Spencer og ritari Samfylkingar

Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar og Selma Erla Serdar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi riðu á vaðið í málflutningi gegn komu Robert Spencer til Íslands. Hinn 2. maí 2017 birtu þau pistla um hversu ægileg skepna maðurinn væri og vöruðu íslensku þjóðinni við Vakri — Samtökum um evrópska menningu. Í skrifum þeirra kemur m.a. fram að Spencer sé ,,rasisti“, ,,innblástur fjöldamorðingjans Breivik“ og honum hafi verið bannað að koma til Bretlands er hann ætlaði að ávarpa fund ,,nýnasistahreyfingar“.

Sama dag kl. 13.29 birti Stefán Ó. Jónsson fréttamaður Vísis ,,frétt“ undir fyrirsögninni ,,Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík“ og kl. 14:00, rétt 30 mínútum síðar, birti DV ,,frétt“ Freys Rögnvaldssonar blaðamanns um komu Spencer til landsins undir yfirskriftinni ,,Maðurinn sem varð Breivik að innblæstri á leið til Íslands“. Þann 2. maí var Paul Fontaine blaðamaður hjá Grapevine einnig með keimlíkan málflutning um Spencer. Það er engu líkara en um samstillt átak hafi verið að ræða, eða þau einfaldlega étið vitleysuna hver upp eftir öðru.

Árið 2002 hóf Breivik að undirbúa hryðjuverkárásirnar sem hann lét verða af níu árum síðar. Breivik var þá 23 ára gamall. Er Breivik hóf undirbúning að árásunum hafði Robert Spencer ekki tjáð sig neitt opinberlega um íslam. Fyrsta bók Spencers um íslam kom ekki út fyrr en árið 2005. Að tala um Spencer sem ,,leiðarljós“ eða ,,innblástur“ Breiviks er því reginvitleysa.

Það sem þessi skrif eiga sameiginlegt er ekki aðeins að sömu rangfærslurnar birtast þar á öllum stöðum, á sama degi, og nálega á sama tíma, heldur einnig hverju er sleppt. Christine Williams rithöfundur var einnig auglýstur sem fyrirlesari á ráðstefnu Vakurs, en engum af fimmmenningunum — ef frá er talinn Paul Fontaine, þótti það fréttnæmt, eða sáu ástæðu til að minnast á komu hennar til landsins. Hlutdeild hennar í ráðstefnunni var þó engu minni eða ómerkilegri.

Víkjum nánar að pistli ritara Samfylkingarinnar. Málflutningur Semu Erlu Serdar og ,,fréttir“ DV, Vísis og Grapevine hinn 2. maí er rætt um annars staðar.

Ómar Steinn Ómarsson hefur málflutning sinn strax á persónuníði eða árás sem er viss gerð af ad hominem rökum og nefnist á latínu argumentum ad personam.

Bandaríski rasistinn Robert Spencer er á leiðinni til landsins … Spencer hefur um árabil stundað hræðsluáróður gegn múslimum og var norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik innblástur. Nafn Spencers kemur margoft fyrir í riti Breiviks, 2083 — A European Declaration of Independence.

Fullyrðing er vörpuð fram um að Spencer sé ,,rasisti“, án þess að neinn rökstuðningur eða vitnisburður fylgi. Skoðum þetta aðeins nánar. ,,Rasisti“ er slanguryrði yfir kynþáttarhatara eða persónu haldna kynþáttafordómum. Kynþáttahatur á rætur í þeirri hugmynd að tiltekin kynþáttur sé öðrum æðri og hafi þar með meðfæddan yfirráðarétt. Hvergi í riti eða ræðu hefur Robert Spencer vikið að neinu slíku. Spencer hefur gefið út 16 bækur og skrifað yfir 40.000 greinar í tímarit og dagblöð. Þar er hvergi að finna neitt sem viðkemur kynstofnum, kynþáttastefnu eða bera vott um kynþáttafordóma af neinu tagi.

Gagnrýni á hugmyndafræði, ekki fólk

Spencer er sagður hafa um ,,árabil stundað hræðsluáróður gegn múslimum“. Síðustu öld glímdu Evrópubúar við tvö alræðiskerfi sem ógnuðu hinu frjálsa og veraldlega lýðræði álfunnar; byltingarmarkmið kommúnismans og útþenslustefnu nasismans.

Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar boðaði til mótmæla vegna ráðstefnu Vakurs að Grand Hótel. ,,Ég hef áhyggjur af því,“ segir hann, ,,að samtök skuli hafa boðið manni til Íslands sem er þekktur út um allan heim fyrir að dreifa hatursorðræðu gegn múslimum. Ég er ekki sammála því að banna honum að koma til Íslands, en vonast til þess að ráðstefnunni verði mótmælt kröftuglega fyrir utan hótelið.“ Óskari varð ekki að ósk sinni, um 500 manns sóttu ráðstefnuna á meðan um 20 manns mótmæltu fyrir utan.

Í dag sjáum við ris alræðis­legr­ar hug­mynda­fræði sem á ræt­ur sín­ar í íslam. Heilsteypt trúarlegt, siðferðilegt, stjórnmálalegt og réttarfarslegt alræðiskerfi sem er í andstöðu við grunngildi vestrænnar menningar.

Eins og margir gagnrýnendur íslams, álítur Spencer íslamska öfgahyggju ekki verk örfárra manna heldur telur hann rót öfganna liggja í trúnni sjálfri og íslömskum trúarsetningum eins og þær birtast í Kóraninum, hadíðsöfnunum (breytni og erfðavenjur Múhameðs) og síra (ævisögu Múhameðs).

Í því sambandi beinir hann einkum athyglinni að jíhad, hinni heilögu baráttu Múhameðstrúarmanna. Jíhadistar stefna að samfélagi sem hvorki er lýðræðislegt né jafnræðislegt í evrópskum, veraldlegum skilningi, heldur skal því stjórnað eftir sharía-lögum íslams.

Íraninn Mehdi Mozaffari er prófessor við Árósaháskóla og fyrsti prófessor í íslömskum fræðum í Danmörku. Hann segir um pólitískt eðli íslam:

Nasisminn, fasisminn og bolsévisminn hafa nú horfið sjónum sem hugmyndafræði sem nokkuð vald er á bak við. Íslamisminn er alræðishyggja og einræðishreyfing okkar tíma. Þessi hugmyndafræði hefur eina vídd, sem hinar skorti. Það er hin trúarlega. Þetta gerir íslamismann miklu hættulegri en ella. Stalín, Hitler og Mússólíni glímdu við að fá fólk til fylgis við sig til styrjalda og annarra verka, með því að vísa til jarðbundinna röksemda, en íslamisminn þarf ekki að reka neina rökræðu. Þar er byggt á trúarlegri skyldu. Hollustan er ekki gagnvart ríki eða leiðtoga. Hún snýr að Allah.

Þegar Spencer gagnrýnir kennisetningar íslams og sýnir fram á hvernig hugmyndafræði alræðishyggjunnar birtist í trúarritum múslima, er hann ekki að stunda ,,hræðsluáróður gegn múslimum“. Hann er að gagnrýna klerkaveldi (theocracy), þ.e. pólitíska hugmyndafræði sem byggir á trúarlegum grunni. Er Samfylkingin haturssamtök sem stundar hræðsluáróður gegn frjálshyggjumönnum af því að sósíaldemókratar hafna stjórnmálastefnu sem segir að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað á frjáls viðskipti og einkarekstur á sem flestum sviðum?

Auglýsingaherferðinni var ætlað að vekja athygli á hlutskipti múslima í löndum er lúta stjórn íslamista, og þrýsta á bandarísk stjórnvöld að hætta efnahagslegum stuðningi við lönd þar sem börn eru hneppt í þrældóm, samkynhneigðir hengdir fyrir kynhneigð sína, og fórnarlömb nauðgana pyntuð eða tekin af lífi.

Moskan og félagsmiðstöðin við Tvíburaturnana

Óskar Steinn Ómarsson finnur að því að Stop Islamization of America (Stöðvum íslamsvæðingu Bandaríkjanna), samtök sem Spencer tók þátt í því að stofna, hafi barist ,,gegn byggingu Park51, fyrirhugaðrar félagsmiðstöðvar múslima á Manhattan“, en getur þess ekki að þessi ,,félagsmiðstöð múslima“ átti að rísa í námunda við rústir Tvíburaturnana og var auk þess hugsuð sem moska.

Mörgum Bandaríkjamönnum fannst einfaldlega óviðeigandi að reisa mosku á þessum stað, í ljósi þess að Tvíburaturnarnir tveir hrundu eftir árásir íslamskra hryðjuverkamanna þann 11. september 2001. Sumir ættingjar þeirra er létust í hryðjuverkaárásinni fannst hugmyndin ógeðfelld, og eru jafnvel dæmi um að hófsamir múslimar hafi andmælt henni. Ekki bætti úr skák að þeir sem hugðust reisa moskuna og félagsmiðstöðina við Ground Zero voru tvísaga um hvaðan peningarnir kæmu (100 milljónir Bandaríkjadala) sem nota átti til að reisa bygginguna.

Auglýsingaherferð American Freedom Defense Initiative var ekki beint ,,gegn múslimum“. Henni var ætlað að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að hætta efnahagslegum stuðningi við lönd þar sem börn eru hneppt í þrældóm, samkynhneigðir hengdir fyrir kynhneigð sína, og fórnarlömb nauðgana pyntuð eða tekin af lífi.

Auglýsingaherferð gegn múslimum?

,,Þá hafa samtökin [,,haturssamtökin Stop Islamization of America“] staðið fyrir reglulegum auglýsingaherferðum gegn múslimum í almenningssamgöngukerfum New York-borgar,“ segir ritari Samfylkingarinnar. Hið rétta er að þessar auglýsingar voru á vegum American Freedom Defense Initiative, sem Spencer stofnaði ásamt Pamelu Geller, og þeim var ekki beint ,,gegn múslimum“.

Öðru nær. Auglýsingaherferðinni var ætlað að vekja athygli á hlutskipti múslima í löndum sem lúta stjórn íslamista og þrýsta á bandarísk stjórnvöld að hætta efnahagslegum stuðningi við lönd þar sem börn eru hneppt í þrældóm, samkynhneigðir hengdir fyrir kynhneigð sína, og fórnarlömb nauðgana pyntuð eða tekin af lífi.

Breivik og innblásturinn

Árið 2002 hóf Breivik að undirbúa hryðjuverkárásirnar sem hann lét verða af níu árum síðar. Breivik var þá 23 ára gamall. Er Breivik hóf undirbúning að árásunum hafði Robert Spencer ekki tjáð sig neitt opinberlega um íslam. Fyrsta bók Spencers um íslam, The Politically Incorrect Guide to Islam (And the Crusades), kom ekki út fyrr en árið 2005. Að tala um Spencer sem ,,leiðarljós“ eða ,,innblástur“ Breiviks er því reginvitleysa. Þetta hefðu íslenskir blaðamenn geta fundið út með því að lesa Wikipedíu.

Í stefnuyfirlýsingunni, 2083 — A European Declaration of Independence, alls 1.518 blaðsíður, er minnst á mikinn fjölda blaðamanna, rithöfunda, heimspekinga, stjórnmálafræðinga, félagsfræðinga og hagfræðinga. Þar birtast heilu greinarnar eftir aðra höfunda. Nafn Spencers kemur 46 sinnum fyrir, þar af birtist nafn hans 20 sinnum í þrettán greinum eftir Fjordman (pennanafn Norðmannsins Peder Jensen) sem Breivik birtir í stefnuyfirlýsingunni, og 25 sinnum í handriti af heimildarmyndinni Islam: What the West Needs to Know, sem er að finna í riti Breiviks.

Í hverst skipti sem Spencer tekur til máls í heimildarmyndinni eða er nefndur á nafn í greinum Fjordmans birtist nafn hans í stefnuyfirlýsingunni. Að fullyrða að Breivik ,,vitni 64 sinnum í skrif Spencers“ er því ekki rétt og í hæsta máta villandi í þessu samhengi. Hið rétta er að Breivik nefnir Spencer einu sinni á nafn. Þar má einnig finna nöfn eins og Barrack Obama, Wilhelm Reich, Erich Fromm, Ayan Rand, John Stuart Mill, George Orwell, Adam Smith, Ayyan Hirsi Ali, Vladimar Pútín, Gandhi og fjölda annarra. Auðvitað er ekki hægt að gera neitt af þessu fólki ábyrgt fyrir voðaverkum Breiviks í Útey.

Spencer meinað að koma til Bretlands

Í hvert skipti sem Spencer tekur til máls í heimildarmyndinni eða er nefndur á nafn í greinum Fjordmans birtist nafn hans í stefnuyfirlýsingunni. Að fullyrða að Breivik ,,vitni 64 sinnum í skrif Spencers“ er ekki rétt og í hæsta máta villandi í þessu samhengi. Hið rétta er að Breivik nefnir Spencer einu sinni á nafn.

Um það skrifar Óskar Steinn:

Árið 2013 var Spencer bannað að koma til Bretlands. Þar átti hann að halda fyrirlestur á útifundi á vegum bresku öfga-hægrisamtakanna English defence league [sic]. Ákvörðunin um að meina Spencer inngöngu í landið var byggð á orðum hans um að Islam [sic] væri “trúarbragð [sic] sem heimilar stríð gegn vantrúuðum í þeim tilgangi að koma á samfélagskerfi sem er algjörlega ósamrýmanlegt vestrænu samfélagi”. Koma Spencers til Bretlands var talin líkleg til að valda uppþotum og ofbeldi á götum úti.

Þegar Spencer og Pamelu Geller var bannað að koma til Bretlands stóð ekki til að þau ávörpuðu útifund English Defence League (EDL), heldur leggja blómsveig á leiði bresks hermanns sem var myrtur á götu í Lundúnum með sveðju og kjötexi af íslömskum ofstækismönnum.

EDL sem Tommy Robinson stofnaði til að mótmæla uppgangi íslamista í heimbæ sínum Luton eru ekki ,,öfga-hægrisamtök“ né ,,nýnasista“-samtök eins og haldið hefur verið fram. EDL er með sérstaka hópa innan sinna raða fyrir samkynhneigða, blökkumenn, konur, gyðinga og síkha. Tommy Robinson, eins og aðrir sem stofnuðu EDL, er úr verkalýðsstétt og það hvarflaði ekki að honum á þessum árum að kjósa annað en Verkamannaflokkinn.

,,Koma Spencers til Bretlands var talin líkleg til að valda uppþotum og ofbeldi á götum úti,“ skrifar Óskar Steinn. Af hverju skyldi það vera, og hvað segir það okkur um fjölmenningarsamfélagið, þar sem múslimar eru fjölmennir? Þegar íslamistar fréttu af komu Spencers til landsins urðu þeir æfir, hótuðu óeirðum og breska ríkisstjórnin lét kúga sig til hlýðni.

Í lok greinar sinnar fer Óskar Steinn endanlega af hjörum. Hann segir Vakur vera ,,samtök gegn Islam [sic]“ og fullyrðir að viðhorf Þrastar Jónssonar, sem pantaði lénið fyrir heimasíðu Vakurs, væru keimlík viðhorfum Anders Behring Breiviks!

Sjá grein Óskars Steins Ómarssonar Bannað að koma til Bretlands — væntanlegur til Íslands í maí.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.