Stjórn og skipulag Vakurs
Skipurit Vakurs

Allar skoðanir eða álit sem látin eru í ljós í fréttum, myndböndum, viðtölum og greinum á vefnum Vakur.is eru einstaklingsbundin og lýsa ekki nauðsynlega skoðunum eða áliti Vakurs — Samtaka um evrópska menningu eða stjórnar, framkvæmdaráðs, meðlima og styrktaraðila þeirra.
Eigi verður gefið upp hverjir eru í stjórn, framkvæmdaráði, meðlimir eða styrktaraðilar Vakurs — Samtaka um evrópska menningu. Það er trúnaðarmál.
Vakur er ekki trúar- eða stjórnmálasamtök. Öllum er boðið að starfa með Vakri án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Í framkvæmdaráði Vakurs eru 9 meðlimir auk stjórnar. Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta sótt um inngöngu í samtökin og gerst meðlimir að uppfylltum vissum skilyrðum.
Umsækjandi þarf t.d. að ljúka Grunnnámskeið Vakurs I (Verklagsreglur um rafræn samskipti), II (Heilindi) og III (Orð í verki). Ætlast er til að meðlimir leggi eitthvað af mörkum í starfi samtakanna, jafnvel þó smávægilegt sé.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um að gerast styrktaraðili Vakurs, og engar kröfur eru gerðar um virkni. Styrktaraðilar greiða sérstakt ársgjald sem rennur í framkvæmdasjóð samtakanna.
Gakktu til liðs við Vakur!