Öryggisverðir Vakurs voru við innganginn til þess að halda mótmælendum frá fundarmönnum. Þrátt fyrir það þurfti að hringja í lögregluna sem hjálpaði Vakursmönnum að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að varna fólki inngöngu á fundinn.
Robert Spencer, sérfræðingur í íslömskum fræðum og umsjónarmaður vefsíðunnar Jihad Watch, og Christine Williams rithöfundur, sem starfar hjá kanadískri ríkisstofnun sem berst gegn kynþáttafordómum, voru með framsöguerindi á ráðstefnu Vakurs – Samtaka um evrópska menningu í Grand hótel Reykjavík, 11. maí síðast liðinn.
Mbl.is staðfestir að um 500 manns hafi sótt fundinn, sem hlýtur að teljast góð mæting í ljósi ófrægingarherferðar fjölmiðla í aðdraganda fundarins.
Það eina sem þótti skyggja á fundinn var framkoma mótmælenda fyrir utan Grand hótel. Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78 – félags hinsegin fólks á Íslandi stóðu fyrir mótmælunum.

,,Síðan stóð þarna fulltrúi Siðmenntar [Bjarni Jónsson] og var nú ekki beint siðmenningarlegur,“ segir Valdimar Jóhannesson í viðtali við Útvarp Sögu. ,,Hann hélt á spjaldi og rak spjald framan í hvern sem kom þarna með nasistamerki, og ég tók ekki eftir hvort hann öskraði á það, en hann var mjög ógnandi“.
Mótmælendur vörnuðu fólki inngöngu á fundinn
Mótmælendur voru í mesta lagi 20 manns en sköpuðu engu að síður vandræði. Áður en lögreglan mætti á svæðið vörnuðu mótmælendur fólki inngöngu á fundinn, hrópuðu að gestum ókvæðisorðum og einhverjir þeirra voru ógnandi. Einn mótmælandinn hljóp t.d. að einum skipuleggjanda fundarins og öskraði framan í hann: ,,Ég á eftir að drepa þig!“
Öryggisverðir Vakurs voru við innganginn til þess að halda mótmælendum frá fundarmönnum. Þrátt fyrir það þurfti að hringja í lögregluna sem hjálpaði Vakursmönnum að koma í veg fyrir að mótmælendum tækist að varna fólki inngöngu á fundinn. Eftir að lögreglan mætti á svæðið færðist meiri ró yfir mannskapinn.
Fundurinn sjálfur fór mjög prúðmannlega fram. Margir fengu að tala og flestir virtu reglur sem gilda um svona fundi, lögðu fram málefnalegar og kurteisar spurningar.
Myndir frá mótmælunum
ATHUGASEMDIR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.