Sema Erla Serdar skipulagði mótmæli gegn ráðstefnu Vakurs, ásamt ritara Samfylkingarinnar, framkvæmdastjóra Siðmenntar og formanni Samtakanna 78. Sema Erla hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að um 50 manns hafi mætt á mótmælin.

Bjarni Jónsson frá Siðmennt hélt á spjaldi með nasistamerki og rak spjaldið framan í hvern sem kom á fundinn.

Hið rétta er að 59 manns söguðst ætla að mæta á mótmælin á fésbókarsíðu viðburðarins, en þegar til kastanna kom mættu á að giska 20 manns. Þetta er henni fullkunnugt um, eins og öðrum sem þar voru. Ekki þarf annað en að skoða ljósmyndir af mótmælunum til að ganga úr skugga um það.

Þrátt fyrir fámennið tókst mótmælendum að skapa vandræði. Í upphafi mótmælanna vörnuðu mótmælendur fólki inn­göngu á fund­inn, hrópuðu að gest­um ókvæðisorðum og ein­hverj­ir þeirra voru ógn­andi. Bjarni Jónsson frá Siðmennt hélt sem dæmi á spjaldi með nasistamerki og rak spjaldið framan í hvern sem kom þarna á fundinn.

Örygg­is­verðir Vakurs voru við inngang­inn til þess að halda mót­mæl­end­um frá fund­ar­mönn­um. Að lokum þurfti að hringja í lögregluna sem hjálpaði Vakursmönnum að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að varna fólki inngöngu á fundinn. Eftir að lögreglan mætti á svæðið voru mótmælendur að mestu til friðs.

Myndir frá mótmælunum

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.