Gestapenni

Draumurinn um fjölmenningu

Hvaðan kemur viljinn til að blanda ólíkum hópum af fólki innan sömu landamæra? Hvaða „vandamál“ er það sem fjölmenningarpólitík er ætlað að leysa? Hvað gengur fjölmenningarsinnum eiginlega til? Af yfirlæti er oft svarað: „Fjölmenning er framtíðin, hún er í vatninu, hún er eðlileg og óumflýjanleg, og að halda öðru fram er afbrigðileg fornaldarhugsun!“

Er fjölmenning hagkvæm til lengri tíma litið? Myndar hún sterkari heild? Sýnir mannkynssagan að ólíkir hópar innan sömu landamæra geti af sér frið og hagsæld fyrir viðkomandi ríki?

En ef nánar er að gáð er ekkert sjálfsagt eða óumflýjanlegt við fjölmenningu; hún gerist ekki sjálfkrafa heldur þvert á móti þarf stöðugt að reka fyrir henni áróður og sífellt að sannfæra fólk um ágæti hennar með pólitísku handafli. Manneskjur, líkt og aðrar skepnur, eru nefnilega tiltölulega íhaldssöm dýr; strax sem kornabörn hugnast okkur eigin hópur umfram aðra hópa, og á fullorðinsárum erum við samvinnufúsari og viljugri til samstarfs af ýmsu tagi við meðlimi eigin hóps — erum auðugri af „social capital“ eins og það kallast á fræðimannamáli.

Í stuttu máli þá sannast hér hið margkveðna: Líkur sækir líkan heim. Manneskjur sækjast í og treysta öðrum manneskjum sem deila með því menningu, tungumáli og bakgrunni. Þetta er í raun svo augljóst að engin svakaleg vísindi þarf því til sönnunar, heilbrigð skynsemi er nóg.

En hvaðan kemur þá viljinn til fjölmenningar?

Liggur að baki einlæg trú á að ólíkir hópar myndi saman sterkari heild — „Diversity is strength“, eins og það útleggst á ensku? Sumir bera fyrir sig að fjölmenningin sé hagstæð; við græðum einfaldlega svo mikið á henni, hagvöxtur eykst, skattstofnar breikka o.s.frv. Óháð því hvort að þessi fullyrðing sé rétt; þá verður að taka þessari röksemdafærslu með fyrirvara.

Þeir sem bera bara fyrir sig hagvöxt o.fl. eru varla einlægir í trú sinni: Að peningar séu mælikvarðinn á það hvort fjölmenningin eigi rétt á sér. Erfitt er t.a.m. að sjá fyrir sér fjölmenningarsinna skipta um skoðun við það eitt að honum er sýnt fram á að fjölmenning skili ekki fleiri peningum í budduna. Nei, annað og meira hangir á spýtunni. Eins og svo oft eru efnahagslegu rökin handhægust en eru yfirskin fyrir annað.

Douglas Murray aðstoðarritstjóri Spectator fer yfir ýmiss rök ráðamanna sl. áratugi fyrir fjölmenningu. Fyrstu voru það einkum efnahagslegar ástæður, síðan menningar- og félagslegar, og loks lýðfræðileg rök sem beitt voru til að sannfæra fólk um kosti fjölmenningarstefnunnar.

Spurningin á engu að síður rétt á sér; er fjölmenning hagkvæm til lengri tíma litið? Myndar hún sterkari heild? Sýnir mannkynssagan að ólíkir hópar innan sömu landamæra geti af sér frið og hagsæld fyrir viðkomandi ríki? Nei, þvert á móti sýnir sagan að fjölmenning innan sömu landamæra stuðlar að átökum milli hinna ólíku hópa og má hér minnast á fyrrum Júgóslavíu, Rúvanda, Súdan, Suður-Afríku, Sri Lanka, N-Írland, Líbanon og Sýrland, svo nokkur dæmi séu tekin um fjölmenningarlönd þar sem ólíkir hópar hafa gengið milli bols og höfuðs hvor á öðrum.

Sagan sýnir líka að fjölmenningarþjóðir eru brothættar og klofna fyrr um síðir upp í þau þjóðarbrot sem áður mynduðu heildina. Þvert á slagorðið „Diversity is strength“, leiðir fjölmenning til átaka og klofnings.

Leiðir fjölmenning til átaka og klofnings?

Sagan sýnir líka að fjölmenningarþjóðir eru brothættar og klofna fyrr um síðir upp í þau þjóðarbrot sem áður mynduðu heildina. Þvert á slagorðið „Diversity is strength“, leiðir fjölmenning til átaka og klofnings. Við sjáum m.a. upphafið að þessu ferli í nágrannalöndunum í kringum okkur. Aðfluttir hópar af fólki, með öðruvísi bakgrunn en heimamenn, einangra sig í viðkomandi landi og rækta með sér trúnað innbyrðis en tortryggni út á við. Smám saman verður til þjóð innan í þjóð – þ.e. hópur sem segir sig úr lögum og samfélagi við heimamenn.

Svipað eru upp á teningnum í Bandaríkjunum, meintu „Mekka fjölmenningarinnar“. Þar í landi hefur hvítur, tiltölulega einsleitur hópur verið í 90% meirihluta þangað til á síðustu áratugum þegar þessi meirihluti fór ört minnkandi. Nú er svo komið að hvíti meirihlutinn er 65-70% þjóðarinnar og farinn að ókyrrast um sinn hag. Landslagið í bandarískum stjórnmálum hefur breyst samhliða og staðan í dag er sú að Republikanaflokkurinn er í raun – hvað sem tautar og raular – flokkur hinna hvítu vinnandi stétta, en Demókratar bandalag minnihlutahópa og frjálslyndra stórborgarbúa.

Aðfluttir hópar af fólki, með öðruvísi bakgrunn en heimamenn, einangra sig í viðkomandi landi og rækta með sér trúnað innbyrðis en tortryggni út á við. Smám saman verður til þjóð innan í þjóð – þ.e. hópur sem segir sig úr lögum og samfélagi við heimamenn.

Með aukinni fjölmenningu og lækkandi hlutfalli hvítra í Bandaríkjunum má búast við að þessi skautun styrkist í sessi og klofningur í bandarísku þjóðfélagi aukist. Óvænt kosning Donalds Trumps í forsetaembættið sýnir þessa þróun svart á hvítu. Andstæðingar Donalds Trumps mega gera sér grein fyrir að kosning hans hefði verið næsta óhugsandi nema fyrir aukna fjölmenningu þar í landi síðustu áratugina.

Ef skyggnst er lengra inn í framtíðina er ekki ósennilegt að fjölmenning verði bandaríska heimsveldinu að falli og landið liðist upp ríki ólíkra hópa, rétt eins og önnur fjölþjóðleg ríki hafa gert í mannkynssögunni.

Leiðir fjölmenning til einsleitni?

En hvað með nýjungagirni og forvitni? Er „viljinn til fjölmenningar“ ósk eftir einhverju nýju og óþekktu? Spurningin hér er sú hvort að fjölmenning leiði til fjölbreytni?

Þeir sem berjast fyrir fjölmenningu, alþjóðavæðingu og opnum landamærum sjá fyrir sér heim þar sem heimsbyggðin rennur saman í einn hóp. Ekkert „við“ og „þið“; bara einn stór hópur fólks, í einum grautarpotti á bandaríska vísu. Draumurinn um fjölmenningu er draumur um Bandaríkjavæðingu alls heimsins.

Allt rennur saman í einn graut; ekkert ítalskt verður við Ítalíu, ekkert kínverskt við Kína og ekkert íslenskt við Ísland. Sérhvert land hefur misst sérkenni sitt og um leið allt það sem gerir það heillandi og einstakt.

En þetta er flatneskja. Ef allt rennur saman í einn graut, þá missa einingarnar sérstöðu sína — allt blandast við allt. Alls staðar verður sami grauturinn af þjóðarbrotum, sami grauturinn af vörumerkjum og verslunarkeðjum. Sérhver þjóð missir sérkenni sín; ekkert ítalskt verður við Ítalíu, ekkert kínverskt við Kína og ekkert íslenskt við Ísland. Ferðamaður í Brasilíu gæti rétt eins verið í Noregi — að veðurfari undanskildu. Sérhvert land hefur misst sérkenni sitt og um leið allt það sem gerir það heillandi og einstakt. Einsleitni ræður ríkjum, heimurinn er flatur og margfalt fátækari fyrir vikið.

Ríkidæmi heimsins fellst í raunverulegri fjölbreytni hans; fjölbreytni sem best er varðveitt af mismunandi þjóðum á bakvið landamæri sín.

Trúarlegar rætur fjölmenningarhyggjunnar

Ef fjölmenning er ekki hagkvæm og leiðir fremur til einsleitni en fjölbreytni; hvað er það þá sem skýrir „viljann til fjölmenningar“? Það þarf að skyggnast undir yfirborðið til að fá svör: Annars vegar er ósk um fjölmenningu farvegur fyrir uppreisn gegn því samfélagi sem fyrir er. Með öðrum orðum, ósk um fjölmenningu er ósk um breytingar breytinganna vegna.

Hins vegar, má gera því skóna að rótin liggi dýpra í sálartetri fjölmenningarsinna; „Viljinn til fjölmenningar“ er veraldleg birtingarmynd á trúarlegum hugmyndum, hugmyndir sem fáir gangast við meðvitað en lifa góðu lífi í undirvitund samfélagsins. Gamalt siðferði — draugur liðinna tíma — sem misst hefur tenginguna við uppruna sinn, og finnur sér nýjar pólitískar birtingarmyndir sem gamalt vín á nýjum belgjum.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Þeir sem berjast fyrir fjölmenningu, alþjóðavæðingu og opnum landamærum sjá fyrir sér heim þar sem heimsbyggðin rennur saman í einn hóp. Ekkert „við“ og „þið“; bara einn stór hópur fólks, í einum grautarpotti. Er þjóðmenning evrópskra þjóða ekki nógu fjölbreytt fyrir? Hverning eykur það fjölbreytni að blanda öllu saman og steypa í sama mót?

Í draumi um fjölmenningu opinberast hugmyndir um framfarir, fyrirheitna landið og „Guðs ríki á jörðu“ — fjölmenningarsamfélag framtíðarinnar er samfélag þar sem menn eru ekki bara jafnir fyrir Guði heldur loksins líka á jörðu niðri. Draumur um fjölmenningu er hluti af draumnum um fullkomið jafnrétti. Í bland við þetta, er þráin eftir veraldlegri erfðasynd: Með því að hleypa ólíkum hópum frá þriðja heiminum inn í lönd sín eru illir hvítir menn að gjalda fyrir syndir forfeðra sinna, fjölmenningin er refsing okkar og uppreist á æru fórnalambanna.

Hvítir menn eru einstaklega illir, einstakir syndarar meðal syndugra þjóða og skulu gjalda fyrir það í samræmi við gjörðir sínar — á meðan fórnarlömbin, þjóðir þriðja heimsins, eru gerð heilög rétt eins og fórnarlömb eru ætíð heilög að kristnum sið.

Af þessari stuttu umfjöllun sjáum við að uppgefnar ástæður fyrir fjölmenningu standast ekki nánari skoðun: Fjölmenning leiðir ekki til farsæls samfélags og ekki til raunverulegrar fjölbreytni. Raunverulegu ástæðurnar að baki sýna að „viljinn til fjölmenningar“ stendur á brauðfótum. Um er að ræða trúarlegar hugmyndir í nútímalegum, pólitískum búningi.

Óháð því hvort menn skrifi undir siðferði af þessu tagi, er ljóst að hvítt fólk er ekki verra en annað fólk og á svo sannarlega ekki – rétt eins og aðrir hópar – að vera refsað fyrir syndir feðranna. Hugmyndir af þessu tagi er fremur til merkis um sálarkvilla; þörf fyrir píslarvætti og að þurfa sífellt að bera syndir tilverunnar á bakinu. Þeir sem þjást af slíkum kvilla ættu ekki að vera í neins konar forsvari eða hafa áhrif á pólitíska stefnumótun — sérstaklega ekki að því er varðar innflytjendamál!

Af þessari stuttu umfjöllun sjáum við að uppgefnar ástæður fyrir fjölmenningu standast ekki nánari skoðun: Fjölmenning leiðir ekki til farsæls samfélags og ekki til raunverulegrar fjölbreytni. Raunverulegu ástæðurnar að baki sýna að „viljinn til fjölmenningar“ stendur á brauðfótum. Um er að ræða trúarlegar hugmyndir í nútímalegum, pólitískum búningi.

Eins minnst var á í upphafi er „viljinn til eigin menningar“ öllum manneskjum eðlislægur, líkur sækir líkan heim; manneskjur eru hjarðdýr sem þurfa heimili, rætur og „sitt fólk“. Pólitískar kreddur sem líta framhjá þessu, ganga í berhögg við eðli manneskjunnar og eru uppskrift að vansæld og mislukkuðu þjóðfélagi — öllum meðlimum og hópum þess til miska.

Höfundur

Gammur Griðungsson

Höfundur er Íslendingur, faðir og hugsunarglæpamaður.

Styrkja starfsemi og vefsíðu Vakurs með fjárframlagi

Vakur — Samtök um evrópska menningu hefur enga fasta tekjustofna. Vakur fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá almenningi. Öll vinna í þágu Vakurs er sjálfboðastarf. Vakur rekur ekki skrifstofu, greiðir engin laun og hefur enga yfirbyggingu. Allt söfnunarfé rennur óskipt til að greiða kostnað af starfsemi Vakurs. Sýndu samhug þinn í verki! Stórar eða litlar upphæðir, skiptir ekki höfuðmáli. Safnast þegar saman kemur.

ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Vakur.is áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.