar Tommy Robinson úr Salnum

YouTube – Dóri víkingur

Dóri víkingur fjallar um fáheyrðan atburð á Íslandi. Fyrirhugaður fyrirlestur Tommys Robinson sem átti að verða í Salnum í Kópavogi þann 18. maí var tekinn af dagskrá Salarins og kippt úr miðasölu á Tix.is. Þegar DV sendi Aino Järvelä, forstöðumanni Salarins, fyrirspurn vegna málsins svaraði hún: „Þetta er misskilningur sem varð hér innanhúss og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.“

Málfrelsi eða tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð skoðanir sínar án ritskoðunar eða þvingana. Málfrelsi er formlega tryggt í stjórnarskrá Íslands og í fjölmörgum alþjóðasáttmálum, þ.m.t. í 19. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu.

,,Það var ekki um neinn ,,misskilning” að ræða,“ segir Sigurfreyr Jónasson, talsmaður Vakurs. ,,Þetta er skýrt samningsbrot og gróf misnotkun á aðstöðu. Við erum búin að vera í samskiptum við starfsfólk Salarins í heilan mánuð, erum með heila slóð af tölvupóstum og alls konar skjöl, tjekklistar o.fl. eru til staðar, þ. á m. staðfesting á bókun. Þetta er gott starfsfólk hjá Salnum sem hefur unnið sitt starf af kostgæfni. Ráðstefnan var auglýst á vefsíðu Salarins, og sett í miðasölu hjá Tix.is, en rúmum 3 klst. síðar plaffar Aino Freyja Järvelä forstöðukona þetta niður!“

,,Ég ætla ekki að geta mér til um hvað valdi þessum óheilindinum hennar og skorti á faglegum vinnubrögðum. Ef til vill er gagnrýni Tommy Robinson á íslamskri öfgahyggju, nauðgunarsveitum múslima í Rotherham, Teleford o.fl. stöðum (svokölluðum grooming gangs) í Bretlandi og gagnrýni hans á meinta ,,fjölmenningu” með jíhadistum henni ekki að skapi? Þetta þrennt er Tommy einkum þekktur fyrir í málflutningi sínum.“

Hver sem skýringin er þá er háttalag af þessu tagi í engu samræmi við starfsskyldur hennar sem forstöðumanns Salsins, auk þess sem þetta inngrip hennar er fullkomlega ónauðsynlegt.

,,Að mínu mati kemur tvennt kemur til greina: Annað hvort hefur Aino vitað af þessu frá upphafi, hvað við og samstarfsfólk hennar vorum að undirbúa, og ákveðið að gera ekkert í því fyrr en það myndi valda sem mestu tjóni, væri komið í miðasölu. Eða einhver hefur bent henni á viðburðinn eftir að Salurinn og Tix hóf að auglýsa hann, og hún kippt miðsölunni úr sambandi af pólitískum ástæðum.“

,,Hver sem skýringin er þá er háttalag af þessu tagi í engu samræmi við starfsskyldur hennar sem forstöðumanns Salsins, auk þess sem þetta inngrip hennar er fullkomlega ónauðsynlegt. Tommy Robinson er baráttumaður gegn öfga-íslam og umdeildur þess vegna. Þröngur hópur mjög vinstri sinnaðs fólks hefur sett sig upp á móti honum og það hefur kannski leitt til þess að hún hefur ákveðið að taka þetta af dagskrá?“

,,Það virðist vera svo mikil ,,fjölbreytni“ í ,,fjölmenningunni“, segir Sigurfreyr, ,,að það er ekki pláss fyrir tjáningarfrelsi, fundafrelsi, málfrelsi, lýðræði, vönduð vinnubrögð, hvað þá heldur heilindi, heiðarleika og almenna íslenska mannasiði. Tommy Robinson og föruneyti kemur til Íslands eins og ráðgert hefur verið. Ekki nein tegund af fasisma mun koma í veg fyrir það.“