DV — Freyr Rögnvaldsson

Þann 2. maí kl. 14.00 birti DV frétt eftir Freyr Rögnvaldsson undir fyrirsögninni ,,Maðurinn sem varð Breivik að innblæstri á leið til Íslands“. Í undirfyrirsögn stóð: ,,Íslamsandstæðingurinn Robert Spencer heldur fyrirlestur – Var meinað að koma til Bretlands“. Undir mynd sem fylgdi fréttinni mátti lesa ,,Múslimaandstæðingur á leið til landsins. Robert Spencer ásamt Pamelu Geller. Árið 2013 var þeim meinað að koma til Bretlands vegna múslimahatursáróðurs þeirra“.

Fréttin bætir litlu við það sem ekki hafði áður komið fram í frétt Vísis Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík eða í skrifum Óskars Steins Ómarssonar ritara Samfylkingarinnar og Semu Erlu Serdar fyrr um morguninn.

Stimplanir og uppnefningar á borð við ,,öfgahægrimaður“, ,,múslimaandstæðingur“ og ,,múslimahatursáróður“ eiga ekkert skylt við blaðamennsku. Blaðamaður verður að nefna dæmi um slíkt, að öðrum kosti hefur þetta ekkert upplýsingagildi og eru hreinar dylgjur.

,,Íslamsandstæðingurinn og öfgahægrimaðurinn Robert Spencer, ritstjóri Jihac [sic] Watch og einn stofnenda samtakanna Stop Islamization of America, er væntanlegur til landsins …“ segir þar.

Sennilega er það rétt metið hjá Frey Rögnvaldssyni blaðamanni að Spencer er hægrimaður, en ,,öfgahægrimaður“ verður hann seint talinn. Í hverju liggja þeir öfgar?

Felast öfgarnir í því styðja tilverurétt Ísraelsríkis eða halda fyrirlestra og skrifa bækur um jíhad — heilaga baráttu Múhameðstrúarmanna — eða upplýsa fólk um kennisetningar íslams, eins og þær birtast í Kóraninum, hadíðsöfnunum (breytni og erfðavenjur Múhameðs) og síra (ævisögu Múhameðs)?

Stimplanir og uppnefningar á borð við ,,öfgahægrimaður“, ,,múslimaandstæðingur“ og ,,múslimahatursáróður“ eiga ekkert skylt við blaðamennsku. Spencer hefur aldrei fengið kæru eða dóm fyrir hatursorðræðu. Auðvitað getur Freyr Rögnvaldsson haft sínar persónulegu skoðanir á því hvað séu ,,öfgar“ eða ,,múslimahatur“, en sem blaðamaður verður hann að nefna dæmi um slíkt úr bókum eða ræðum Spencer. Að öðrum kosti hefur þetta ekkert upplýsinga- og fræðslugild og eru bara dylgjur.

Merkimiðum eins og ,,hægriöfgamaður”, ,,rasisti”, ,,íslamófób” og ,,múslimahatari“ er klínd á málsmetandi konur og karla sem gagnrýna óþægilegar staðreyndir um íslam. Jafnvel blökkumenn og frjálslyndir múslimar fá sömu uppnefni. Jíhadistinn Mujaahid Abu Hamza afhöfðaði ungan breskan hermann um miðjan dag á götu í úthverfi London. Þegar Spencer og Geller hugðust leggja blómsveig á leiði hermannsins ákvað Theresa May, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, að banna þeim að koma til landsins, af ótta um að þau gætu raskað almannafriði. Átti hún von á því að Bretar myndu hleypa öllu í bál og brand? Nei, miklu frekar öfgafullir múslimar. Hvað segir þetta okkur um ,,fjölmenninguna“ þar sem Múhameðstrúarmenn eru fjölmennir?

Freyr segir einnig:

,, … norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik vitnaði að minnsta kosti 50 sinnum í hann á [sic] hatursskrifum sínum í 2083 -Sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu“.

Nafn Spencers kemur þar 46 sinnum fyrir, þar af birtist nafn hans 20 sinnum í þrettán greinum eftir Fjordman (pennanafn Norðmannsins Peder Jensen) sem Breivik birtir í stefnuyfirlýsingunni, og 25 sinnum í handriti af heimildarmynd um íslam, en handritið er finna í heild sinni í riti Breiviks.

Að Breivik ,,vitnaði að minnsta kosti 50 sinnum“ í Spencer er því ekki rétt og í hæsta máta villandi í þessu samhengi.

Hið rétta er að Breivik nefnir nafn Spencers einu sinni í stefnuyfirlýsingu sinni.

Samantekt Breiviks er 1.518 blaðsíður og þar er nefndur á nafn fjöldinn allur af blaðamönnum, rithöfundum, heimspekingum, stjórnmálafræðingum, félagsfræðingum og hagfræðingum. Þar má finna nöfn eins og Barrack Obama, Wilhelm Reich, Erich Fromm, Ayan Rand, John Stuart Mill, Gandhi, Vladimar Pútín, George Orwell, Adam Smith, Ayaan Hirsi Ali og fjölda annarra.

Auðvitað er ekki hægt að gera neitt af þessu fólki ábyrgt fyrir voðaverkum Breiviks í Útey.

Þegar rætt er um íslamsvæðingu er átt við hliðarsamfélög múslima, starfsemi sharía-dómstóla, fjölkvæni, nauðganir, þvingunarhjónabönd, heiðursmorð, kynfæralimlestingar, kvennakúgun, gyðingahatur og fyrirlitningu á samkynhneigð og grundvallarmannréttindum, svo sem tjáningarfrelsi og trúfrelsi.

Þá segir Freyr að Spencer hafi verið ,,meinað að koma til Bretlands en þar átti hann að halda tölu á fundi nýnasistahreyfingarinnar English Defence League. Ásamt Spencer stóð til að öfgahægrikonan og íslamsandstæðingurinn Pamela Geller myndi ávarpa fundinn en henni var einnig bönnuð för til Bretlands“.

Þegar þeim var meinað að koma til Bretlands stóð ekki til að ávarpa útifund English Defence League, heldur vildu þau leggja blómsveig á leiði bresks hermanns sem var myrtur á götu úti með sveðju og kjötexi af íslömskum ofstækismönnum. Þegar íslamistar fréttu af komu þeirra urðu þeir æfir, hótuðu götuóeirðum og breska ríkisstjórnin lét kúga sig til hlýðni.

English Defence League (EDL) sem Tommy Robinson stofnaði til að mótmæla uppgangi íslamista í heimbæ sínum Luton er ekki nýnasistahreyfing eins og haldið hefur verið fram. EDL hafnar rasisma og er með sérstaka hópa innan sinna raða fyrir samkynhneigða, blökkumenn, konur, gyðinga og síkha. Í Kanada hefur t.d. Jewish Defence League lýst yfir fullum stuðningi við EDL í baráttu þeirra gegn íslamsvæðingu.

Þegar rætt er um íslamsvæðingu er átt við hliðarsamfélög múslima í stærstu borgum Bretlands, starfsemi sharía-dómstóla víða um land og aðra fylgifiska íslamskrar menningar eins og fjölkvæni, nauðganir, þvingunarhjónabönd, heiðursmorð, kynfæralimlestingar, kvennakúgun, gyðingahatur, fyrirlitningu á samkynhneigð og grundvallarmannréttindum, svo sem tjáningarfrelsi og trúfrelsi.

Sjá Maðurinn sem varð Breivik að innblæstri á leið til Íslands eftir Freyr Rögnvaldsson.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.