‘Frelsum Tommy Robinson’ göngur haldnar víða í Evrópu

Mótmælagöngur og samstöðufundir hafa verið haldnir víða í Evrópu til stuðnings aðgerðasinnanum og blaðamanninum Tommy Robinson. Tommy var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Leeds 25. maí síðastliðinn. Í dómssal fóru fram réttarhöld yfir 10 karlmönnum sem tilheyrðu 29-manna nauðgunargengi (grooming gang) múslima. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa með skipulögðum hætti tælt breskar stúlkur niður í 11 ára aldur, nauðgað, pyntað og gert út í vændi. Lögreglan handtók Tommy fyrir ,,grun um að ógna almannafriði“ og Geoffrey Marson dómari dæmdi hann nokkrum klukkustundum síðar í 13 mánaða fangelsi fyrir að ,,lítilsvirða réttinn“.

Fáir blaðamenn urðu til að fordæmda fréttabannið og í löndum þar sem ekkert upplýsingabann ríkti þögðu fjölmiðlar yfirleitt líka. Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði og meint aðhaldsshlutverk þeirra virtist ekki lengur brýnt.

Samhliða dómnum var fjölmiðlum í Bretlandi bannað að segja frá handtöku og fangelsun Tommy Robinson. Þegar höfðu birst fréttir af handtökunnni, bæði á vefsíðum hefðbundinna fjölmiðla, sem hafa horn í síðu Tommy, og í netmiðlum sem hliðhollir eru viðhorfum hans. Breskir fjölmiðlar (og alþjóðlegar fréttaveitur í Bretlandi eins og Breitbart London News og RT) hófu því að eyða út fréttum um handtökuna og birtu ekkert um málið fyrr en fréttabanninu var aflétt fjórum dögum síðar, eða 29. maí síðastliðinn.

Fréttabannið — sem á sér varla fordæmi í breskri dómssögu — vakti ugg sumra en almennt má segja að flestir hafi látið sér það litlu skipta. Fáir blaðamenn eða álitsgjafar urðu til að fordæmda fréttabannið og í löndum þar sem ekkert upplýsingbann ríkti þögðu fjölmiðlar yfirleitt líka. Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði og meint aðhaldsshlutverk þeirra virtist ekki lengur brýnt.

Þann 25. maí sl., sama dag og fréttabann var sett á handtöku og fangelsun Tommy Robinson, birti RÚV frétt þar sem fjallað var um áhyggjur yfir stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum. Fréttabanninu var aflétt fjórum dögum síðar og netmiðlar hófu samdægurs að fjalla um málið. Fréttaskýrendur bresku fjölmiðlanna hafa einnig sagt fréttir af samstöðufundum sem haldnir hafa verið Tommy Robinson til stuðnings. Einkum mótmælunum sem voru í London 9. júní sl. ,,Hvergi á Norðurlöndum er fjölmiðlafrelsi minna en hér á landi,“ segir í umræddri frétt RÚV. Vakur deilir þessum áhyggjum með RÚV og álítur stofnunina gott dæmi um þessa dapurlegu þróun. Skjáskotið hér að ofan var tekið 18. júní sl., eða 25 dögum eftir fangelsun Tommy, og níu dögum eftir á að giska 20.000 til 30.000 manns komu saman í miðborg Lundúnar til að mótmæla henni.

Þrátt fyrir fjölmiðlabann og óljósar fréttir af málinu voru skipulögð móltmæli í ýmsum löndum eftir að fangelsun Tommy Robinson spurðist út. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, Ísrael, Austurríki og á Íslandi. Þá hafa yfir 620 þúsund manns skrifað undir kröfu um frelsun Tommy. Fjölmennustu mótmælin sem haldin hafa verið hingað til voru í Lundúnum 9. júní síðastliðinn. Á bilinu 20.000 til 30.000 manns tóku þátt í þeim. Mótmælendur gengu að Trafalar-torgi og söfnuðust síðan við Whitehall, þar sem Geert Wilders formaður hollenska Frelsisflokksins, Gerard Batten leiðtogi UKIP, Annie Marie Waters formaður Britain First og Raheem Kassam rithöfundur ásamt fleirum héldu ræður.

Helstu ræðumenn á samstöðufundinum í London

Nokkrir ræðumanna á ,,Frelsum Tommy Robinson“-samstöðufundinum í Whitehall, Lundúnum 9. júní sl.: 1) Geert Wilders þingmaður og formaður hollenska Frelsisflokksins, 2) Annie Marie Waters stofnandi og formaður Britain First, 3) Gerard Batten leiðtogi UK Independence Party (UKIP) og þingmaður Evrópuþings Evrópusambandsins og 4) Raheem Kassam rithöfundur og stjórnmálamaður, fyrrum ritstjóri Breitbart News London og fyrrum aðalráðgjafi Nigel Farange er hann var leiðtogi UK Independence Party (UKIP).

Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn mótmælendum

Mótmælin 9. júní í London þóttu takast afspyrnuvel og fóru í heildina friðsamlega fram. Þó kom til ryskinga við lögreglu í útjaðri Whitehall, í Downingstræti og í hliðargötum Trafal-torgs. Lögreglan reyndi að stöðva feykistóran hóp mótmælenda sem voru á leið frá Trafalgar-torgi að mótmælasvæðinu við Whitehall. Hún beitti á köflum harkalegum aðferðum, ógnaði fólki með kylfum, ýtti við mótmælendum og fjarlægði fólk sem báru mótmælaskilti.

,,Ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir í færslu á opinberri fésbókarsíðu Tommy Robinson, ,,þá hafa aðferðir lögreglunnar í dag eingöngu rennt stoðum undir ástæðuna fyrir því að við mótmælum. Þessi stjórnvöld reka lögregluríki í anda einræðis.“ Þetta eru þung orð. Er eitthvað til í þeim?

Fjölmiðlar og lögregluyfirvöld urðu uppvís að blekkingum til að draga úr að fólk mætti á samstöðufundinn. Lögreglan við járnbrautastöðina í Manchester gaf út tvístrunartilskipun er varðar 35. grein laga um ,,and-félagslega hegðun“ (Anti-Social Behaviour Act 2003). Hver sá sem er líklegur til að brjóta af sér eða gerir eitthvað sem veldur fólki ónæði eða ótta þarf að yfirgefa tvístrunarsvæðið tafarlaust. Þannig var fólki gert að yfirgefa lestarstöðina og hótað handtöku ef það steig um borð í lest sem var á leið til London. Dagblöðin Mirror og Daily Mail birtu villandi fyrirsagnir um að mótmælunum hefði verið aflýst. Væntanlega í þeim tilgangi að fæla fólk frá því að mæta. Þá sendi lögreglan frá sér tilkynningu í gegnum hátalarakerfið á lestarstöðinni í London Bridge þess efnis að mótmælunum og samstöðufundinum í Whitehall hefði verið aflýst.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Samstöðufundur til stuðnings Tommy Robinsons var haldinn fyrir framan Breska sendiráðið á sama tíma og mótmælin voru í London. Stuðningshópur Tommy Robinson á Íslandi skipulagði fundinn og Vakur bjó til sérstaka vefsíðu til að kynna hann.

Hallur Hallsson og Chris Telfer fluttu ávörp, fundarstjóri var Gunnlaugur Ingvarsson og María Magnúsdóttir leiddi kyrrðarstund til að minnast Tommy Robinson, fjölskyldu hans og þeirra málefna sem hann stendur fyrir.

,,Tommy er póli­tísk­ur fangi sem sit­ur inni vegna skoðana sinna, þannig er komið fyr­ir tjáningar­frels­inu í Evr­ópu í dag!,“ segir í fréttatilkynningu um samstöðufundinn.

,,Þessar aðgerðir voru líklega fyrirskipaðar af innanríkisráðuneytinu og til þess ætlaðar að skapa ringulreið og egna til æsinga,“ segir á fésbókarsíðu Tommy Robinson.

Lögreglan reyndi að eyðileggja fyrir skipulagi fundarins að sögn stuðningsmanna Tommy Robinson. Þannig seinkaði hún á síðustu stundu tímamörkunum sem skipuleggjendur höfðu til að fara inn á svæðið og setja upp sviðið. Þeim var upphaflega heimilt að gera það kl. 12 á hádegi en síðan sagt að þeir gætu það ekki fyrr en kl. 13:30. Þá höfðu þeir ekki nema eina klukkustund til að setja upp sviðið, hátalarakerfi, vinnupalla o.s.frv. sem varð til þess að mótmælafundurinn hófst ekki á tilsettum tíma. Lögreglan neitaði einnig að hleypa í gegn sendiferðabílnum er flutti skjá sem leigður hafði verið fyrir mótmælin.

Sams konar skjár var notaður á Day For Freedom viðburðinum sem Tommy Robinson o.fl. héldu 6. mars sl. til að mótmæla aðför stjórnvalda að málfrelsi og tjáningarfrelsi. Risaskjárinn vakti þá mikla lukku enda gaf hann t.d. Lauren Southern tækifæri til að ávarpa fundinn þrátt fyrir að hún hefði skömmu áður verið sett í ævilangt ferðabann til Bretlands. ,,Þessar aðgerðir voru líklega fyrirskipaðar af innanríkisráðuneytinu og til þess ætlaðar að skapa ringulreið og egna til æsinga sem er í sannleika sagt hneisa. Þrátt fyrir allt þetta stóðu þarna tugir þúsunda venjulegra breskra ríkisborgara til að styðja Tommy og tugir þúsunda til viðbótar munu verða við næstu mótmæli [14. júlí],“ segir á fésbókarsíðu Tommy Robinson.

Net- og samfélagsmiðlar vekja athygli á baráttu Tommy

Mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum um fangelsisdóminn yfir Tommy Robinson. Þá hefur málið rifjað upp starfsemi múslimskra nauðgunarhópa sem stunduðu iðju sína nær átölulaust í 76 borgum og bæjum vítt og breytt um Bretlandseyjar í meir en 30 ár.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Handtaka og fangelsun Tommy Robinson

Þrátt fyrir að fréttabanni á handtöku og fangelsun Tommy Robinson hafi verið aflétt hefur fátt birst í hefðbundnum fjölmiðlum sem skýrir aðstæður og atburðarásina. Frásagnir sjónarvotta af handtökunni og því sem fram fór í réttarhöldum yfir honum hafa engu að síður komið fram. Tommy var handtekinn á götu fyrir utan dómshúsið í Leeds að sögn lögreglu fyrir að vera ,,grunaður um að ætla sér að ógna almannafriði“ (leturbreyting mín). Á staðnum voru nokkrir vina hans og hópur lögreglumanna sem fylgdust með er hann streymdi á Facebook hugleiðingar sínar um kynferðisbrot pakistaniskra múslima. Útsending Tommys stóð yfir í 75 mínútur. Hana er hægt að finna á YouTube. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að almannafriði stóð engin ógn af Tommy. Hann hótaði hvorki lögreglumönnunum eða vinum sínum né beitti þá ofbeldi. Engir aðrir voru fyrir utan dómshúsið. Handtakan hlýtur því að teljast tilefnislaus og ólögleg.

Huddersfield Examiner og Daily Mail birtu ítarlegar fréttaskýringar um réttarhöldin, ásamt ljósmyndum af sakborningum, nöfn þeirra og ákæruatriði. Tommy Robinson var samt eini fréttamaðurinn sem var kærður og fékk dóm fyrir að óvirða réttinn.

Skömmu eftir handtökuna var Tommy færður fyrir Geoffrey Marson dómara sem dæmdi hann í 13 mánaða fangelsi fyrir óvirðingu við réttinn. Innifalið í þeim dómi var afplánun á fyrri skilorðsdómi. Á síðasta ári fékk Tommy þriggja mánaða skilorðisbundin fangelsidóm fyrir að mynda við nauðgunarréttarhöld yfir múslimum í Canterbury. Þeir voru síðar meir fundnir sekir um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku með sérstaklega hrottalegum hætti. Tommy starfaði þá sem fréttamaður fyrir Rebel Media og gerði nokkra fréttaþætti um réttarhöld yfir skipulögðum nauðgunarsveitum múslima, t.d. þegar réttað var yfir slíkum hópum í Huddersfield og Oxford.

Tommy Robinson er ekki eini fréttamaðurinn sem hefur mætt við dómshús og flutt fréttir af nauðgunaréttarhöldum yfir pakistönskum múslimum. Fréttablöðin Huddersfield Examiner, Daily Mail og Metro birtu t.d. ítarlegar fréttaskýringar um réttarhöldin í Huddersfield, ásamt ljósmyndum af sakborningum, nöfn þeirra og ákæruatriði. Dómarinn virtist ekki álíta að fréttaskrif blaðamannanna gætu haft áhrif á dómsniðurstöðu sakamálsins. Sama sakamáls og Tommy var ári síðar dæmdur í fangelsi fyrir að óvirða þegar hann las upp úr skrifum sömu blaðamanna og sýndi beint á fésbókarsíðu sinni.

Einn af 29 sakborningum réttarhaldanna í Huddersfield mætir fyrir dóminn umkringdur blaðaljósmyndurum og öðrum sem taka af honum ljósmyndir með farsíma sínum. Tommy var dæmdur fyrir að mynda sakborninga í sama dómsmáli.

Í réttarhöldum yfir hópi meintra íslamskra barnaníðinga og nauðgara er algengt að um lokað þinghald sé að ræða og hömlur á fréttaflutningi í gildi. Sama á ekki við um hvíta, breska sakborninga. Þegar réttað var yfir Rolf Harris í barnaníðingsmáli voru tugir blaðamanna og ljósmyndara fyrir utan dómssalinn; mynduðu hann og hrópuðu til hans spurninga. Dómarinn virtist ekki álíta að aðgangshörð fréttamennska gæti haft áhrif á dómsniðurstöðuna eða að réttarhöldin gætu verið gerð ógild vegna hennar.

Hér má sjá ljósmyndir af meintum barnanauðgurum úr hópi múslima sem bresk dagblöð og netmiðlar birtu myndir af áður en Tommy var dæmdur fyrir að mynda sakborninga í sama kynferðisbrotamáli.

Þegar Max Clifford mætti fyrir réttinn fyrir meint kynferðisbrot var hann umkringdur fréttamönnum sem lýstu í smáatriðum framburði vitna í réttarhöldunum. Þannig er engu líkara en að múslimskir barnaníðingar njóti vissra forréttinda í Bretlandi. Nauðgunarhópar múslima frömdu glæpi sína áratugum saman án þess að yfirvöld gerðu neitt í málinu. Blaðamenn hylma yfir uppruna nauðgarana, kalla þá aldrei annað en ,,Asíumenn“, og ef þeir eru loksins sóttir til saka eru settar hömlur á fréttaflutning frá réttarhöldunum.

Braut Tommy Robinson skilorðið sem hann var á?

Flest fórnarlömb nauðgunarsveita múslimar eru hvítar barnungar stúlkur, en einnig eru dæmi um að dætrum síkha, hindúa og búddista hafi verið nauðgað og misþyrmt með skipulögðum hætti. Barátta EDL (English Defence League) og götumótmæli gekk mikið til út á þessi nauðgunarmál. Árið 1998 stofnuðu síkhar samtökin SAS (Sikh Awareness Society) til að berjast gegn nauðgunarsveitum múslima. Þeim þótti bresk yfirvöld ekki beita sér gegn starfsemi þeirra, eins og síðar átti eftir að koma í ljós.

Leiðtogi síkha Mohan Singh talar ekki um ,,meint“ barnaníð eða ,,meintar“ nauðganir sakborninga — eins og Tommy gerir í sinni útsendingu – Singh les upp nöfn hina ákærðu, birtir myndir af þeim og lýsir ákæruefnum réttarhaldanna umbúðalaust.

Liðsmenn SAS hafa í ófá skipti mætt fyrir utan dómshús og flutt fréttir af því þegar réttað er yfir múslimskum barnanauðgurum. Þar á meðal í Leeds, en þar var um að ræða sömu réttarhöld, sömu sakborninga og meira segja sama dómara og dæmdi Tommy Robinson fyrir óvirðingu við réttinn. Myndskeið af þeirri útsendingu, dagsett 17. maí, 2017, er að finna á YouTube. Sjá myndskeiðið hér fyrir neðan.

Leiðtogi síkha Mohan Singh talar ekki um ,,meint“ barnaníð eða ,,meintar“ nauðganir sakborninga — eins og Tommy gerir í sinni útsendingu — Singh les upp nöfn hina ákærðu, birtir myndir af þeim og lýsir ákæruefnum réttarhaldanna umbúðalaust. Eins og myndskeið SAS sýnir þá safnaðist fjöldi manns fyrir framan dómshúsið í Leeds og hreytti ókvæðisorðum í sakborninga; kallaði þá ,,úrhörk“ og ,,barnaníðinga“.

Tommy Robinson gætir þess að standa í almannarými þegar hann streymir hugleiðingar sínar um réttarhöldin á fésbókarsíðu sinni, talar ævinlega um ,,meinta“ nauðgun eða ,,meint“ barnaníð. Ekkert af því sem kom fram í útsendingu hans hafði ekki áður birst á prenti eða netmiðlum breskra fjölmiðla. Hann las upp úr eins árs gamallri frétttaskýringu Huddersfield Examiner um málið. Tommy veittist ekki að sakborningunum en spurði tvo þeirra nokkuð hlutlausra spurninga. Þegar horft er á útsendingu Tommys er erfitt að sjá hvernig hún gat haft áhrif á dómsniðurstöðuna eða orðið til þess að ógilda réttarhöldin. Ef Geoffrey Marson dómari var þeirrar skoðunar, hvers vegna setti hann ekki lögbann á á birtingu myndskeiðsins á YouTube? Því var hlaðið upp á YouTube-rás skömmu eftir að útsendingunni lauk og hefur verið þar síðan.

Fréttaþáttur Mohan Singh leiðtoga síkha um réttarhöldin í Leeds. Singh fjallar ítarlega um sakarefni dómsmálsins, birtir ljósmyndir af sakborningum og les upp nöfn þeirra. Hér er um að ræða sömu réttarhöld, sömu sakborninga og sama dómara og dæmdi Tommy Robinson fyrir óvirðingu við réttinn. Mannfjöldinn fyrir fram dómshúsið hreytir fúkyrðum í múslimsku sakborningana á leið í réttarsalinn. Þótt umfjöllun Singhs og háttsemi viðstaddra sé mun harðskeyttari en streymi Tommys sá Geoffrey Marson dómari ekki ástæðu til að kæra neinn þeirra fyrir óvirðingu við réttinn.

Vídeóbloggarinn Politico færir rök fyrir því að Tommy Robinson hafi ekki brotið skilorðið sem hann var á. Vert er að horfa á myndskeiðið (21 mín.) því þar koma fram upplýsingar sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa ekki skýrt frá.

Myndskeiðið sem Tommy lét mynda fyrir utan dómhúsið í Leeds og sýndi beint á fésbókarsíðu sinni. Ekkert af því sem kom fram í útsendingunni hafði ekki birst áður. Hann las upp eins árs gamla fréttaskýringu Huddersfield Examiner um málið. Tommy veittist ekki að sakborningunum og spurði tvo þeirra nokkuð hlutlausra spurninga. Erfitt er að sjá hvernig streymi hans gat haft áhrif á dómsniðurstöðuna. Ef svo er hvers vegna setti dómarinn ekki lögbann á á birtingu myndskeiðsins á YouTube? Því var hlaðið upp á YouTube-rás skömmu eftir að útsendingunni lauk og hefur verið þar síðan.

Ezra Levant hjá Rebel Media veitir í þessu myndskeiði ýmsar upplýsingar um handtöku, réttarhöldin og fangelsisdóminn yfir Tommy Robinson sem hafa ekki ratað í fréttaval fjölmiðla um málið.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Réttlát dómsmeðferð eða pólitísk sýndarréttarhöld?

Ýmislegt þykir málum blandið varðandi handtöku, dómsmeðferð og fangelsun Tommy Robinsons. Hér eru nokkur atriði sem leikmenn og lögfróðir hafa bent á að samræmist ekki meginreglum um meðferð sakamála á Vesturlöndum.

  • Þegar vinir og samstarfsmenn Tommy Robinson fóru á lögreglustöðina í Leeds til að kanna hvar hann væri niðurkominn var þeim sagt að nafn hans væri hvergi að finna í dagbókafærslum eða málaskrá lögreglunnar. Nokkru síðar var þeim sagt a honum hefði verið sleppt úr haldi.
  • Lögmanni Tommy Robinson var sagt að hún þyrfti ekki að koma til Leeds því honum hefði verið sleppt lausum. Farsími Tommys væri sennilega rafmagnslaus fyrst að hann svaraði ekki símanum.
  • Að sögn réttarins tókst ekki að hafa upp á lögmanni Tommys og því var réttargæslumaður skipaður til að gæta hagsmuna hans.
  • Meðalhófsregla kveður á um að þegar íþyngjandi ákvörðun er tekin skuli beita því úrræði sem nægjanlegt þykir til að ná því markmiði sem stefnt er að. Þeir sem hafa verið dæmdir fyrir svipuð afbrot hafa yfirleitt sloppið með með áminningu eða fengið fjársekt. Dómarinn notaði tækifærið og dæmdi Tommy í 10 mánaða fangelsi, ásamt þrjá mánuði fyrir skilorðsbrot eins og áður hefur komið fram.
  • Jafnræðisregla kveður á um að afgreiða skuli sambærileg mál með sambærilegum hætti, að gæta skuli samræmis og óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða sem byggjast á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. Þótt umfjöllun Mohan Singhs leiðtoga síkha um réttarhöldin í Leeds og háttsemi þeirra sem voru með honum væri mun harðskeyttari en streymi Tommy Robinson á Facebook sá Geoffrey Marson dómari ekki ástæðu til að kæra neinn þeirra fyrir óvirðingu við réttinn.
  • Sakborningar eiga að fá sanngjarnt tækifæri til að færa fram varnir sínar. Réttarhöldin yfir Tommy stóðu að sögn sjónarvotta ekki yfir í nema örfáar mínútur. Geoffrey Marson dómari viðurkenndi að hann hefði ekki skoðað nema fyrstu mínúturnar af 75 mínútna útsendingu Tommy Robinsons.
  • Málshraðinn þykir einnig grunsamlegur. Rannsóknarregla kveður á um að mál skuli vera nægjanlega upplýst áður en dæmt er í því. Það tók hins vegar ekki nema innan við fimm klukkustundir að handtaka, rannsaka, ákæra, rétta yfir, dæma og fangelsa Tommy Robinson.

Bakgrunnur málsins: Nauðgunargengi múslima

Tommy Robinson er víðfrægur og umdeildur fyrir baráttu sína gegn íslam á Bretlandi undanfarin ár. Hefur hann hann meðal annars beint athyglinni að kynferðisbrotum á borð við þau er voru til meðferðar í umræddu dómsmáli í Leeds. Svokölluð „grooming gangs“ eru hópar manna sem hafa með skipulögðum hætti tælt unglingsstúlkur og stúlkubörn niður í 11 ára aldur, misnotað kynferðislega, misþyrmt og gert út í vændi. Stór hluti sakborninga í slíkum málum eru múslímar, flestir frá Pakistan. Samtökin Quilliam Foundation, sem eru stofnuð af múslimum, birtu skýrslu um þessa glæpi í lok síðasta árs þar sem niðurstaðan er sú að meirihluti sakfelldra manna í kynferðisbrotamálum af þessu tagi á Bretlandi séu íslamstrúar. Stofnandi Quilliam, Maajid Nawaz, hefur lýst því yfir að þessir glæpir sé að hluta framdir á rasískum grunni, þ.e.a.s. vegna fyrirlitningar á fólki sem ekki er múslímar.

Mótmælafundir til stuðnings Tommy Robinson í Reykjavík og London, DV, 9. júní 2018.

Áætlað hefur verið að um 1 milljón breskra barna og unglingsstúlkna gæti hafa verið misþyrmt kynferðislega í Bretlandi af nauðgunarsveitum múslima. Nauðgunargengin stunduðu iðju sína áratugum saman nær átölulaust í yfir 70 borgum og bæjum vítt og breitt um landið. Yngsta fórnarlambið sem vitað er um að múslimar hafi gert háða heróíni og þvingað í vændi var 11 ára gömul. Barnverndayfirvöld, blaðamenn, stjórnmálamenn, sveitastjórnarmenn, lögregla, félagsráðgjafar, mannréttindalögfræðingar og meintir talsmenn borgaralegra réttinda vissu af barnaníðinu og kynlífsþrælkuninni árum saman, en aðhöfuðst ekkert af ótta um að vera vændir um ,,rasisma“.

Nýjasta dæmið sem komst upp um á þessu ári er í Telford. Þar hafði kynlífsþrælkun múslima á breskum börnum staðið yfir í meir en 40 ár. Félagsráðgjöfum og lögregluyfirvöldum var kunnugt um hana, en aðhöfðust ekkert. Nauðganir, pyntingar og barnamorð múslima í Telford vöktu sérstakan óhug af því að múslimar voru rétt innan við 2% íbúa borgarinnar. Fámenni múslima í borgum og bæjum Bretlands virðist því engin trygging fyrir því að þeir taki ekki upp á því að níðast á börnum innfæddra með skipulögðum hætti.

Höfundur

Sigurfreyr Jónasson

Höfundur er margmiðlunarfræðingur og stundar nám í viðskiptafræði.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Vakur — Samtök um evrópska menningu hefur enga fasta tekjustofna. Vakur fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Vakurs er sjálfboðastarf. Vakur rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu. Allt söfnunarfé rennur óskipt til að greiða kostnað af starfsemi Vakurs. Sýndu samhug þinn í verki! Stórar eða litlar upphæðir, skiptir ekki höfuðmáli. Safnast þegar saman kemur.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.