Á sama tíma og Robert Spencer, umsjónarmaður Jihad Watch, og Christine Williams rithöfundur voru með framsöguerindi á ráðstefnu Vakurs í Grand hótel Reykjavík voru mótmæli fyrir utan hótelið.

Sema Erla Serdar formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, Óskar Steinn Ómarsson ritari Samfylkingarinnar, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi og María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna 78 – félags hinsegin fólks á Íslandi stóðu fyrir mótmælunum.

Mörgum þótti skjóta skökku við að María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna 78 – félags hinsegin fólks á Íslandi skuli hafa haldið mótmælaræðu fyrir utan Grand hótel Reykjavík á sama tíma og Robert Spencer og Christine Williams voru með framsöguerindi þar sem þau fjölluðu m.a. um mannréttindabrot múslima gegn samkynhneigðum. Myndin sýnir hinsegin karlmann varpað fram að hárri byggingu í samræmi við fyrirmæli Múhameðs um að ,,kynvillinga eigi að kasta framan af mikilli hæð og grýta í hel“.

Mótmælendaræðan sem ekki mátti birta

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78 fluttu ,,hugvekjur um mannréttindi og mannúð“ eins og það var orðað á fésbókarsíðu mótmælanna.

Vakur sendi Bjarna Jónssyni og Maríu Helgu Guðmundsdóttir erindi og bað um leyfi til að birta mótmælaræður þeirra á vefsíðu samtakanna.

María Helga formaður hinsegin fólks segir að þrátt fyrir dauðaleit að þessum texta hjá sér finni hún ekki skjalið. ,,Ef ég man rétt,“ segir hún í svarbréfi sínu, ,,var þetta minnispunktaskjal í símanum mínum sem virðist hafa þurrkast út í einhverri uppfærslu“.

Bjarni hjá Siðmennt svaraði stutt og laggott: ,,Hef ekki áhuga“.

Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar flytur ræðuna sem ekki mátti birta. Við hlið hans er Salmann Tamimi formaður Félags múslima á Íslandi sem virðist kunna vel við sig í hópi mótmælenda.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.