Örygg­is­verðir Vakurs voru við inngang­inn til þess að halda mót­mæl­end­um frá fundarmönn­um. Þrátt fyrir það þurfti að hringja í lögregluna sem hjálpaði Vakursmönnum að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að varna fólki inngöngu á fundinn.

Robert Spencer, sérfræðingur í íslömskum fræðum og umsjónarmaður vefsíðunnar Jihad Watch, og Christine Williams rithöfundur, sem starfar hjá kanadískri ríkis­stofn­un sem berst gegn kynþátta­for­dóm­um, voru með framsöguerindi á ráðstefnu Vakurs – Samtaka um evrópska menningu í Grand hótel Reykjavík, 11. maí síðast liðinn.

Mbl.is staðfestir að um 500 manns hafi sótt fundinn, sem hlýtur að teljast góð mæting í ljósi ófrægingarherferðar fjölmiðla í aðdraganda fundarins.

Það eina sem þótti skyggja á fundinn var framkoma mótmælenda fyrir utan Grand hótel. Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78 – félags hinsegin fólks á Íslandi stóðu fyrir mótmælunum.

,,Síðan stóð þarna fulltrúi Siðmenntar [Bjarni Jónsson] og var nú ekki beint siðmenningarlegur,“ segir Valdimar Jóhannesson í viðtali við Útvarp Sögu. ,,Hann hélt á spjaldi og rak spjald framan í hvern sem kom þarna með nasistamerki, og ég tók ekki eftir hvort hann öskraði á það, en hann var mjög ógnandi“.

Mótmælendur vörnuðu fólki inngöngu á fundinn

Mótmælendur voru í mesta lagi 20 manns en sköpuðu engu að síður vandræði. Áður en lögreglan mætti á svæðið vörnuðu mótmælendur fólki inn­göngu á fund­inn, hrópuðu að gest­um ókvæðisorðum og ein­hverj­ir þeirra voru ógn­andi. Einn mótmælandinn hljóp t.d. að einum skipuleggjanda fundarins og öskraði framan í hann: ,,Ég á eftir að drepa þig!“

Örygg­is­verðir Vakurs voru við inngang­inn til þess að halda mót­mæl­end­um frá fund­ar­mönn­um. Þrátt fyrir það þurfti að hringja í lögregluna sem hjálpaði Vakursmönnum að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að varna fólki inngöngu á fundinn. Eftir að lögreglan mætti á svæðið færðist meiri ró yfir mannskapinn.

Fund­ur­inn sjálfur fór mjög prúðmann­lega fram. Marg­ir fengu að tala og flest­ir virtu reglur sem gilda um svona fundi, lögðu fram mál­efna­leg­ar og kurt­eis­ar spurn­ing­ar.

Myndir frá mótmælunum

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.