Frankfurt-skólinn, menningarmarxismi og fjölmenningarhyggjan

Ráðandi hugmyndafræði ríkisins — hin hefðbunda viðtekna heimsmynd sem flestir aðhyllast — hefur feiknmiklu hlutverki að gegna í hverju samfélagi. Það er vegna þess að einmitt hún liggur til grundvallar því hvernig samfélagið mótar stofnanir sínar, hvernig háttað er menntun ungdómsins, hvað þykir boðlegt í fjölmiðlum, bókmenntum og listum, og stefnumarki því sem stjórnmálaflokkar bjóða upp á, hver sem skammtímamarkmið þeirra annars kunna að vera.

Þegar minnst er á ,,ríkishugmyndafræði“ dettur flestum í hug Norður-Kórea eða Sovétríkin og fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu fyrir hrun kommúnismans. Vestræn ríki, þ. á m. Ísland, eiga sér einnig sína ríkishugmyndafræði. Hugmyndafræði sem leggur línurnar, nýtur stuðnings stjórnvalda, og flestra ef ekki allra stjórnmálaflokka, háskólasamfélagsins, fjölmiðla, viðskiptalífsins, þjóðkirkjunnar sem og annarra valdastofnana samfélagsins.

Fjölmenningarhyggjan svonefnda er ráðandi hugmyndafræði íslenska ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að ,,fjölmenning” — þar sem fólk af mismunandi uppruna eða menningarsvæðum býr saman í einu samfélagi og ,,fjölbreytileiki” ríkir í trúarsiðum og venjum — sé ákjósanlegt markmið sem stefnt skuli að. Fjölmenningin sé mikilvægur auður sem beri að nýta, og að þessi fjölbreytileiki skuli endurspeglast í formgerð allra opinberra stofnana íslenska ríkisins.

Líkt og ,,alræði öreiganna“ var draumsýn og lokatakmark kommúnismans, þá á fjölmenningarhyggjan sér sitt lokatakmark sem er ,,engin landamæri, engar þjóðir“, a.m.k. í Evrópu og öðrum löndum hvítra.

Þótt vísindalegar rannsóknir leiði í ljós að fjölmenningarhyggjan sé tálsýn, hafi félagslega skaðleg áhrif, auki efnahagslegan ójöfnuð, veiki velferðakerfið, rýri samhygð íbúanna, einangri fólk hvort frá öðru og bitni mest á þeim sem lægst eru settir í samfélaginu; verkafólki, börnum, öldruðum og öryrkjum, eru íslenskir stjórnmálamenn staðráðnir í að troða Íslendingum inn í þessa hugmyndafræðilegu, pólitísku formgerð sína.

Hvaðan kemur þessi hugmyndafræði að ,,fjölmenning” ólíkra kynþátta, menningarheima og trúarbragða á sama blettinum sé æskilegt samfélagslegt markmið? Fyrstu þrjú myndskeiðin rekja rætur fjölmenningarhyggjunnar til kenninga marxísku heimspekinganna Antonio Gramsci og György Lukács, Frankfurt-skólans og nývinstrihreyfingar 68-kynslóðarinnar. Þessar hugmyndir hreiðruðu um sig í háskólum Vesturlanda, upphaflega fyrst og fremst í Bandaríkjunum.

Fjórða myndskeiðið — viðtal við dr. Jordan Peterson háskólaprófessor í Toronto — lýsir póstmódernismanum sem vinnur úr arfleifð menningarmarxismans og tekur yfirleitt róttæka pólitíska afstöðu gegn vestrænum gildum og vestrænni menningu. Peterson segir póstmódernismann sem ræður ríkjum í skólakerfinu og mótar ungt fólk stórvarasaman.

Hvað er menningarmarxismi?

Frankfurt-skólinn og hningun Vesturlanda

Landnám nýmarxismans í Bandaríkjunum

Dr. Jordan Peterson: Póstmódernismi

1) What is Cultural Marxism? — Thorium, 2) Frankfurt School and Cultural Marxism — Temet Nosce Ousia Nosce, 3) The History of Political Correctness — Free Congress Foundation. 4) Postmodernism and Cultural Marxism — The Epoch Times ræðir við dr. Jordan Peterson prófessor í Toronto.