Valdimar Jóhannesson formaður Tjáningarfrelsis, er gaf út bókina Þjóðarplágan íslam eftir Hege Storhaug, var einn af þeim sem styrkti komu Roberts Spencer og Christine Williams til landsins. Fjölmiðlar ræddu við Valdimar um ráðstefnu Vakurs, eitrun Roberts Spencer á Bar Ananans, mótmælin fyrir utan og hvernig mótmælendur reyndu að hindra að fólk kæmist inn Grand hótel Reykjavík þar sem ráðstefnan var haldin.

Síðan stóð þarna fulltrúi Siðmenntar [Bjarni Jónsson] og var nú ekki beint siðmenningarlegur. Hann hélt á spjaldi og rak spjald framan í hvern sem kom þarna með nasistamerki, og ég tók ekki eftir hvort hann öskraði á það, en hann var mjög ógnandi.

,,Það var eiginlega bara mjög óþægilegt hvernig þetta fólk lét,“ segir Valdimar. ,,Það var með hótanir. Lögreglan mætti á staðinn þegar ég hringdi og vakti athygli á því að gestir okkar kæmust ekki inn í salinn vegna þess að fólk stæði fyrir innganginum. Þeir voru bókstaflega að reyna að hindra það að fólk kæmist inn“.

,,Þar voru Samfylkingarmenn áberandi, þar var ritar … ég sá ekki hvort ritarinn [Samfylkingarinnar] var þar, en hann var upphafsmaður að þessu [Óskar Steinn Ómarsson], þar var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, þar voru forsvarsmenn 78-samtakanna sem eru að verða pólitísk skrípi vegna þess að þau ráðast á þá aðila sem að standa vörð um þeirra réttindi og standa með þeim sem vilja þeim allt illt. Þannig að þetta er jafn galið og hægt er að hafa það.“

,,Síðan stóð þarna fulltrúi Siðmenntar [Bjarni Jónsson] og var nú ekki beint siðmenningarlegur. Hann hélt á spjaldi og rak spjald framan í hvern sem kom þarna með nasistamerki, og ég tók ekki eftir hvort hann öskraði á það, en hann var mjög ógnandi. Þarna var grímuklætt fólk sem var með einhver undarleg merki sem ég skil ekki hvernig í ósköpunum þeim dettur í hug að vera með á þessum stað“.

Sjá Banatilræðið á Bar Ananas og Segir að engum hafi komið til hugar að reynt yrði að eitra fyrir Spencer.